Fólkið gæti verið í öndunarvél í allt að þrjár vikur Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. mars 2020 11:57 Sjúkraflutningamenn koma með sjúkling á Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. Sex eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir smitsjúkdómalæknir ástand flestra nokkuð stöðugt. Búast megi við að fólkið verði í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Í gær voru staðfest smit 890. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 854 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það er aukning á fjölda sjúklinga eins og við er að búast. Það bættust núna við rétt rúmlega sextíu sjúklingar síðasta sólarhring þannig að fjöldi tilfella hefur aukist en sem betur fer í aðeins hægari takti en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Ragnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á deildinni eru í daglegum samskiptum við langflesta sjúklingana í gegn um síma. Þeir sem sýna merki um að veikindin séu að versna eru kallaðir inn á deildina til skoðunar og metið hvort innlagnar á spítalann sé þörf. „Í gær komu 25 til okkar og það lögðust tveir inn.“ Fólkið var lagt inn á smitsjúkdóma- og lungnadeildir spítalans en var þó í nokkuð stöðugu ástandi að sögn Ragnars. Þá stendur til að útskrifa 56 sjúklinga á næstu þremur dögum. „Og bróðurpartinum af hópnum líður nokkuð vel. 74 prósent eru einkennalítil núna í morgun, þannig að það eru góðar fréttir,“ segir Ragnar. 18 COVID-sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum. Fimm á lungnadeild, sjö á smitsjúkdómadeild og sex eru á gjörgæslu í öndunarvél. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við fréttastofu að ástand flestra sé nokkuð stöðugt. Miðað við reynslu erlendis megi búast við því að fólkið verði í öndunarvélum í allt að þrjár vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. Sex eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir smitsjúkdómalæknir ástand flestra nokkuð stöðugt. Búast megi við að fólkið verði í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Í gær voru staðfest smit 890. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 854 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það er aukning á fjölda sjúklinga eins og við er að búast. Það bættust núna við rétt rúmlega sextíu sjúklingar síðasta sólarhring þannig að fjöldi tilfella hefur aukist en sem betur fer í aðeins hægari takti en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Ragnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á deildinni eru í daglegum samskiptum við langflesta sjúklingana í gegn um síma. Þeir sem sýna merki um að veikindin séu að versna eru kallaðir inn á deildina til skoðunar og metið hvort innlagnar á spítalann sé þörf. „Í gær komu 25 til okkar og það lögðust tveir inn.“ Fólkið var lagt inn á smitsjúkdóma- og lungnadeildir spítalans en var þó í nokkuð stöðugu ástandi að sögn Ragnars. Þá stendur til að útskrifa 56 sjúklinga á næstu þremur dögum. „Og bróðurpartinum af hópnum líður nokkuð vel. 74 prósent eru einkennalítil núna í morgun, þannig að það eru góðar fréttir,“ segir Ragnar. 18 COVID-sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum. Fimm á lungnadeild, sjö á smitsjúkdómadeild og sex eru á gjörgæslu í öndunarvél. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við fréttastofu að ástand flestra sé nokkuð stöðugt. Miðað við reynslu erlendis megi búast við því að fólkið verði í öndunarvélum í allt að þrjár vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira