Liðið sem var sæti neðar fékk að fara upp | „Algjörlega fáránlegt“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 08:00 Halldór Stefán Haraldsson var með Volda í 3. sæti þegar mótið í Noregi var blásið af. MYND/VOLDA Volda, liðið sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar í Noregi, var í 3. sæti næstefstu deildar kvenna í handbolta þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirunnar. Hins vegar mun liðið í 4. sæti fara upp í úrvalsdeild en ekki Volda. Norska handknattleikssambandið ákvað að þrjú lið úr 1. deild myndu komast upp í úrvalsdeild. Jafnframt var ákveðið að það yrðu þau þrjú lið sem flest stig hefðu fengið að meðaltali í sínum leikjum á leiktíðinni, vegna þess að mismunandi er hve mörgum leikjum liðin höfðu lokið. Volda var með 29 stig eftir 21 leik en Rælingen með 28 stig eftir 20 leiki. Það þýðir að meðaltalið var 0,019 stigum betra hjá Rælingen sem var þar með boðið úrvalsdeildarsæti. Þriðja sæti 1. deildar myndi vanalega gilda sem umspilssæti gegn liði úr úrvalsdeildinni, og Halldór Stefán segist í samtali við mbl.is því ekki hafa kallað sérstaklega eftir því að Volda fengi að fara upp um deild þegar ljóst var að ekki yrði meira spilað á tímabilinu. Hins vegar er hann afar ósáttur við að Oslóarlið Rælingen skyldi fá úrvalsdeildarsæti á kostnað smábæjarliðsins Volda: „Maður er í raun bara sjokkeraður því manni finnst í raun bara á manni brotið ef svo má segja. Við vorum alls ekki að kalla neitt eftir því að við myndum fara upp um deild yfirhöfuð. Okkur hefði fundist eðlilegt, fyrir fram í það minnsta, að þar sem við vorum í þessu svokallaða umspilssæti þegar leiktíðinni var slaufað þá yrði það bara dæmt dautt og gilt og aðeins tvö lið myndu fara upp um deild. Það að liðið sem er svo í fjórða sæti B-deildarinnar skuli fara upp um deild er algjörlega fáránlegt,“ sagði Halldór Stefán við mbl.is. Stig Quille hjá norska handknattleikssambandinu segist hafa skilning á afstöðu Volda. „Við reyndum að finna aðferð sem væri hægt að beita á allar deildirnar og væri réttlátust í heildina. Volda olli vandræðum sem við vörðum miklum tíma í að skoða. Ákvörðunin var ekki einföld en við viljum meina að þetta sé besta aðferðin ef við viljum beita sömu aðferð á allar deildir,“ sagði Quille við TV2. Sagði hann ljóst að hægt væri að áfrýja ákvörðun sambandsins og það hyggjast forráðamenn Volda gera. Norski handboltinn Tengdar fréttir Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Volda, liðið sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar í Noregi, var í 3. sæti næstefstu deildar kvenna í handbolta þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirunnar. Hins vegar mun liðið í 4. sæti fara upp í úrvalsdeild en ekki Volda. Norska handknattleikssambandið ákvað að þrjú lið úr 1. deild myndu komast upp í úrvalsdeild. Jafnframt var ákveðið að það yrðu þau þrjú lið sem flest stig hefðu fengið að meðaltali í sínum leikjum á leiktíðinni, vegna þess að mismunandi er hve mörgum leikjum liðin höfðu lokið. Volda var með 29 stig eftir 21 leik en Rælingen með 28 stig eftir 20 leiki. Það þýðir að meðaltalið var 0,019 stigum betra hjá Rælingen sem var þar með boðið úrvalsdeildarsæti. Þriðja sæti 1. deildar myndi vanalega gilda sem umspilssæti gegn liði úr úrvalsdeildinni, og Halldór Stefán segist í samtali við mbl.is því ekki hafa kallað sérstaklega eftir því að Volda fengi að fara upp um deild þegar ljóst var að ekki yrði meira spilað á tímabilinu. Hins vegar er hann afar ósáttur við að Oslóarlið Rælingen skyldi fá úrvalsdeildarsæti á kostnað smábæjarliðsins Volda: „Maður er í raun bara sjokkeraður því manni finnst í raun bara á manni brotið ef svo má segja. Við vorum alls ekki að kalla neitt eftir því að við myndum fara upp um deild yfirhöfuð. Okkur hefði fundist eðlilegt, fyrir fram í það minnsta, að þar sem við vorum í þessu svokallaða umspilssæti þegar leiktíðinni var slaufað þá yrði það bara dæmt dautt og gilt og aðeins tvö lið myndu fara upp um deild. Það að liðið sem er svo í fjórða sæti B-deildarinnar skuli fara upp um deild er algjörlega fáránlegt,“ sagði Halldór Stefán við mbl.is. Stig Quille hjá norska handknattleikssambandinu segist hafa skilning á afstöðu Volda. „Við reyndum að finna aðferð sem væri hægt að beita á allar deildirnar og væri réttlátust í heildina. Volda olli vandræðum sem við vörðum miklum tíma í að skoða. Ákvörðunin var ekki einföld en við viljum meina að þetta sé besta aðferðin ef við viljum beita sömu aðferð á allar deildir,“ sagði Quille við TV2. Sagði hann ljóst að hægt væri að áfrýja ákvörðun sambandsins og það hyggjast forráðamenn Volda gera.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06