Segir af og frá að Persónuvernd hafi setið aðgerðalaus um helgina Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2020 12:06 Kári ber Persónuvernd þungum sökum en þar er Helga Þórisdóttir forstjóri. Vísir/Samsett Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókn íslenskrar erfðagreiningar alla helgina og niðurstöðu að vænta í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gangrýndi Persónuvernd harðlega í pistli sem hann birti á Facebook í gær. Þar sakaði hann stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein. Hann sagði vísindaráð hafa samþykkt umsóknina á nokkrum klukkutímum. Hann segir svörin frá Persónuvernd hafa verið á þá leið að umsóknin yrði afgreidd eftir helgi. Vildi Kári meina að það þýddi að starfsfólk Persónuverndar ynni ekki um helgar þrátt fyrir neyðarástand. Forstjóri Persónuverndar segir það af og frá. „Á föstudaginn, klukkan nákvæmlega 12:45, fengum við erindi frá Vísindasiðanefnd þar sem okkur var tilkynnt að fram væri komin beiðni um umsögn um vísindarannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu. Það sem er óheppilegt í þessu ferli sem viðtók er að við vissum ekki að við ættum von á þessari umsókn á þessum degi. Hún hitti okkur fyrir í miðjum klíðum á þeim verkefnum sem við vorum að sinna. Sama dag bættust áfram við brýn verkefni, meðal annars frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Mitt fólk vann fram eftir á föstudegi og um helgina þurfti líka að sinna þessu verkefni. Það lá alveg ljóst fyrir strax þegar við fengum þetta í hendurnar, sérstaklega eftir því sem leið á föstudaginn og fleiri verkefni bættust við, að við myndum ekki ná að ljúka afgreiðslu samdægurs og það var alveg ljóst að við myndum þurfa helgina til að ná að vinna áfram í þessu. Sem var gert þannig að öll helgina var undir. Svona er staðan, nú erum við á mánudegi og sjáum fram á að ef allt gengur að óskum náum við að koma þessu frá okkur í dag,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga að niðurstöðurnar sem Íslensk erfðagreining ætlar sér að birta brjóti ekki persónuverndarlög. „Það sem hefur verið gæfa Persónuverndar í gegnum árin er að við höfum náð að vinna eftir þeim lögum sem okkur ber að vinna eftir. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar hjá Persónuvernd, alveg frá því undirbúningur nýju persónuverndarlöggjafarinnar tók við og allt sem hefur fylgt á eftir. Með fámennan mannskap hafa ótrúlegir hlutir náðst í gegn. Við höfum náð að fylgja lögunum á þeim mikla hraða og í því mikla ati sem við erum í. Ef við klikkum og er til dæmis að leyfa, hvort sem það eru vísindarannsóknir eða annað, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaklinga í landinu. Ef öryggi persónuverndarupplýsinga er ekki nægjanlega tryggt geta óviðkomandi komist í slíkar upplýsingar. Það skiptir máli að allt sé í lagi þegar verið er að höndla erfðaupplýsingar. Þannig að þrátt fyrir að hafa alvarlega undir mönnuð í alltof langan tíma höfum við náð að tryggja eins vel og okkur hefur verið frekast unnt faglegt starf og afleiðingar þess að misfarið sé með persónuverndarupplýsingar, það ættu mörg nýleg dæmi að sýna fram á það þegar fólk og fyrirtæki þurfa að þola margra milljarða króna sektir þegar ekki er rétt farið með persónuverndarupplýsingar,“ segir Helga. Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókn íslenskrar erfðagreiningar alla helgina og niðurstöðu að vænta í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gangrýndi Persónuvernd harðlega í pistli sem hann birti á Facebook í gær. Þar sakaði hann stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein. Hann sagði vísindaráð hafa samþykkt umsóknina á nokkrum klukkutímum. Hann segir svörin frá Persónuvernd hafa verið á þá leið að umsóknin yrði afgreidd eftir helgi. Vildi Kári meina að það þýddi að starfsfólk Persónuverndar ynni ekki um helgar þrátt fyrir neyðarástand. Forstjóri Persónuverndar segir það af og frá. „Á föstudaginn, klukkan nákvæmlega 12:45, fengum við erindi frá Vísindasiðanefnd þar sem okkur var tilkynnt að fram væri komin beiðni um umsögn um vísindarannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu. Það sem er óheppilegt í þessu ferli sem viðtók er að við vissum ekki að við ættum von á þessari umsókn á þessum degi. Hún hitti okkur fyrir í miðjum klíðum á þeim verkefnum sem við vorum að sinna. Sama dag bættust áfram við brýn verkefni, meðal annars frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Mitt fólk vann fram eftir á föstudegi og um helgina þurfti líka að sinna þessu verkefni. Það lá alveg ljóst fyrir strax þegar við fengum þetta í hendurnar, sérstaklega eftir því sem leið á föstudaginn og fleiri verkefni bættust við, að við myndum ekki ná að ljúka afgreiðslu samdægurs og það var alveg ljóst að við myndum þurfa helgina til að ná að vinna áfram í þessu. Sem var gert þannig að öll helgina var undir. Svona er staðan, nú erum við á mánudegi og sjáum fram á að ef allt gengur að óskum náum við að koma þessu frá okkur í dag,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga að niðurstöðurnar sem Íslensk erfðagreining ætlar sér að birta brjóti ekki persónuverndarlög. „Það sem hefur verið gæfa Persónuverndar í gegnum árin er að við höfum náð að vinna eftir þeim lögum sem okkur ber að vinna eftir. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar hjá Persónuvernd, alveg frá því undirbúningur nýju persónuverndarlöggjafarinnar tók við og allt sem hefur fylgt á eftir. Með fámennan mannskap hafa ótrúlegir hlutir náðst í gegn. Við höfum náð að fylgja lögunum á þeim mikla hraða og í því mikla ati sem við erum í. Ef við klikkum og er til dæmis að leyfa, hvort sem það eru vísindarannsóknir eða annað, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaklinga í landinu. Ef öryggi persónuverndarupplýsinga er ekki nægjanlega tryggt geta óviðkomandi komist í slíkar upplýsingar. Það skiptir máli að allt sé í lagi þegar verið er að höndla erfðaupplýsingar. Þannig að þrátt fyrir að hafa alvarlega undir mönnuð í alltof langan tíma höfum við náð að tryggja eins vel og okkur hefur verið frekast unnt faglegt starf og afleiðingar þess að misfarið sé með persónuverndarupplýsingar, það ættu mörg nýleg dæmi að sýna fram á það þegar fólk og fyrirtæki þurfa að þola margra milljarða króna sektir þegar ekki er rétt farið með persónuverndarupplýsingar,“ segir Helga.
Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira