Loðnubrestur í veldisvexti Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. apríl 2020 12:00 „Loðnan finnst ekki, eins og óttast hefur verið undanfarnar vikur, og íslensk uppsjávarfyrirtæki búa sig undir að mæta verkefnaleysi sem því fylgir með því að draga saman seglin. Loðnubrestur er mikið högg, ekki bara fyrir fyrirtækin í greininni heldur samfélagið allt. Ætli ríkissjóður sé ekki að verða af einhverjum fjórum til fimm milljörðum. Útflutningsverðmæti loðnu í fyrra nam tæpum 18 milljörðum króna og hefur loðnan að jafnaði verið næstverðmætasta útflutningstegund íslensks sjávarútvegs síðustu ár.“ (Frétt á Mbl.is, 19. mars 2019) Fréttir á borð við þessa eru jafn sjálfsagðar fyrir íslenska þjóð eins og hafragrautur og lýsi á morgnana. Ísland átti öldum saman allt undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Hvert mannsbarn vissi og veit hvað aflabrestur þýðir fyrir afkomu þjóðarinnar. Ný breyta í jöfnunni Í áratugi hefur hagstjórn tekið mið af gengi sjávarútvegs. Ríkisstjórnir hafa haldið velli og fallið eftir því hvernig áraði í sjávarútvegi. Þá hafa sérstök lög hafa verið smíðuð til varnar starfsmönnum og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Má þar nefna lög nr. 51/1995, um rétt vinnuveitenda til að sækja greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna tímabundinnar vinnslustöðvunar sökum hráefnisskorts. En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta. Högg af annarri stærðargráðu Eins og allir vita, þá hefur ferðaþjónusta á Íslandi og í heiminum öllum, nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum. Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum. „Aflabresturinn er algjör“ var eitt sinn sagt. Í fyrra námu gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu um 470 milljörðum króna. Ef tekjufallið verður algjört er það sambærilegt við tvo loðnubrestiá mánuði í heilt ár. Ríkissjóður gæti orðið fyrir 60 milljarða króna tekjutapi hvað varðar beinar skatttekjur frá ferðaþjónustu auk tugmilljarða sem rekja má til umsvifa í greinum tengdum ferðaþjónustu. Gripið hefur verið til sértækra og róttækra aðgerða til „hjálpar“ af minna tilefni. Dugir ekki að vera duglegur Ferðaþjónusta er að sjálfsögðu ekki eina atvinnugreinin sem verður fyrir höggi. En hún verður fyrir langmesta högginu. Það er ekki hægt að frysta ferðaþjónustu og selja hana síðar, þegar betur árar. Það er ekki hægt að setja hana upp í hillu og bíða eftir að eftirspurn glæðist. Það er ekki hægt að vera duglegur og vinna tímabundið aðeins meira og ná með því inn aukinni veltu vegna tímabundinnar lokunar fyrirtækja. Ferðaþjónustufyrirtæki geta flest ekki aðlagað sína þjónustu og selt hana öðrum en erlendum ferðamönnum. Innanlandsmarkaðurinn er lítill og verður í besta falli dropi í hafið, hvað eftirspurn varðar. Hver dagur felur í sér tapaðar tekjur. Sértækar aðgerðir nauðsynlegar Nú þarf sértækar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Koma þeim í skjól meðan Covid-19 hrellir heimsbyggðina – binda skipin einfaldlega við bryggju. Það fer enginn á sjó með tilheyrandi kostnaði, þegar öllum er ljóst að ekkert fiskast. Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum. Ferðaþjónusta landsins má ekki verða það löskuð, að hún muni ekki verða í stakk búin til að veita þá viðspyrnu sem við munum sárlega þurfa á að halda. Þekking, reynsla og viðskiptasambönd að ógleymdri ástríðu og eldmóði frumkvöðla og fjölskyldna um land allt mun tapast úr greininni, með skelfilegum afleiðingum. Allra hagur Það er vinsæl samlíking þessa dagana að við séum öll á sama báti og það er vissulega rétt. Nú er það hagur allra að setja ferðaþjónustuna í öndunarvél. Ríkisins, sveitarfélaganna, atvinnulífsins og ekki síst launþega og heimila í landinu. Allt er þetta ein heild - sem lítur á endanum sömu lögmálum. Það ætti að vera augljóst. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Sjá meira
„Loðnan finnst ekki, eins og óttast hefur verið undanfarnar vikur, og íslensk uppsjávarfyrirtæki búa sig undir að mæta verkefnaleysi sem því fylgir með því að draga saman seglin. Loðnubrestur er mikið högg, ekki bara fyrir fyrirtækin í greininni heldur samfélagið allt. Ætli ríkissjóður sé ekki að verða af einhverjum fjórum til fimm milljörðum. Útflutningsverðmæti loðnu í fyrra nam tæpum 18 milljörðum króna og hefur loðnan að jafnaði verið næstverðmætasta útflutningstegund íslensks sjávarútvegs síðustu ár.“ (Frétt á Mbl.is, 19. mars 2019) Fréttir á borð við þessa eru jafn sjálfsagðar fyrir íslenska þjóð eins og hafragrautur og lýsi á morgnana. Ísland átti öldum saman allt undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Hvert mannsbarn vissi og veit hvað aflabrestur þýðir fyrir afkomu þjóðarinnar. Ný breyta í jöfnunni Í áratugi hefur hagstjórn tekið mið af gengi sjávarútvegs. Ríkisstjórnir hafa haldið velli og fallið eftir því hvernig áraði í sjávarútvegi. Þá hafa sérstök lög hafa verið smíðuð til varnar starfsmönnum og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Má þar nefna lög nr. 51/1995, um rétt vinnuveitenda til að sækja greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna tímabundinnar vinnslustöðvunar sökum hráefnisskorts. En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta. Högg af annarri stærðargráðu Eins og allir vita, þá hefur ferðaþjónusta á Íslandi og í heiminum öllum, nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum. Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum. „Aflabresturinn er algjör“ var eitt sinn sagt. Í fyrra námu gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu um 470 milljörðum króna. Ef tekjufallið verður algjört er það sambærilegt við tvo loðnubrestiá mánuði í heilt ár. Ríkissjóður gæti orðið fyrir 60 milljarða króna tekjutapi hvað varðar beinar skatttekjur frá ferðaþjónustu auk tugmilljarða sem rekja má til umsvifa í greinum tengdum ferðaþjónustu. Gripið hefur verið til sértækra og róttækra aðgerða til „hjálpar“ af minna tilefni. Dugir ekki að vera duglegur Ferðaþjónusta er að sjálfsögðu ekki eina atvinnugreinin sem verður fyrir höggi. En hún verður fyrir langmesta högginu. Það er ekki hægt að frysta ferðaþjónustu og selja hana síðar, þegar betur árar. Það er ekki hægt að setja hana upp í hillu og bíða eftir að eftirspurn glæðist. Það er ekki hægt að vera duglegur og vinna tímabundið aðeins meira og ná með því inn aukinni veltu vegna tímabundinnar lokunar fyrirtækja. Ferðaþjónustufyrirtæki geta flest ekki aðlagað sína þjónustu og selt hana öðrum en erlendum ferðamönnum. Innanlandsmarkaðurinn er lítill og verður í besta falli dropi í hafið, hvað eftirspurn varðar. Hver dagur felur í sér tapaðar tekjur. Sértækar aðgerðir nauðsynlegar Nú þarf sértækar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Koma þeim í skjól meðan Covid-19 hrellir heimsbyggðina – binda skipin einfaldlega við bryggju. Það fer enginn á sjó með tilheyrandi kostnaði, þegar öllum er ljóst að ekkert fiskast. Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum. Ferðaþjónusta landsins má ekki verða það löskuð, að hún muni ekki verða í stakk búin til að veita þá viðspyrnu sem við munum sárlega þurfa á að halda. Þekking, reynsla og viðskiptasambönd að ógleymdri ástríðu og eldmóði frumkvöðla og fjölskyldna um land allt mun tapast úr greininni, með skelfilegum afleiðingum. Allra hagur Það er vinsæl samlíking þessa dagana að við séum öll á sama báti og það er vissulega rétt. Nú er það hagur allra að setja ferðaþjónustuna í öndunarvél. Ríkisins, sveitarfélaganna, atvinnulífsins og ekki síst launþega og heimila í landinu. Allt er þetta ein heild - sem lítur á endanum sömu lögmálum. Það ætti að vera augljóst. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun