Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 10:00 Kylian Mbappé gæti verið á leið til Real Madrid í framtíðinni, fyrir mun lægra verð en áður. vísir/getty Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. Daniel Cohn-Bendit er einn af fulltrúum Frakka á Evrópuþinginu. Hann kom inn á knattspyrnuhlið kórónuveirukrísunnar í pistli sínum í Ouest France. „Þegar að kórónuveirukrísunni lýkur mun Mbappé ekki vera metinn á meira en 35-40 milljónir evra, í stað 200 áður,“ skrifar Cohn-Bendit. Félög í bestu deildum Evrópu ramba jafnvel á barmi gjaldþrots og enn óvíst hvenær keppni getur hafist að nýju, og hvað þá fyrir framan áhorfendur. „Og hver mun hafa efni á að kaupa hann? Þessi krísa mun stöðva fáránleikann í afreksíþróttum. Þetta er eins og kjarnorkustyrjöld og það þarf að byggja allt upp að nýju, á öðrum grunni. Það verða settar reglur og það er nauðsynlegt að ganga lengra í að setja launaþak. Þetta endurskipulag mun ekki bara hafa áhrif á laun leikmanna heldur líka auglýsingasamninga. Við verðum að brjóta upp þetta umboðsmannakerfi, sem stuðlar að óeðlilega dýrum viðskiptum í fótboltanum. Ég held að leikmenn muni ekki hafa það neitt verra þó að þeir fái lægri laun,“ segir Cohn-Bendit. Samkvæmt AS hafði Real Madrid gert ráð fyrir að kaupa Mbappé sumarið 2021, þegar hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum við PSG. Þá ætti staðan að vera skýrari en núna, og forráðamönnum Real Madrid mun vera mjög létt að hafa ekki verið búnir að gera samning um að greiða himinháar fjárhæðir fyrir Frakkann. Franski boltinn Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00 Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. Daniel Cohn-Bendit er einn af fulltrúum Frakka á Evrópuþinginu. Hann kom inn á knattspyrnuhlið kórónuveirukrísunnar í pistli sínum í Ouest France. „Þegar að kórónuveirukrísunni lýkur mun Mbappé ekki vera metinn á meira en 35-40 milljónir evra, í stað 200 áður,“ skrifar Cohn-Bendit. Félög í bestu deildum Evrópu ramba jafnvel á barmi gjaldþrots og enn óvíst hvenær keppni getur hafist að nýju, og hvað þá fyrir framan áhorfendur. „Og hver mun hafa efni á að kaupa hann? Þessi krísa mun stöðva fáránleikann í afreksíþróttum. Þetta er eins og kjarnorkustyrjöld og það þarf að byggja allt upp að nýju, á öðrum grunni. Það verða settar reglur og það er nauðsynlegt að ganga lengra í að setja launaþak. Þetta endurskipulag mun ekki bara hafa áhrif á laun leikmanna heldur líka auglýsingasamninga. Við verðum að brjóta upp þetta umboðsmannakerfi, sem stuðlar að óeðlilega dýrum viðskiptum í fótboltanum. Ég held að leikmenn muni ekki hafa það neitt verra þó að þeir fái lægri laun,“ segir Cohn-Bendit. Samkvæmt AS hafði Real Madrid gert ráð fyrir að kaupa Mbappé sumarið 2021, þegar hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum við PSG. Þá ætti staðan að vera skýrari en núna, og forráðamönnum Real Madrid mun vera mjög létt að hafa ekki verið búnir að gera samning um að greiða himinháar fjárhæðir fyrir Frakkann.
Franski boltinn Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00 Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00
Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00