Vonar að ríkið muni enn eftir sér þegar síðasta smitið hefur verið greint Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 12:50 Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/Einar Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. Gríðarmikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur þar sem sýni úr fólki eru greind vegna gruns um kórónuveirusmit. „Þetta er bara ísköld og blaut tuska í andlitið þegar við stöndum þessa vakt nánast nótt og dag í þessum heimsfaraldri sem nú geysar. Við leggjum líf og sál í verkefnið,“ segir Máney í samtali við Vísi. Hún vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag er sú krafa gerð að við heilbrigðisstarfsfólk höldum okkur heima og gerum allt til þess að minnka líkur á smiti. Guð einn má vita hvernig ástandið yrði á okkar deild ef einhver smitaðist eða yrði útsettur fyrir smiti og endaði í sóttkví,“ segir hún í færslunni. Reynir allt til að koma í veg fyrir að deildin missi starfsmann Ljóst er að mikið mæðir á starfsmönnum deildarinnar þessa daganna og hefur Máney gripið til ýmissa aðgerða til að forðast það að smitast eða lenda í sóttkví. „Það eina sem ég (og aðrir) geri er því að vinna og fara heim. Á aðra staði fer ég ekki. Inn á heimili okkar kemur enginn nema við fjölskyldan. Dóttir mín fær að velja eina manneskju í heimsókn, maðurinn minn fer í matvörubúð eða við fáum mat sendan heim. Allt þetta til þess að lágmarka þær líkur að deildin mín missi einn dýrmætan starfsmann í sóttkví.“ Sjá einnig: Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Máney segir að í ljósi þessa sé súrt að leiða hugann að því eftir vel heppnaðan vinnudag þar sem allt gekk upp að náttúru- og lífeindafræðingarnir á deildinni séu enn samningslausir „án þess að ríkið hafi sýnt mikinn vilja til þess að semja við okkur.“ Í samtali við Vísi segist hún vilja sjá aukinn kraft færast í kjaraviðræður og að ríkið „hætti að leggja fram sama litlausa tilboðið síendurtekið á borðið svo mánuðum skiptir.“ Máney bætir við að hún vilji að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessara hópa í samfélaginu og meti menntun til launa. Mun standa vaktina þar til síðasta smitið hefur verið greint „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði ár eftir ár hve illa launuð og vanmetin störf margs heilbrigðisstarfsfólks er. Jafnvel þó það sé með þrjár háskólagráður. Það gildir einu. Það blæs ekki beint byr í segl og oft reikar hugurinn út í einkageirann þar sem hærri laun eru að fá fyrir minni vinnu. Það er súrt. Alveg pH 2,0 súrt.“ Hún leggur þó áherslu á að hvað sem því líði sé núna um aðra og mun mikilvægari hluti að hugsa. „Við stöndum öll frammi fyrir risastóru verkefni sem þarf að klára. Það getum við saman ef allir hjálpast að. Ég mun standa þessa vakt ásamt mínum einstöku vinnufélögum allt til enda. Allt þar til síðasta smitið hefur verið greint. Og vonandi þá, bara vonandi, mun ríkið okkar muna eftir okkur og okkar framlagi. Sjáum til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. Gríðarmikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur þar sem sýni úr fólki eru greind vegna gruns um kórónuveirusmit. „Þetta er bara ísköld og blaut tuska í andlitið þegar við stöndum þessa vakt nánast nótt og dag í þessum heimsfaraldri sem nú geysar. Við leggjum líf og sál í verkefnið,“ segir Máney í samtali við Vísi. Hún vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag er sú krafa gerð að við heilbrigðisstarfsfólk höldum okkur heima og gerum allt til þess að minnka líkur á smiti. Guð einn má vita hvernig ástandið yrði á okkar deild ef einhver smitaðist eða yrði útsettur fyrir smiti og endaði í sóttkví,“ segir hún í færslunni. Reynir allt til að koma í veg fyrir að deildin missi starfsmann Ljóst er að mikið mæðir á starfsmönnum deildarinnar þessa daganna og hefur Máney gripið til ýmissa aðgerða til að forðast það að smitast eða lenda í sóttkví. „Það eina sem ég (og aðrir) geri er því að vinna og fara heim. Á aðra staði fer ég ekki. Inn á heimili okkar kemur enginn nema við fjölskyldan. Dóttir mín fær að velja eina manneskju í heimsókn, maðurinn minn fer í matvörubúð eða við fáum mat sendan heim. Allt þetta til þess að lágmarka þær líkur að deildin mín missi einn dýrmætan starfsmann í sóttkví.“ Sjá einnig: Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Máney segir að í ljósi þessa sé súrt að leiða hugann að því eftir vel heppnaðan vinnudag þar sem allt gekk upp að náttúru- og lífeindafræðingarnir á deildinni séu enn samningslausir „án þess að ríkið hafi sýnt mikinn vilja til þess að semja við okkur.“ Í samtali við Vísi segist hún vilja sjá aukinn kraft færast í kjaraviðræður og að ríkið „hætti að leggja fram sama litlausa tilboðið síendurtekið á borðið svo mánuðum skiptir.“ Máney bætir við að hún vilji að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessara hópa í samfélaginu og meti menntun til launa. Mun standa vaktina þar til síðasta smitið hefur verið greint „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði ár eftir ár hve illa launuð og vanmetin störf margs heilbrigðisstarfsfólks er. Jafnvel þó það sé með þrjár háskólagráður. Það gildir einu. Það blæs ekki beint byr í segl og oft reikar hugurinn út í einkageirann þar sem hærri laun eru að fá fyrir minni vinnu. Það er súrt. Alveg pH 2,0 súrt.“ Hún leggur þó áherslu á að hvað sem því líði sé núna um aðra og mun mikilvægari hluti að hugsa. „Við stöndum öll frammi fyrir risastóru verkefni sem þarf að klára. Það getum við saman ef allir hjálpast að. Ég mun standa þessa vakt ásamt mínum einstöku vinnufélögum allt til enda. Allt þar til síðasta smitið hefur verið greint. Og vonandi þá, bara vonandi, mun ríkið okkar muna eftir okkur og okkar framlagi. Sjáum til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira