Kóvitar, sérfræðingar og óvitar Einar Steingrímsson skrifar 24. mars 2020 17:30 Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði né tölfræði, og sú stærðfræðikunnátta mín sem hér skiptir máli er ekkert umfram það sem fyrstaársnemar í verkfræði þurfa að ráða við. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda. Skiljanlega hefur margt fólk áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum, og af því hvort yfirvöld séu að bregðast við með besta mögulega hætti. Eðlilega koma upp efasemdir um viðbrögðin, enda ekki til nein þrautreynd uppskrift að því hvernig best sé að bregðast við þessari veiru. Þess vegna er óskynsamlegt að ráðast með offorsi á það fólk sem leyfir sér að viðra slíkar efasemdir, jafnvel þótt sumt af því færi fram rök sem auðvelt er að sjá að halda ekki vatni. Í þeim tilfellum væri betra að þau sem sjá mistökin reyndu að útskýra þau fyrir viðkomandi. Auðvitað eru meðal þeirra sem flagga órökréttum staðhæfingum fólk sem ætti að vita betur, og fólk sem virðist bókstaflega tala gegn því sem ætti að vera betri vitund þess, ef það hugsaði gagnrýnið um staðhæfingar sínar. Og vissulega er það fólk að vinna óþurftaverk með því að rugla umræðuna, og sjálfsagt er að skamma það, að ekki sé minnst á stórhættulegar ráðleggingar eins og þá að nota klór sem meðal við veirunni. En sá hroki sem sumt fólk sýnir – meðal þeirra sem hafa til að bera þekkingu til að sjá í gegnum augljós mistök í röksemdafærslum leikmanna – er ekki líklegur til að hjálpa því fólki til skilnings, né heldur hinum, sem fylgast með umræðunum og hallast að kenningum sem eru illa undirbyggðar eða jafnvel tóm þvæla. Margt af því fólki sem hefur sæmilegan skilning á grundvallaratriðunum gerir sig sjálft stundum sekt um sams konar mistök. Sum þeirra sem hafa hraunað yfir "kóvita" hafa sjálf til dæmis vitnað í áhugaverða grein eftir stærðfræðinginn Pawel Bartoszek, til stuðnings þeirri staðhæfingu að rétt sé að treysta íslenskum sóttvarnayfirvöldum, af því þau séu augljóslega að standa sig vel. Mér skilst að meira segja sóttvarnalæknirinn sjálfur hafi nefnt þessa grein máli sínu til stuðnings. Í grein Pawels er haldið fram að ekkert Evrópuland hafi tafið faraldurinn betur en Ísland. Gögnin sem vísað er í virðast líka sýna það. En hér eru forsendurnar afar einfaldar, bara skoðaður hraðinn á fjölgun smita eftir að hundraðasta smitið fannst í hverju landi. Augljós veikleiki er t.d. að fjöldi greindra smita segir ekki endilega hversu mörg smitin í viðkomandi landi voru i raun á þeim tíma. Auk þess má gera ráð fyrir að máli skipti hvernig fyrstu hundrað smitin dreifðust í tíma og rúmi í hverju landi. Umfram allt eru gögnin enn svo lítil að ekki er hægt að draga miklar ályktanir um aðgerðir sem eiga að skila árangri eftir talsverðan tíma. Þetta er ekki sagt Pawel til hnjóðs; grein hans er áhugaverð og upplýsandi fyrir umræðuna. Hins vegar er óverjandi að hampa þessari greiningu sem sönnun þess að íslensku yfirvöldin séu að standa sig vel (sem Pawel gerir ekki beinlínis í greininni); sú röksemdafærsla er lítið skárri en margt af því sem „kóvitar“ hafa haldið fram. Ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að sérfræðingar heimsins hafa mjög ólíkar skoðanir á hver séu skynsamlegustu viðbrögðin. Hér og hér má til dæmis sjá gerólíka afstöðu sérfræðinga. Sú staðreynd sýnir að það sé óskynsamlegt að treysta yfirvöldum í blindni. Þess vegna er sjálfsagt að almenningur spyrji áleitinna spurninga (sem fjölmiðlar mættu líka vera mun duglegri í), og eðlilegt að ætlast til skýrra svara yfirvalda við þeim spurningum. Ef við viljum vera "öll í þessu saman", þá þurfa þau sem telja sig vita betur en önnur að sýna umburðarlyndi og vilja til að rökræða á hrokalausan hátt við hin sem minni þekkingu hafa. Það er skemmtilegur orðaleikur, og ekki alltaf óviðeigandi, að uppnefna þau kóvita sem þykjast vera með á hreinu hver þróunin verði og hvernig eigi að standa að vörnunum, án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En gleymum því ekki að við erum öll óvitar á þessu sviði í þeim skilningi að það er ekki til áreiðanleg sérfræðiþekking um hvernig best sé að bregðast við. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði né tölfræði, og sú stærðfræðikunnátta mín sem hér skiptir máli er ekkert umfram það sem fyrstaársnemar í verkfræði þurfa að ráða við. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda. Skiljanlega hefur margt fólk áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum, og af því hvort yfirvöld séu að bregðast við með besta mögulega hætti. Eðlilega koma upp efasemdir um viðbrögðin, enda ekki til nein þrautreynd uppskrift að því hvernig best sé að bregðast við þessari veiru. Þess vegna er óskynsamlegt að ráðast með offorsi á það fólk sem leyfir sér að viðra slíkar efasemdir, jafnvel þótt sumt af því færi fram rök sem auðvelt er að sjá að halda ekki vatni. Í þeim tilfellum væri betra að þau sem sjá mistökin reyndu að útskýra þau fyrir viðkomandi. Auðvitað eru meðal þeirra sem flagga órökréttum staðhæfingum fólk sem ætti að vita betur, og fólk sem virðist bókstaflega tala gegn því sem ætti að vera betri vitund þess, ef það hugsaði gagnrýnið um staðhæfingar sínar. Og vissulega er það fólk að vinna óþurftaverk með því að rugla umræðuna, og sjálfsagt er að skamma það, að ekki sé minnst á stórhættulegar ráðleggingar eins og þá að nota klór sem meðal við veirunni. En sá hroki sem sumt fólk sýnir – meðal þeirra sem hafa til að bera þekkingu til að sjá í gegnum augljós mistök í röksemdafærslum leikmanna – er ekki líklegur til að hjálpa því fólki til skilnings, né heldur hinum, sem fylgast með umræðunum og hallast að kenningum sem eru illa undirbyggðar eða jafnvel tóm þvæla. Margt af því fólki sem hefur sæmilegan skilning á grundvallaratriðunum gerir sig sjálft stundum sekt um sams konar mistök. Sum þeirra sem hafa hraunað yfir "kóvita" hafa sjálf til dæmis vitnað í áhugaverða grein eftir stærðfræðinginn Pawel Bartoszek, til stuðnings þeirri staðhæfingu að rétt sé að treysta íslenskum sóttvarnayfirvöldum, af því þau séu augljóslega að standa sig vel. Mér skilst að meira segja sóttvarnalæknirinn sjálfur hafi nefnt þessa grein máli sínu til stuðnings. Í grein Pawels er haldið fram að ekkert Evrópuland hafi tafið faraldurinn betur en Ísland. Gögnin sem vísað er í virðast líka sýna það. En hér eru forsendurnar afar einfaldar, bara skoðaður hraðinn á fjölgun smita eftir að hundraðasta smitið fannst í hverju landi. Augljós veikleiki er t.d. að fjöldi greindra smita segir ekki endilega hversu mörg smitin í viðkomandi landi voru i raun á þeim tíma. Auk þess má gera ráð fyrir að máli skipti hvernig fyrstu hundrað smitin dreifðust í tíma og rúmi í hverju landi. Umfram allt eru gögnin enn svo lítil að ekki er hægt að draga miklar ályktanir um aðgerðir sem eiga að skila árangri eftir talsverðan tíma. Þetta er ekki sagt Pawel til hnjóðs; grein hans er áhugaverð og upplýsandi fyrir umræðuna. Hins vegar er óverjandi að hampa þessari greiningu sem sönnun þess að íslensku yfirvöldin séu að standa sig vel (sem Pawel gerir ekki beinlínis í greininni); sú röksemdafærsla er lítið skárri en margt af því sem „kóvitar“ hafa haldið fram. Ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að sérfræðingar heimsins hafa mjög ólíkar skoðanir á hver séu skynsamlegustu viðbrögðin. Hér og hér má til dæmis sjá gerólíka afstöðu sérfræðinga. Sú staðreynd sýnir að það sé óskynsamlegt að treysta yfirvöldum í blindni. Þess vegna er sjálfsagt að almenningur spyrji áleitinna spurninga (sem fjölmiðlar mættu líka vera mun duglegri í), og eðlilegt að ætlast til skýrra svara yfirvalda við þeim spurningum. Ef við viljum vera "öll í þessu saman", þá þurfa þau sem telja sig vita betur en önnur að sýna umburðarlyndi og vilja til að rökræða á hrokalausan hátt við hin sem minni þekkingu hafa. Það er skemmtilegur orðaleikur, og ekki alltaf óviðeigandi, að uppnefna þau kóvita sem þykjast vera með á hreinu hver þróunin verði og hvernig eigi að standa að vörnunum, án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En gleymum því ekki að við erum öll óvitar á þessu sviði í þeim skilningi að það er ekki til áreiðanleg sérfræðiþekking um hvernig best sé að bregðast við. Höfundur er stærðfræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar