Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 22:00 Haukur Helgi í viðtalinu í dag. Hann talaði frá Rússlandi þar sem hann hefur leikið í tæplega ár. vísir/skjáskot Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. Haukur Helgi og félagar spiluðu leik 7. mars gegn Mónakó í EuroCup en síðan þá hefur deildinni verið frestað. Að minnsta kosti þangað til 10. apríl. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í Sportið í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Hauk sem er í hálfgerðu sóttkví í Rússlandi án kærustu og barns. „Þetta er öðruvísi. Ég hlakkaði mjög til að fá stelpurnar mínar aftur til mín svo þetta er öðruvísi. Við erum í sóttkví. Við förum á æfingu í einn og hálfan tíma og svo er beðið okkur um að vera ekki að fara út að borða né hittast utan körfuboltans,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag: Haukur Helgi frá Rússlandi Hann segir þó að liðið sé í hálfgerðu sóttkví þá eru menn ekkert hættir að æfa. „Við förum á æfingu og förum svo aftur heim. Þetta verður frekar einmanalegt og erfitt. Það er ekkert hægt að gera núna svo maður tekur þetta á kassann og vonast til að fá svör. Óvissan er verst.“ „Að þurfa bíða til 10. apríl til að fá svör frá alþjóðakörfuboltasambandinu og svo fjórum dögum síðar með EuroCup. Það var lið sem dró sig úr keppni núna frá Eistlandi. Maður veit ekki alveg hvað gerist og það er óþægilegast.“ Haukur sér fram til þess tíma að það komi einhver svör en segir skiljanlegt að félagið hleypi sér og öðrum leikmönnum ekki út úr landinu. „Það eru þrjár vikur í að það komi einhver svör og maður skilur félagið líka að vilja halda áfram og þeir eru með sín markmið. Þeir vilja ekkert hleypa fólki heim því þeir vita að þú þarft að fara í sóttkví þar og svo aftur þegar þú kemur til baka.“ „Þá missir þú rosalegan tíma af æfingum ef að þeir myndu ákveða að við myndum halda áfram. Þeir bíða eftir svörum frá embættinu hvað þeir eiga að gera. Þetta er erfið staða fyrir félögin líka. Það er þessi endalausa óvissa sem er óþægilegust,“ sagði Haukur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. Haukur Helgi og félagar spiluðu leik 7. mars gegn Mónakó í EuroCup en síðan þá hefur deildinni verið frestað. Að minnsta kosti þangað til 10. apríl. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í Sportið í dag þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Hauk sem er í hálfgerðu sóttkví í Rússlandi án kærustu og barns. „Þetta er öðruvísi. Ég hlakkaði mjög til að fá stelpurnar mínar aftur til mín svo þetta er öðruvísi. Við erum í sóttkví. Við förum á æfingu í einn og hálfan tíma og svo er beðið okkur um að vera ekki að fara út að borða né hittast utan körfuboltans,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag: Haukur Helgi frá Rússlandi Hann segir þó að liðið sé í hálfgerðu sóttkví þá eru menn ekkert hættir að æfa. „Við förum á æfingu og förum svo aftur heim. Þetta verður frekar einmanalegt og erfitt. Það er ekkert hægt að gera núna svo maður tekur þetta á kassann og vonast til að fá svör. Óvissan er verst.“ „Að þurfa bíða til 10. apríl til að fá svör frá alþjóðakörfuboltasambandinu og svo fjórum dögum síðar með EuroCup. Það var lið sem dró sig úr keppni núna frá Eistlandi. Maður veit ekki alveg hvað gerist og það er óþægilegast.“ Haukur sér fram til þess tíma að það komi einhver svör en segir skiljanlegt að félagið hleypi sér og öðrum leikmönnum ekki út úr landinu. „Það eru þrjár vikur í að það komi einhver svör og maður skilur félagið líka að vilja halda áfram og þeir eru með sín markmið. Þeir vilja ekkert hleypa fólki heim því þeir vita að þú þarft að fara í sóttkví þar og svo aftur þegar þú kemur til baka.“ „Þá missir þú rosalegan tíma af æfingum ef að þeir myndu ákveða að við myndum halda áfram. Þeir bíða eftir svörum frá embættinu hvað þeir eiga að gera. Þetta er erfið staða fyrir félögin líka. Það er þessi endalausa óvissa sem er óþægilegust,“ sagði Haukur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira