„Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2020 15:50 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki hafi verið gefin út þau tilmæli að ömmur og afar megi ekki hitta barnabörnin sín. Það sé af og frá. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var varpað fram spurningu varðandi tvo kennara á sjötugsaldri sem hafa ekki getað hitt barnabörnin sín í tvær vikur þar sem þær taki tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna mjög alvarlega. Þær séu því ekki að umgangast barnabörnin en séu aftur á móti útsettar fyrir þeim börnum sem þær eru að kenna. Þá hefðu kennararnir einnig áhyggjur af því að börnin væru að leika saman eftir skóla og blönduðust þá stærri hópum en þau eru í í skólanum. „Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín, það er af og frá. Við höfum sagt að það þurfi að passa og gæta að sér. Á því byggja líka þessar ráðleggingar um takmarkanir á skólahaldi sem eru vissulega fyrir hendi. Það er alveg hárrétt að það hafa komið athugasemdir við það að börn væru í takmörkuðum hópum í skólanum en gætu síðan sameinast og verið í stærri hópum utan skólans. Við höfum lagt á það mikla áherslu að það gerist ekki,“ sagði Þórólfur. Ekki hægt að segja til um hvenær heimsóknarbanni verður aflétt Þó er það auðvitað svo að mikil áhersla hefur verið lögð á það í baráttunni við kórónuveiruna hér á landi að vernda viðkvæma hópa, aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þessa hefur til að mynda verið heimsóknarbann á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ástvinir ekki geta heimsótt ættingja sína, til dæmis ömmu, afa, langömmu og langafa. Þórólfur var spurður að því á fundinum hve lengi þau sæju fyrir sér að slíkt heimsóknarbann yrði í gildi. „Ég held að það sé erfitt að segja nákvæmlega um tímapunktinn, eins og nákvæmlega um þær aðgerðir sem við erum með í gangi nú þegar. Það ræðst mjög mikið af því hvernig framþróun faraldursins verður. Hvort við fáum mikið af sýkingum hjá öldruðum sem skapa mikið álag á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. Þannig að þetta er eins og allt annað sem við erum að gera í endurmati frá degi til dags þannig að nákvæma tímasetningu er ekki hægt að gefa,“ sagði Þórólfur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Börn og uppeldi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki hafi verið gefin út þau tilmæli að ömmur og afar megi ekki hitta barnabörnin sín. Það sé af og frá. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var varpað fram spurningu varðandi tvo kennara á sjötugsaldri sem hafa ekki getað hitt barnabörnin sín í tvær vikur þar sem þær taki tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna mjög alvarlega. Þær séu því ekki að umgangast barnabörnin en séu aftur á móti útsettar fyrir þeim börnum sem þær eru að kenna. Þá hefðu kennararnir einnig áhyggjur af því að börnin væru að leika saman eftir skóla og blönduðust þá stærri hópum en þau eru í í skólanum. „Við höfum ekki gefið þau tilmæli út að afar og ömmur megi ekki hitta barnabörnin sín, það er af og frá. Við höfum sagt að það þurfi að passa og gæta að sér. Á því byggja líka þessar ráðleggingar um takmarkanir á skólahaldi sem eru vissulega fyrir hendi. Það er alveg hárrétt að það hafa komið athugasemdir við það að börn væru í takmörkuðum hópum í skólanum en gætu síðan sameinast og verið í stærri hópum utan skólans. Við höfum lagt á það mikla áherslu að það gerist ekki,“ sagði Þórólfur. Ekki hægt að segja til um hvenær heimsóknarbanni verður aflétt Þó er það auðvitað svo að mikil áhersla hefur verið lögð á það í baráttunni við kórónuveiruna hér á landi að vernda viðkvæma hópa, aldraða og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vegna þessa hefur til að mynda verið heimsóknarbann á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum og ástvinir ekki geta heimsótt ættingja sína, til dæmis ömmu, afa, langömmu og langafa. Þórólfur var spurður að því á fundinum hve lengi þau sæju fyrir sér að slíkt heimsóknarbann yrði í gildi. „Ég held að það sé erfitt að segja nákvæmlega um tímapunktinn, eins og nákvæmlega um þær aðgerðir sem við erum með í gangi nú þegar. Það ræðst mjög mikið af því hvernig framþróun faraldursins verður. Hvort við fáum mikið af sýkingum hjá öldruðum sem skapa mikið álag á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. Þannig að þetta er eins og allt annað sem við erum að gera í endurmati frá degi til dags þannig að nákvæma tímasetningu er ekki hægt að gefa,“ sagði Þórólfur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Börn og uppeldi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira