Urðu vör við mikla óeiningu varðandi skólahald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2020 10:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í gær. Mynd/Lögreglan Landlæknir og sóttvarnalæknir urðu varir við mikla óeiningu og mismunandi skoðanir, bæði á meðal kennara og foreldra, varðandi það hvernig skólastarfi í leik- og grunnskólum er nú háttað vegna samkomubannsins. Þess vegna sendu þau bréf í vikunni til skólastjórnenda, kennara og foreldra þar sem þau áréttuðu mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi sem samkomubannið setur. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að með bréfinu hefðu þau landlæknir viljað árétta þá fyrri afstöðu að ekki væri talin þörf á að loka leik- og grunnskólum alfarið. Ákvörðunin væri byggð á því að það væri mikilvægt að halda skólum opnum fyrir velferð barna sem og fyrir vinnuframlag heilbrigðisstétta og annarra í framlínustörfum. Þá væri jafnframt talið að með þeim leiðum sem farnar hafa verið hér með takmörkunum á skólastarfi þá væri hvorki heilsu barna né kennara ógnað. „Við viljum þakka kennurum fyrir þeirra framlag í þessa baráttu og hvetjum þá áfram til dáða,“ sagði Þórólfur. Bréfið sem Alma og Þórólfur sendu í vikunni til að árétta fyrri ákvarðanir og röksemdir varðandi skólahald í samkomubanni. Þórólfur sagði ekkert endanlegt í þessum efnum heldur væri aðferðafræði yfirvalda, nálganir og leiðbeiningar nánast endurskoðaðar nánast daglega í ljósi nýrra upplýsinga, en eins og staðan hafi verið og væri núna þá væru mun fleiri kostir við það að halda skólunum opnum með þeim takmörkunum sem eru í gildi. „En ef faraldurinn yrði útbreiddari og meiri meðal barna þá er kominn tími til að endurskoða það,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvers vegna gripið var til þess ráðs að senda fyrrnefnt bréf til foreldra, kennara og skólastjórnenda sagði sóttvarnalæknir: „Ástæðan er sú að við urðum vör við það að það var mikil óeining og menn voru ósáttir og það voru mismunandi skoðanir sem komu upp, bæði meðal kennara og líka annars staðar frá, meðal foreldra og svo framvegis þannig að við vildum bara hnykkja á okkar fyrri afstöðu og fyrri röksemdum fyrir þessu og af hverju við teljum þetta vera mikilvægt.“ Alma Möller, landlæknir, tók undir orð Þórólfs og kvaðst skilja áhyggjur allra en benti jafnframt á að það virðist fátítt að börn smitis af kórónuveirunni. „Þannig að það eru auðvitað mjög jákvæðar fréttir inn í þessa umræðu,“ sagði Alma. Í löndunum í kringum okkur hefur skólum verið lokað. Þórólfur sagði útfærslur í baráttunni við veiruna mismunandi. Hér á landi hafi verið brugðist hratt og örugglega við og því óhætt að beita mildari aðferðum. Nemendur á leið í Hlíðaskóla í morgun.Vísir/Sigurjón „Og þau lönd sem eru hreinlega að loka öllu það eru þau lönd sem hafa gert mjög lítið framan af og eru allt í einu að vakna upp við vondan draum um það að faraldurinn er kominn af stað og þá grípa þau til svona harðra aðgerða. Við höfum viljað fara aðra leið, aðeins mildari leið, byrja strax í byrjun með tiltölulega harðar aðgerðir og vonast til þess að það myndi skila okkur og ég held að það sé vænlegri leið fyrir okkur.“ Landlæknir tók undir þetta og sagði jafnframt að sóttvarnalæknir hefði verið mjög staðfastur í öllum aðgerðum sem gripið hefur verið til og samkvæmur sjálfum sér, til dæmis varðandi skólahald. Þá benti Þórólfur einnig á að ný úttekt frá Sóttvarnastofnun Evrópu mælti ekkert sérstaklega með skólalokun til að hefta útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Landlæknir og sóttvarnalæknir urðu varir við mikla óeiningu og mismunandi skoðanir, bæði á meðal kennara og foreldra, varðandi það hvernig skólastarfi í leik- og grunnskólum er nú háttað vegna samkomubannsins. Þess vegna sendu þau bréf í vikunni til skólastjórnenda, kennara og foreldra þar sem þau áréttuðu mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi sem samkomubannið setur. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að með bréfinu hefðu þau landlæknir viljað árétta þá fyrri afstöðu að ekki væri talin þörf á að loka leik- og grunnskólum alfarið. Ákvörðunin væri byggð á því að það væri mikilvægt að halda skólum opnum fyrir velferð barna sem og fyrir vinnuframlag heilbrigðisstétta og annarra í framlínustörfum. Þá væri jafnframt talið að með þeim leiðum sem farnar hafa verið hér með takmörkunum á skólastarfi þá væri hvorki heilsu barna né kennara ógnað. „Við viljum þakka kennurum fyrir þeirra framlag í þessa baráttu og hvetjum þá áfram til dáða,“ sagði Þórólfur. Bréfið sem Alma og Þórólfur sendu í vikunni til að árétta fyrri ákvarðanir og röksemdir varðandi skólahald í samkomubanni. Þórólfur sagði ekkert endanlegt í þessum efnum heldur væri aðferðafræði yfirvalda, nálganir og leiðbeiningar nánast endurskoðaðar nánast daglega í ljósi nýrra upplýsinga, en eins og staðan hafi verið og væri núna þá væru mun fleiri kostir við það að halda skólunum opnum með þeim takmörkunum sem eru í gildi. „En ef faraldurinn yrði útbreiddari og meiri meðal barna þá er kominn tími til að endurskoða það,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvers vegna gripið var til þess ráðs að senda fyrrnefnt bréf til foreldra, kennara og skólastjórnenda sagði sóttvarnalæknir: „Ástæðan er sú að við urðum vör við það að það var mikil óeining og menn voru ósáttir og það voru mismunandi skoðanir sem komu upp, bæði meðal kennara og líka annars staðar frá, meðal foreldra og svo framvegis þannig að við vildum bara hnykkja á okkar fyrri afstöðu og fyrri röksemdum fyrir þessu og af hverju við teljum þetta vera mikilvægt.“ Alma Möller, landlæknir, tók undir orð Þórólfs og kvaðst skilja áhyggjur allra en benti jafnframt á að það virðist fátítt að börn smitis af kórónuveirunni. „Þannig að það eru auðvitað mjög jákvæðar fréttir inn í þessa umræðu,“ sagði Alma. Í löndunum í kringum okkur hefur skólum verið lokað. Þórólfur sagði útfærslur í baráttunni við veiruna mismunandi. Hér á landi hafi verið brugðist hratt og örugglega við og því óhætt að beita mildari aðferðum. Nemendur á leið í Hlíðaskóla í morgun.Vísir/Sigurjón „Og þau lönd sem eru hreinlega að loka öllu það eru þau lönd sem hafa gert mjög lítið framan af og eru allt í einu að vakna upp við vondan draum um það að faraldurinn er kominn af stað og þá grípa þau til svona harðra aðgerða. Við höfum viljað fara aðra leið, aðeins mildari leið, byrja strax í byrjun með tiltölulega harðar aðgerðir og vonast til þess að það myndi skila okkur og ég held að það sé vænlegri leið fyrir okkur.“ Landlæknir tók undir þetta og sagði jafnframt að sóttvarnalæknir hefði verið mjög staðfastur í öllum aðgerðum sem gripið hefur verið til og samkvæmur sjálfum sér, til dæmis varðandi skólahald. Þá benti Þórólfur einnig á að ný úttekt frá Sóttvarnastofnun Evrópu mælti ekkert sérstaklega með skólalokun til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira