Viðspyrna fyrir Ísland - karamelluflug ríkisstjórnar Tómas Ellert Tómasson skrifar 24. mars 2020 08:00 Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars sl. ályktun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga, til að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19 heimsfaraldurins. Í ályktuninni eru Alþingi og ríkisstjórn Íslands hvött til að leita allra leiða í þeirri viðleitni að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19. Í ályktunni segir meðal annars: „Kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi er ógn við tekjustofna sveitarfélaga. Þegar í ofanálag eru horfur á verulegu hökti hagkerfisins, í kjölfar þess heimsfaraldurs sem nú ríður yfir landið, verður að grípa til róttækra aðgerða til að verja störf. Djúpfrysting hagkerfis, með tilheyrandi tekjutapi fyrir landsmenn, sveitarfélög og ríki, er ástand sem enginn vill upplifa aftur. Gríðarleg uppsöfnun á fjárfestingaþörf hins opinbera og góð staða ríkissjóðs fela nú í sér tækifæri til sóknar. Með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantar og þannig mætti verja störfin. Varanleg niðurfelling virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum og tímabundin niðurfelling virðisaukaskatts af öðrum nýframkvæmdum sveitarfélaga myndu gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum,“ Nokkrum dögum áður hafði Svf. Árborg tekið saman lista, að beiðni ríkisstjórnarinnar, yfir opinberar framkvæmdir sem mögulegt væri að flýta á Árborgarsvæðinu og leggja til flýtiframkvæmdaátaks. Á listanum voru nálægt tuttugu framkvæmdir fyrir um 30 milljarða króna sem allar eru komnar áleiðis í undirbúningi, hönnun eða í framkvæmd að hluta eða öllu leyti. Karamelluflug ríkisstjórnar Rétt eins og líklega fleiri bæjarfulltrúar beið ég spenntur eftir blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar sl. laugardag þar sem kynna átti markvissar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Kynnt var aðgerðaráætlun í 10 liðum. „Vonbrigði“ er það orð sem best lýsir upplifuninni af boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni er ekki að sjá að ríkið óski eftir þátttöku og samstarfi við sveitarfélögin í landinu til að lágmarka það efnahagslega tjón sem óhjákvæmilega verður af völdum heimsfaraldurins og að því marki að verja störfin. Undir liðnum fjárfestingaátak kemur ekkert nýtt fram sem ekki hefur verið boðað áður. Engin merki sjást um að virðisaukaskattur verði felldur varanlega niður af fráveituframkvæmdum né að virðisaukaskattur af nýframkvæmdum sveitarfélaga verði felldur niður tímabundið, tvær einfaldar aðgerðir sem myndu gefa sveitarfélögum landsins aukið svigrúm til þátttöku í viðspyrnunni og koma má í framkvæmd með einu pennastriki af hendi fjármálaráðherra. Það má helst ráða af þessari aðgerðaráætlun að ríkisstjórnin sé á engan hátt áfjáð í samstarf við sveitarfélögin í landinu um að örva efnahagskerfið til að lágmarka efnahagslegt tjón sem og verja störfin. Þess í stað má sjá aðgerðir sem minna einna helst á karamelluflug á þjóðhátíðardaginn, svo sem rafræn gjafabréf til þjóðarinnar - ígildi heimsendingartilboðs frá Pizzastað. Því miður er „Stærsta efnahagslega aðgerð sögunnar“ mikil vonbrigði fyrir sveitarfélögin í landinu og eftir situr spurninginn: „Af hverju lá ríkisstjórninni svona mikið á að fá lista yfir mögulegar flýtiframkvæmdir frá sveitarfélögunum þegar engin merki sjást um að tekið hafi verið tillit til hugmynda þeirra í viðspyrnunni fyrir Ísland? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars sl. ályktun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga, til að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19 heimsfaraldurins. Í ályktuninni eru Alþingi og ríkisstjórn Íslands hvött til að leita allra leiða í þeirri viðleitni að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19. Í ályktunni segir meðal annars: „Kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi er ógn við tekjustofna sveitarfélaga. Þegar í ofanálag eru horfur á verulegu hökti hagkerfisins, í kjölfar þess heimsfaraldurs sem nú ríður yfir landið, verður að grípa til róttækra aðgerða til að verja störf. Djúpfrysting hagkerfis, með tilheyrandi tekjutapi fyrir landsmenn, sveitarfélög og ríki, er ástand sem enginn vill upplifa aftur. Gríðarleg uppsöfnun á fjárfestingaþörf hins opinbera og góð staða ríkissjóðs fela nú í sér tækifæri til sóknar. Með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantar og þannig mætti verja störfin. Varanleg niðurfelling virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum og tímabundin niðurfelling virðisaukaskatts af öðrum nýframkvæmdum sveitarfélaga myndu gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum,“ Nokkrum dögum áður hafði Svf. Árborg tekið saman lista, að beiðni ríkisstjórnarinnar, yfir opinberar framkvæmdir sem mögulegt væri að flýta á Árborgarsvæðinu og leggja til flýtiframkvæmdaátaks. Á listanum voru nálægt tuttugu framkvæmdir fyrir um 30 milljarða króna sem allar eru komnar áleiðis í undirbúningi, hönnun eða í framkvæmd að hluta eða öllu leyti. Karamelluflug ríkisstjórnar Rétt eins og líklega fleiri bæjarfulltrúar beið ég spenntur eftir blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar sl. laugardag þar sem kynna átti markvissar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Kynnt var aðgerðaráætlun í 10 liðum. „Vonbrigði“ er það orð sem best lýsir upplifuninni af boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni er ekki að sjá að ríkið óski eftir þátttöku og samstarfi við sveitarfélögin í landinu til að lágmarka það efnahagslega tjón sem óhjákvæmilega verður af völdum heimsfaraldurins og að því marki að verja störfin. Undir liðnum fjárfestingaátak kemur ekkert nýtt fram sem ekki hefur verið boðað áður. Engin merki sjást um að virðisaukaskattur verði felldur varanlega niður af fráveituframkvæmdum né að virðisaukaskattur af nýframkvæmdum sveitarfélaga verði felldur niður tímabundið, tvær einfaldar aðgerðir sem myndu gefa sveitarfélögum landsins aukið svigrúm til þátttöku í viðspyrnunni og koma má í framkvæmd með einu pennastriki af hendi fjármálaráðherra. Það má helst ráða af þessari aðgerðaráætlun að ríkisstjórnin sé á engan hátt áfjáð í samstarf við sveitarfélögin í landinu um að örva efnahagskerfið til að lágmarka efnahagslegt tjón sem og verja störfin. Þess í stað má sjá aðgerðir sem minna einna helst á karamelluflug á þjóðhátíðardaginn, svo sem rafræn gjafabréf til þjóðarinnar - ígildi heimsendingartilboðs frá Pizzastað. Því miður er „Stærsta efnahagslega aðgerð sögunnar“ mikil vonbrigði fyrir sveitarfélögin í landinu og eftir situr spurninginn: „Af hverju lá ríkisstjórninni svona mikið á að fá lista yfir mögulegar flýtiframkvæmdir frá sveitarfélögunum þegar engin merki sjást um að tekið hafi verið tillit til hugmynda þeirra í viðspyrnunni fyrir Ísland? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun