Messi og Ronaldo ekki meðal þeirra markahæstu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 21:00 Á myndinni má sjá tvo markahæstu táninga í sögu Meistaradeildar Evrópu, og Emre Can. Photo by Alex Grimm/Getty Images Á listanum yfir markahæstu táninga Meistaradeildar Evrópu, í núverandi mynd, er hvorki að finna Lionel Messi né Cristiano Ronaldo. Leikmennirnir sem gætu fetað í fótspor þeirra er hins vegar að finna á listanum. „Ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall,“ sagði Sir Matt Busby, þjálfari Manchester United um miðja síðustu öld, á sínum tíma. Þau ummæli eiga enn vel við. Vefsíðan Squawka ávað að taka saman markahæstu táninga Meistaradeildar Evrópu, eða frá því að keppnin tók á sig núverandi mynd árið 1992. Alls eru sjö manns á listanum og mögulega koma eitt eða tvö nöfn á óvart. 7. Bojan Krkić Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Fimm Ferill: Barcelona, Roma, AC Milan, Ajax, Stoke City, Mainz 05, Alaveg og Montreal Impact. Spánverjinn Bojan Krkić var með efnilegri leikmönnum Barcelona á sínum tíma. Á endanum gekk það ekki upp og hann fór á lán til AC Milan og Ajax áður en enska félagið Stoke City, þá í ensku úrvalsdeildinni, keypti kauða. Hinn 29 ára gamli Bojan, sem hefur skorað í fimm stærstu deildum Evrópu (England, Ítalía, Spánn, Holland og Þýskaland), skoraði á sínum tíma fimm mörk í Meistaradeildinni en það verður að teljast ólíklegt að hann leiki í henni aftur. Bojan fagnar með Andrés Iniesta á tíma sínum hjá Barcelona. Vísir/Squawka 6. Yakubu Aiyegbeni Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Fimm Ferill: Julius Berger, Gil Vicente, Maccabi Haifa, Hapoel Kfar Saba, Portsmouth, Middlesbrough, Everton, Leicester City, Blackburn Rovers, Guangzhou R&F, Al-Rayyan, Reading, Kayserispor og Coventry City Yakubu eins og hann er oftast kallaður lék í alls sjö löndum áður en hann lagði skóna á hilluna. Flestir unnendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu að þekkja Yakubu sem gerði garðinn frægan með Everton á sínum tíma. „Feed the Yak“ eða einfaldlega „Fóðrið Yak“ ómaði reglulega á Goodison Park, heimavelli Everton, forðum daga. Yakubu lék aðeins eina leiktíð í Meistaradeild Evrópu. Tímabilið 2002 til 2003 lék hann fimm leiki með ísraelska liðinu Maccabi Haifa og skoraði fimm mörk. Þar á meðal gegn Manchester United. Ungur Yakubu í baráttunni gegn Rio Ferdinand.Vísir/Squawka 5. Raúl Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sex Ferill: Real Madrid, Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos Raúl þarf varla að kynna enda alger goðsögn hjá Real Madrid. Ef ekki væri fyrir ómennska markaskorun Cristiano Ronaldo fyrir Madrídar-liðið þá væri Raúl enn eflaust markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Vann hann Meistaradeildina alls þrisvar sinnum ásamt því að skora 71 mark í keppninni. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Raúl í Meistaradeild Evrópu. Þið megið giska hvaða tveir. 4. Karim Benzema Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sex Ferill: Lyon og Real Madrid Franski framherjinn Karim Benzema var sannkallað undrabarn á sínum tíma og er mögulega með vanmetnari knattspyrnumönnum síðari ára. Hann skoraði sex af 64 mörkum sínum í Meistaradeildinni áður en hann varð tvítugur. Benzema hefur lyft Meistaradeildarbikarnum alls fjórum sinnum með Real Madrid og hver veit nema hann bæti við titli, og mörkum, áður en hann leggur skóna á hilluna. Hann verður 33 ára gamall í desember á þessu ári. Raúl og Karim Benzema í baráttunni gegn Carlos Puyol, leikmanni Barcelona, á sínum tíma.Elisa Estrada/Real Madrid via Getty Images 3. Patrick Kluivert Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sjö Ferill: Ajax, AC Milan, Barcelona, Newcastle United, Valencia, PSV og Lille Patrikc Kluivert var á sínum tíma einn skæðasti framherji Evrópu. Sigurmark hans í úrslitaleiknum árið 1995 gerði hann að yngsta markaskorara í sögu úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Met sem stendur enn þann dag í dag. Alls skoraði hann 29 mörk í Meistaradeildinni á sínum tíma, þar af sjö áður en hann varð tvítugur. Kluivert skaust ungur upp á stjörnuhimininn.Vísir/Squawka 2. Erling Braut Håland Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Tíu Ferill: Bryne, Molde, Red Bull Salzburg og Borussia Dortmund Það ótrúlega hér er að Erling Håland er enn táningur. Hann verður ekki tvítugur fyrr en 21. júlí á þessu ári. Ótrúlegur leikmaður sem hefur átt góðu gengi að fagna með Salzburg og Dortmund. Hvort gott gengi hans í Meistaradeildinni haldi áfram eftir að hann nær tvítugsaldri á eftir að koma í ljós en annað kæmi á óvart. 1. Kylian Mbappé Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Þrettán Ferill: AS Monaco og Paris Saint-Germain Mbappé hefur gert fátt annað undanfarin misseri en að setja hvert metið á fætur öðru. Hann skoraði sex mörk á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeildinni með Monaco þegar liðið komst í undanúrslit vorið 2017. Síðan þá hafa sjö mörk fylgt í kjölfarið og þó Mbappé eigi enn eftir að komast alla leið í úrslitaleik keppninnar þá verður að teljast líklegt að það takist á endanum. Kylian Mbappé was the first player in history to score in each of his first four Champions League knockout games.Record breaker. pic.twitter.com/nVJT8E1xoX— Squawka Football (@Squawka) August 10, 2017 Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. 19. apríl 2020 10:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Sjá meira
Á listanum yfir markahæstu táninga Meistaradeildar Evrópu, í núverandi mynd, er hvorki að finna Lionel Messi né Cristiano Ronaldo. Leikmennirnir sem gætu fetað í fótspor þeirra er hins vegar að finna á listanum. „Ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall,“ sagði Sir Matt Busby, þjálfari Manchester United um miðja síðustu öld, á sínum tíma. Þau ummæli eiga enn vel við. Vefsíðan Squawka ávað að taka saman markahæstu táninga Meistaradeildar Evrópu, eða frá því að keppnin tók á sig núverandi mynd árið 1992. Alls eru sjö manns á listanum og mögulega koma eitt eða tvö nöfn á óvart. 7. Bojan Krkić Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Fimm Ferill: Barcelona, Roma, AC Milan, Ajax, Stoke City, Mainz 05, Alaveg og Montreal Impact. Spánverjinn Bojan Krkić var með efnilegri leikmönnum Barcelona á sínum tíma. Á endanum gekk það ekki upp og hann fór á lán til AC Milan og Ajax áður en enska félagið Stoke City, þá í ensku úrvalsdeildinni, keypti kauða. Hinn 29 ára gamli Bojan, sem hefur skorað í fimm stærstu deildum Evrópu (England, Ítalía, Spánn, Holland og Þýskaland), skoraði á sínum tíma fimm mörk í Meistaradeildinni en það verður að teljast ólíklegt að hann leiki í henni aftur. Bojan fagnar með Andrés Iniesta á tíma sínum hjá Barcelona. Vísir/Squawka 6. Yakubu Aiyegbeni Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Fimm Ferill: Julius Berger, Gil Vicente, Maccabi Haifa, Hapoel Kfar Saba, Portsmouth, Middlesbrough, Everton, Leicester City, Blackburn Rovers, Guangzhou R&F, Al-Rayyan, Reading, Kayserispor og Coventry City Yakubu eins og hann er oftast kallaður lék í alls sjö löndum áður en hann lagði skóna á hilluna. Flestir unnendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu að þekkja Yakubu sem gerði garðinn frægan með Everton á sínum tíma. „Feed the Yak“ eða einfaldlega „Fóðrið Yak“ ómaði reglulega á Goodison Park, heimavelli Everton, forðum daga. Yakubu lék aðeins eina leiktíð í Meistaradeild Evrópu. Tímabilið 2002 til 2003 lék hann fimm leiki með ísraelska liðinu Maccabi Haifa og skoraði fimm mörk. Þar á meðal gegn Manchester United. Ungur Yakubu í baráttunni gegn Rio Ferdinand.Vísir/Squawka 5. Raúl Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sex Ferill: Real Madrid, Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos Raúl þarf varla að kynna enda alger goðsögn hjá Real Madrid. Ef ekki væri fyrir ómennska markaskorun Cristiano Ronaldo fyrir Madrídar-liðið þá væri Raúl enn eflaust markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Vann hann Meistaradeildina alls þrisvar sinnum ásamt því að skora 71 mark í keppninni. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Raúl í Meistaradeild Evrópu. Þið megið giska hvaða tveir. 4. Karim Benzema Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sex Ferill: Lyon og Real Madrid Franski framherjinn Karim Benzema var sannkallað undrabarn á sínum tíma og er mögulega með vanmetnari knattspyrnumönnum síðari ára. Hann skoraði sex af 64 mörkum sínum í Meistaradeildinni áður en hann varð tvítugur. Benzema hefur lyft Meistaradeildarbikarnum alls fjórum sinnum með Real Madrid og hver veit nema hann bæti við titli, og mörkum, áður en hann leggur skóna á hilluna. Hann verður 33 ára gamall í desember á þessu ári. Raúl og Karim Benzema í baráttunni gegn Carlos Puyol, leikmanni Barcelona, á sínum tíma.Elisa Estrada/Real Madrid via Getty Images 3. Patrick Kluivert Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Sjö Ferill: Ajax, AC Milan, Barcelona, Newcastle United, Valencia, PSV og Lille Patrikc Kluivert var á sínum tíma einn skæðasti framherji Evrópu. Sigurmark hans í úrslitaleiknum árið 1995 gerði hann að yngsta markaskorara í sögu úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Met sem stendur enn þann dag í dag. Alls skoraði hann 29 mörk í Meistaradeildinni á sínum tíma, þar af sjö áður en hann varð tvítugur. Kluivert skaust ungur upp á stjörnuhimininn.Vísir/Squawka 2. Erling Braut Håland Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Tíu Ferill: Bryne, Molde, Red Bull Salzburg og Borussia Dortmund Það ótrúlega hér er að Erling Håland er enn táningur. Hann verður ekki tvítugur fyrr en 21. júlí á þessu ári. Ótrúlegur leikmaður sem hefur átt góðu gengi að fagna með Salzburg og Dortmund. Hvort gott gengi hans í Meistaradeildinni haldi áfram eftir að hann nær tvítugsaldri á eftir að koma í ljós en annað kæmi á óvart. 1. Kylian Mbappé Mörk í Meistaradeild Evrópu á táningsaldri: Þrettán Ferill: AS Monaco og Paris Saint-Germain Mbappé hefur gert fátt annað undanfarin misseri en að setja hvert metið á fætur öðru. Hann skoraði sex mörk á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeildinni með Monaco þegar liðið komst í undanúrslit vorið 2017. Síðan þá hafa sjö mörk fylgt í kjölfarið og þó Mbappé eigi enn eftir að komast alla leið í úrslitaleik keppninnar þá verður að teljast líklegt að það takist á endanum. Kylian Mbappé was the first player in history to score in each of his first four Champions League knockout games.Record breaker. pic.twitter.com/nVJT8E1xoX— Squawka Football (@Squawka) August 10, 2017
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. 19. apríl 2020 10:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Sjá meira
Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. 19. apríl 2020 10:00
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn