Þingmenn hvetja allir til allsherjar samstöðu Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2020 13:13 Frá Alþingi í morgun. Vísir/vilhelm Mikil samstaða var meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í morgun um að allir standi saman að því að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahags- og heilbrigðismálum til að vinna gegn áhrifum kórónuveirunnar á samfélagið. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun áréttuðu allir þeir sem til máls tóku mikilvægi þess að allir flokkar á þingi ynnu saman að þeim stóru verkefnum sem framundan eru vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta eru aðstæður sem við verðum að takast á við. Þess vegna erum við komin í þær aðstæður nú að við getum ekki talað um mig og þig, ég og þú, heldur eru það við öll sem erum í þessum aðstæðum,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokks Flokks fólksins. „Höfum það í huga að allir eru að reyna að gera sitt besta, ríkisstjórn og þing. Kennarar taka á sig gríðarlegt álag til að sinna menntun barna okkar í þessu ástandi. Fjölskyldur eru í gríðarlegu dagskrár púsluspili. Þar sem það er næstum full vinna að fylgjast með öllum tilkynningum um skipulag skóla og vinnu,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. „Ég vil nota tækifærið og þakka velferðarnefnd fyrir góða umfjöllun og mikla vinnu við málið. Það var einhugum um að koma þessu máli sem fyrst í gegn. Með stuðningi ríkisstjórnarinnar náðist fram ítarlegri og öflugri aðgerðir en af stað var farið með,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. „Afleiðingarnar verða á borði stjórnmálanna. Þess vegna þarf að mynda samstöðu um hvað beri að gera. Ella er hætta á að ofan á allt annað bætist erfiðar pólitískar þrætur sem munu ekki bæta ástandið,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar. „Almenningur er að taka á sig í þúsunda tali að vera í sóttkví. Til að vernda samborgarana. Til að tryggja að útbreiðsla faraldurins verði hæægari en hún yrði ella,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna. „Það sem við gerum í stöðunni nú hefur áhrif á hvernig samfélagið verður í stakk búið til að rétta úr kútnum eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Og það segir líka til um hvernig samfélagið mun þróast til lengri tíma,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Það er ekki sjálfgefið að við verðum öll sammála um niðurstöðuna í öllum málum. En á meðan við getum rætt hlutina málefnalega, meðan við getum unnið með vönduðum hætti að úrlausn þeirra viðfangsefna sem að okkur snúa er það gríðarlega mikilvægt,“ sagði Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Við eigum að byrja á því að veita öllum greiðsluskjól. Bæði heimilum og fyrirtækjum strax. Við þurfum að gera það strax. Ef það vantar einhverjar útfærslur þá vinnum við úr þeim eftirá,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins. „Það þarf að ná samningum strax við hjúkrunarfræðinga. En í kvöld ætlum við að fara út í dyragætt, út á svalir klukkan sjö og klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólkinu okkar,“ sagði Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Algjör samstaða stjórnar- og stjórnarandstöðu um bótagreiðslur 20. mars 2020 11:07 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Mikil samstaða var meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í morgun um að allir standi saman að því að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahags- og heilbrigðismálum til að vinna gegn áhrifum kórónuveirunnar á samfélagið. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun áréttuðu allir þeir sem til máls tóku mikilvægi þess að allir flokkar á þingi ynnu saman að þeim stóru verkefnum sem framundan eru vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Þetta eru aðstæður sem við verðum að takast á við. Þess vegna erum við komin í þær aðstæður nú að við getum ekki talað um mig og þig, ég og þú, heldur eru það við öll sem erum í þessum aðstæðum,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokks Flokks fólksins. „Höfum það í huga að allir eru að reyna að gera sitt besta, ríkisstjórn og þing. Kennarar taka á sig gríðarlegt álag til að sinna menntun barna okkar í þessu ástandi. Fjölskyldur eru í gríðarlegu dagskrár púsluspili. Þar sem það er næstum full vinna að fylgjast með öllum tilkynningum um skipulag skóla og vinnu,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. „Ég vil nota tækifærið og þakka velferðarnefnd fyrir góða umfjöllun og mikla vinnu við málið. Það var einhugum um að koma þessu máli sem fyrst í gegn. Með stuðningi ríkisstjórnarinnar náðist fram ítarlegri og öflugri aðgerðir en af stað var farið með,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. „Afleiðingarnar verða á borði stjórnmálanna. Þess vegna þarf að mynda samstöðu um hvað beri að gera. Ella er hætta á að ofan á allt annað bætist erfiðar pólitískar þrætur sem munu ekki bæta ástandið,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar. „Almenningur er að taka á sig í þúsunda tali að vera í sóttkví. Til að vernda samborgarana. Til að tryggja að útbreiðsla faraldurins verði hæægari en hún yrði ella,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna. „Það sem við gerum í stöðunni nú hefur áhrif á hvernig samfélagið verður í stakk búið til að rétta úr kútnum eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Og það segir líka til um hvernig samfélagið mun þróast til lengri tíma,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Það er ekki sjálfgefið að við verðum öll sammála um niðurstöðuna í öllum málum. En á meðan við getum rætt hlutina málefnalega, meðan við getum unnið með vönduðum hætti að úrlausn þeirra viðfangsefna sem að okkur snúa er það gríðarlega mikilvægt,“ sagði Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Við eigum að byrja á því að veita öllum greiðsluskjól. Bæði heimilum og fyrirtækjum strax. Við þurfum að gera það strax. Ef það vantar einhverjar útfærslur þá vinnum við úr þeim eftirá,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins. „Það þarf að ná samningum strax við hjúkrunarfræðinga. En í kvöld ætlum við að fara út í dyragætt, út á svalir klukkan sjö og klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólkinu okkar,“ sagði Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Algjör samstaða stjórnar- og stjórnarandstöðu um bótagreiðslur 20. mars 2020 11:07 Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35 Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 19. mars 2020 22:35
Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49