Eru barnaréttindagleraugun við hendina? Bergsteinn Jónsson skrifar 23. mars 2020 11:00 Það sem einkennir helst krísur er nauðsyn þess að forgangsraða þeim björgum sem til staðar eru. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa notið stuðnings hingað til, en það er ómetanlegt þegar almenningur ber slíkt traust til yfirvalda. En framundan er langhlaup þar sem vinna verður úr hverjum áhrifum heimsfaraldursins á fætur öðrum. Það verður flókið verkefni og mun reyna á dug og seiglu okkar allra. Í þeim svörum sem samfélagið mun finna við áföllunum, verður að huga sérstaklega að yngstu kynslóðunum. Þeim virðist ekki stafa hætta af veirunni, en munu svo sannarlega finna fyrir áhrifum viðbragðanna við henni. UNICEF hefur nú þegar bent stjórnvöldum heimsins á áhrifin sem faraldurinn hefur á jaðarsettustu börn þessa heims. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir heimsfaraldurinn kalla á stuðning við þær milljónir barna á flótta, og barna sem búa við mikla neyð, sem aldrei fyrr. UNICEF hefur jafnframt gefið út leiðbeiningar til stjórnvalda um vernd barna fyrir þeim hættum sem að þeim steðjar við þessar aðstæður. Til viðbótar við að skólar og ýmis þjónusta fyrir börn liggur niðri eða er í lágmarki, eru börn nú í aðstæðum sem gerir þau viðkvæmari fyrir hvers kyns ofbeldi, misnotkun og félagslegri einangrun. Og dæmin sýna að ofbeldi og misnotkun gegn börnum eykst við þessar aðstæður, þegar álag er á heimilum og efnahagsleg staða fjölskyldna versnar. Það hefur því sjaldnar verið mikilvægara að setja börn í forgang í áætlunum stjórnvalda, en einmitt nú þegar börn búa við skerta opnun leik-, grunn-, og framhaldsskóla og færri tækifæri til að hitta vini og ættingja. Minnug þess að hér á landi hefur 16 prósent barna orðið fyrir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi á heimilum sínum fyrir 18 ára aldur, samkvæmt tölfræði um ofbeldi gegn börnum sem UNICEF á Íslandi gaf út á síðasta ári. Sem betur fer býr stærstur hluti barna á Íslandi við góðar aðstæður og margar fjölskyldur munu njóta aukinnar samveru næstu vikur. Verkefni stjórnvalda er þess vegna að líta til jaðarsettustu barna samfélagsins, barna sem búa við ofbeldi, barna sem búa á efnaminni heimilum, barna sem eiga fáa að og barna á flótta. Nú þurfa stjórnvöld að finna til barnaréttindagleraugun og setja það sem börnum er fyrir bestu í forgang. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem einkennir helst krísur er nauðsyn þess að forgangsraða þeim björgum sem til staðar eru. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa notið stuðnings hingað til, en það er ómetanlegt þegar almenningur ber slíkt traust til yfirvalda. En framundan er langhlaup þar sem vinna verður úr hverjum áhrifum heimsfaraldursins á fætur öðrum. Það verður flókið verkefni og mun reyna á dug og seiglu okkar allra. Í þeim svörum sem samfélagið mun finna við áföllunum, verður að huga sérstaklega að yngstu kynslóðunum. Þeim virðist ekki stafa hætta af veirunni, en munu svo sannarlega finna fyrir áhrifum viðbragðanna við henni. UNICEF hefur nú þegar bent stjórnvöldum heimsins á áhrifin sem faraldurinn hefur á jaðarsettustu börn þessa heims. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir heimsfaraldurinn kalla á stuðning við þær milljónir barna á flótta, og barna sem búa við mikla neyð, sem aldrei fyrr. UNICEF hefur jafnframt gefið út leiðbeiningar til stjórnvalda um vernd barna fyrir þeim hættum sem að þeim steðjar við þessar aðstæður. Til viðbótar við að skólar og ýmis þjónusta fyrir börn liggur niðri eða er í lágmarki, eru börn nú í aðstæðum sem gerir þau viðkvæmari fyrir hvers kyns ofbeldi, misnotkun og félagslegri einangrun. Og dæmin sýna að ofbeldi og misnotkun gegn börnum eykst við þessar aðstæður, þegar álag er á heimilum og efnahagsleg staða fjölskyldna versnar. Það hefur því sjaldnar verið mikilvægara að setja börn í forgang í áætlunum stjórnvalda, en einmitt nú þegar börn búa við skerta opnun leik-, grunn-, og framhaldsskóla og færri tækifæri til að hitta vini og ættingja. Minnug þess að hér á landi hefur 16 prósent barna orðið fyrir ofbeldi eða orðið vitni að ofbeldi á heimilum sínum fyrir 18 ára aldur, samkvæmt tölfræði um ofbeldi gegn börnum sem UNICEF á Íslandi gaf út á síðasta ári. Sem betur fer býr stærstur hluti barna á Íslandi við góðar aðstæður og margar fjölskyldur munu njóta aukinnar samveru næstu vikur. Verkefni stjórnvalda er þess vegna að líta til jaðarsettustu barna samfélagsins, barna sem búa við ofbeldi, barna sem búa á efnaminni heimilum, barna sem eiga fáa að og barna á flótta. Nú þurfa stjórnvöld að finna til barnaréttindagleraugun og setja það sem börnum er fyrir bestu í forgang. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun