Tími fyrir samvinnu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 23. mars 2020 16:58 Við upplifum um þessar mundir tíma sem fá eflaust marga kafla í veraldarsögunni, tíma sem munu hafa áhrif á daglegt líf okkar um nokkra hríð. Við megum ekki faðmast og kyssast, ekki halda fjölmenn matarboð fjölskyldu og vina, verðum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Þetta reynir á okkur öll en er nauðsynlegt til að brjóta keðju veirunnar og stöðva útbreiðslu hennar. Við erum öll almannavarnir. Válynd veður Kórónuveirufaraldurinn bætist við erfiðan vetur hér á Íslandi þar sem veðrið hefur minnt rækilega á sig með stórhríðum og snjóflóðum. Ríkisstjórnin hefur þegar brugðist við þeim veikleikum sem opinberuðust í óveðrinu. Við höfðum einnig lagt grunninn að miklu átaki í fjárfestingum hins opinbera til að mæta fyrirsjáanlegri efnahagslægð. Þær áætlanir eru mikilvægar nú þegar við horfum fram á hrun vegna útbreiðslu veirunnar og þeirra aðgerða sem þjóðir heims hafa ráðist í til að verja heilsu fólks. Kröftug viðspyrna Ríkisstjórnin hefur nú kynnt fyrstu aðgerðir sínar til að verja heimili og fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar en eflaust þarf meira að koma til svo við náum kröftugri viðspyrnu. Hluti af aðgerðunum eru 20 milljarða fjárfestingar ríkisins og opinberra fyrirtækja en þær munu á þessu ári bætast við áður boðaðar framkvæmdir. Fjárfestingaáætlunin er fjölbreytt og tekur til fjölmargra sviða. Stór hluti hennar er stórátak í samgöngum í viðbót við þau 27 milljarða verkefni sem þegar hafði verið ákveðið að bjóða út. Lífsgæði og samgöngur Samgöngur eru mikilvægur þáttur í lífsgæðum okkar, ekki síst þeirra sem búa í hinum dreifðu byggðum. Mikilvægasta markmiðið með samgöngubótum er að draga úr slysum á fólki. Önnur markmið sem höfð eru að leiðarljósi eru að draga úr útblæstri og tengja samfélög um allt land og styrkja byggðir. Öll él birtir um síðir Ég efast ekki eina mínútu um að við komumst í gegnum þetta ef við stöndum saman. Við mætum þessum vanda af yfirvegun og æðruleysi eins og stórhríðunum sem við þekkjum vel. Öll él birtir um síðir. Það kemur vor og það kemur sól og daginn lengir. Við höfum áður tekist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við upplifum um þessar mundir tíma sem fá eflaust marga kafla í veraldarsögunni, tíma sem munu hafa áhrif á daglegt líf okkar um nokkra hríð. Við megum ekki faðmast og kyssast, ekki halda fjölmenn matarboð fjölskyldu og vina, verðum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Þetta reynir á okkur öll en er nauðsynlegt til að brjóta keðju veirunnar og stöðva útbreiðslu hennar. Við erum öll almannavarnir. Válynd veður Kórónuveirufaraldurinn bætist við erfiðan vetur hér á Íslandi þar sem veðrið hefur minnt rækilega á sig með stórhríðum og snjóflóðum. Ríkisstjórnin hefur þegar brugðist við þeim veikleikum sem opinberuðust í óveðrinu. Við höfðum einnig lagt grunninn að miklu átaki í fjárfestingum hins opinbera til að mæta fyrirsjáanlegri efnahagslægð. Þær áætlanir eru mikilvægar nú þegar við horfum fram á hrun vegna útbreiðslu veirunnar og þeirra aðgerða sem þjóðir heims hafa ráðist í til að verja heilsu fólks. Kröftug viðspyrna Ríkisstjórnin hefur nú kynnt fyrstu aðgerðir sínar til að verja heimili og fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar en eflaust þarf meira að koma til svo við náum kröftugri viðspyrnu. Hluti af aðgerðunum eru 20 milljarða fjárfestingar ríkisins og opinberra fyrirtækja en þær munu á þessu ári bætast við áður boðaðar framkvæmdir. Fjárfestingaáætlunin er fjölbreytt og tekur til fjölmargra sviða. Stór hluti hennar er stórátak í samgöngum í viðbót við þau 27 milljarða verkefni sem þegar hafði verið ákveðið að bjóða út. Lífsgæði og samgöngur Samgöngur eru mikilvægur þáttur í lífsgæðum okkar, ekki síst þeirra sem búa í hinum dreifðu byggðum. Mikilvægasta markmiðið með samgöngubótum er að draga úr slysum á fólki. Önnur markmið sem höfð eru að leiðarljósi eru að draga úr útblæstri og tengja samfélög um allt land og styrkja byggðir. Öll él birtir um síðir Ég efast ekki eina mínútu um að við komumst í gegnum þetta ef við stöndum saman. Við mætum þessum vanda af yfirvegun og æðruleysi eins og stórhríðunum sem við þekkjum vel. Öll él birtir um síðir. Það kemur vor og það kemur sól og daginn lengir. Við höfum áður tekist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun