Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2020 19:50 Á daglegum blaðamannafundi var spurt um réttindi þeirra sem tilheyra viðkvæmum hópum og eiga í aukinni hættu á að veikjast alvarlega vegna kórónuveirunnar. Ljósmynd/Lögreglan Í umræðum um réttindi fólks sem tilheyrir viðkvæmum hópum sagði sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag að fólki með alvarlega sjúkdóma sé ráðlagt að fara í verndarsóttkví. Vísaði hann til alvarlegra lungnasjúkdóma en sagði þetta ekki eiga til dæmis við um hefðbundinn astma. „Við erum ekki að skipa fólki að fara í [verndarsóttkví], heldur erum við að biðla til fólks. Á því byggja allar okkar tillögur og ráðleggingar til fólks; að það finni það, skilji það og vilji gera þetta. Þannig erum við að gera þetta með alla viðkvæma hópa,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Þannig er fólk háð velvilja vinnuveitanda að halda launum í slíku verndarsóttkví, að því gefnu að það geti ekki unnið heima, enda er ekki hægt að fá veikindavottorð. Það staðfesti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á þessum sama fundi í dag. „Það er auðvitað hægt að skrifa vottorð þar sem staðfestist að einstaklingur sé með sjúkdóm en í sjálfu sér er fólk ekki veikt,“ sagði Óskar Reykdalsson. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Fréttastofu hefur borist bréf frá fólki sem tilheyrir þessum viðkvæmu hópum. Til dæmis frá fólki sem er á ónæmisbælandi lyfjum eða með öndunarfærasjúkdóma. Margir hverjir eru á atvinnumarkaði en vegna sjúkdóms síns vilja ekki vera meðal fólks. Einhverjir hafa bent á að það skjóti skökku við að þeir sem velji sjálfir að fara til útlanda í skíðaferð, jafnvel vitandi af hættunni og sóttkvískyldunni, fái laun í tvær vikur í sóttkví á meðan þeir sem eru í aukinni hættu vegna veirunnar fái ekki laun. Á upplýsingafundinum í dag sagði almannavarnateymið að málið væri í skoðun. Sömuleiðis sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ráðuneytið vera að skoða þessi mál. Fréttastofa mun fylgjast með framvindu mála næstu daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Í umræðum um réttindi fólks sem tilheyrir viðkvæmum hópum sagði sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag að fólki með alvarlega sjúkdóma sé ráðlagt að fara í verndarsóttkví. Vísaði hann til alvarlegra lungnasjúkdóma en sagði þetta ekki eiga til dæmis við um hefðbundinn astma. „Við erum ekki að skipa fólki að fara í [verndarsóttkví], heldur erum við að biðla til fólks. Á því byggja allar okkar tillögur og ráðleggingar til fólks; að það finni það, skilji það og vilji gera þetta. Þannig erum við að gera þetta með alla viðkvæma hópa,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Þannig er fólk háð velvilja vinnuveitanda að halda launum í slíku verndarsóttkví, að því gefnu að það geti ekki unnið heima, enda er ekki hægt að fá veikindavottorð. Það staðfesti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á þessum sama fundi í dag. „Það er auðvitað hægt að skrifa vottorð þar sem staðfestist að einstaklingur sé með sjúkdóm en í sjálfu sér er fólk ekki veikt,“ sagði Óskar Reykdalsson. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Fréttastofu hefur borist bréf frá fólki sem tilheyrir þessum viðkvæmu hópum. Til dæmis frá fólki sem er á ónæmisbælandi lyfjum eða með öndunarfærasjúkdóma. Margir hverjir eru á atvinnumarkaði en vegna sjúkdóms síns vilja ekki vera meðal fólks. Einhverjir hafa bent á að það skjóti skökku við að þeir sem velji sjálfir að fara til útlanda í skíðaferð, jafnvel vitandi af hættunni og sóttkvískyldunni, fái laun í tvær vikur í sóttkví á meðan þeir sem eru í aukinni hættu vegna veirunnar fái ekki laun. Á upplýsingafundinum í dag sagði almannavarnateymið að málið væri í skoðun. Sömuleiðis sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ráðuneytið vera að skoða þessi mál. Fréttastofa mun fylgjast með framvindu mála næstu daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira