Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 10:15 Frá Bondi Beach í gær. Mikill fjöldi fólks var samankominn á ströndinni þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um takmarkanir á fjöldasamkomum. Vísir/Getty Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. Heilbrigðisráðherra landsins hefur gagnrýnt hegðun fólksins og segir hana óásættanlega. Samkomubannið í Ástralíu nær til allra samkoma þar sem fimm hundruð eða fleiri koma saman utandyra og er hámarkið sett við hundrað manns innandyra. Fólk er hvatt til þess að halda eins og hálfs metra fjarlægð milli hvors annars og fari fólk gegn reglum samkomubannsins gæti lögregla verið kölluð til. Það varð raunin á Bondi Beach í gær þegar hundruð manna komu saman á ströndinni og ætluðu að nýta góða veðrið þann daginn. Ljóst var að fjöldinn fór yfir fimm hundruð og var því lögregla kölluð til og ströndinni lokað tímabundið. Bondi Beach empty, hill pretty packed #Bondi #bondibeach pic.twitter.com/TLIoDVnD7V— Kalifauna (@Kali_Austin) March 21, 2020 Greg Hunt, heilbrigðisráðherra landsins, sagði það bera vott um afneitun að sjá tugi fjölskyldna nota almenningssturtur og klósett á ströndinni þegar yfirvöld hefðu gefið það út að fólk ætti að forðast slíkar fjöldasamkomur. Hegðun þeirra væri óðásættanleg og kallaði hann eftir auknum aðgerðum af hálfu borgaryfirvalda á hverjum stað fyrir sig til þess að tryggja að fólk fylgdi fyrirmælum. Það væri lífsnauðsynlegt fyrir marga að fólk virti slík fyrirmæli. Forsætisráðherrann Scott Morrison kynnti frekari aðgerðir í gær til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Yfir þúsund hafa smitast og sjö látist af völdum sjúkdómsins í landinu. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35 Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. Heilbrigðisráðherra landsins hefur gagnrýnt hegðun fólksins og segir hana óásættanlega. Samkomubannið í Ástralíu nær til allra samkoma þar sem fimm hundruð eða fleiri koma saman utandyra og er hámarkið sett við hundrað manns innandyra. Fólk er hvatt til þess að halda eins og hálfs metra fjarlægð milli hvors annars og fari fólk gegn reglum samkomubannsins gæti lögregla verið kölluð til. Það varð raunin á Bondi Beach í gær þegar hundruð manna komu saman á ströndinni og ætluðu að nýta góða veðrið þann daginn. Ljóst var að fjöldinn fór yfir fimm hundruð og var því lögregla kölluð til og ströndinni lokað tímabundið. Bondi Beach empty, hill pretty packed #Bondi #bondibeach pic.twitter.com/TLIoDVnD7V— Kalifauna (@Kali_Austin) March 21, 2020 Greg Hunt, heilbrigðisráðherra landsins, sagði það bera vott um afneitun að sjá tugi fjölskyldna nota almenningssturtur og klósett á ströndinni þegar yfirvöld hefðu gefið það út að fólk ætti að forðast slíkar fjöldasamkomur. Hegðun þeirra væri óðásættanleg og kallaði hann eftir auknum aðgerðum af hálfu borgaryfirvalda á hverjum stað fyrir sig til þess að tryggja að fólk fylgdi fyrirmælum. Það væri lífsnauðsynlegt fyrir marga að fólk virti slík fyrirmæli. Forsætisráðherrann Scott Morrison kynnti frekari aðgerðir í gær til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Yfir þúsund hafa smitast og sjö látist af völdum sjúkdómsins í landinu.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35 Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35
Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55