Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:22 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Borist hafa um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum. Tilkynningar um brot á reglum sem gilda um samkomubann hafa hrannast upp á síðustu dögum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eru þær orðnar um þrjú hudruð talsins. „Flestar snúa að því að fólk er að kvarta yfir hvert öru. Fólk er statt í verslun og finnst næsti maður vera kominn alveg ofan í hálsmálið á sér. Bara eins og við höfum séð í þessum vettvangsferðum sem við höfum farið í. Fólk virðist vera að gleyma sér í að halda tveggja metra bilinu," segir Víðir Um tíu tilkynningar eru vegna brota sem flokka má sem brot rekstraraðila, eða þeirra sem standa fyrir opnun verslunar eða annarar samkomu sem brýtur gegn samkomubanni. Við því getur legið allt að 500 þúsund króna sekt. Fimmtíu þúsund króna sekt liggur við því að sækja samkomuna. Víðir telur að sektarheimildinni hafi þó ekki verið beitt. Hann segir gætt meðalhófs og í fyrstu atrennu er fólki gefið færi á að bæta sig. Í flestum tilvikum hafi verið um mistúlkun á fjöldatakmörkun að ræða. „Eitt dæmið er verslun sem taldi sig vera hluta að undanþágunni um 100 manns en er það ekki. Það er búið að fara yfir það og það var móttekið og verslunin fylgir nú reglunum," segir Víðir. Nýjar tölur um smit verða birtar klukka eitt í dag en í gær voru þau 1.020 talsins. Þar af eru níu manns á gjörgæslu. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og hátt í níu hundruð í einangrun. Háar sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um sóttkí og einangrun. Lítið hefur borist af tilkynningum um slík brot og hefur sektum ekki verið beitt. Í hverfahópum á samfélagsmiðlum hefur verið nokkuð um kvartanir vegna partíhalds hjá ungmennum í heimahúsum um helgina. Víðir segir nokkuð af tilkynningum um það hafa borist. „Við erum að reyna aðeins að skerpa á þessum línum varðandi það að þessar reglur eiga við um alla. Við vitum það alveg að unga fólkið okkar skilur þetta alveg en það hafa kannski ekki allir verið að taka þetta til sín, út af þessum skilaboðum okkar, að við höfum verið að leggja áherslu á eldra fólk og að verja það. Þá hefur unga fólkið kannski hugsað að þetta snerti þau ekki, að þau séu ekki í hættu. Og þó þau smiti einhvern annan ungan að þá skipti það kannski minna máli." „Það er ekki góð hugsun en við þurfum kannski bara að vera skýrari í okkar leiðbeiningum," segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Borist hafa um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum. Tilkynningar um brot á reglum sem gilda um samkomubann hafa hrannast upp á síðustu dögum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eru þær orðnar um þrjú hudruð talsins. „Flestar snúa að því að fólk er að kvarta yfir hvert öru. Fólk er statt í verslun og finnst næsti maður vera kominn alveg ofan í hálsmálið á sér. Bara eins og við höfum séð í þessum vettvangsferðum sem við höfum farið í. Fólk virðist vera að gleyma sér í að halda tveggja metra bilinu," segir Víðir Um tíu tilkynningar eru vegna brota sem flokka má sem brot rekstraraðila, eða þeirra sem standa fyrir opnun verslunar eða annarar samkomu sem brýtur gegn samkomubanni. Við því getur legið allt að 500 þúsund króna sekt. Fimmtíu þúsund króna sekt liggur við því að sækja samkomuna. Víðir telur að sektarheimildinni hafi þó ekki verið beitt. Hann segir gætt meðalhófs og í fyrstu atrennu er fólki gefið færi á að bæta sig. Í flestum tilvikum hafi verið um mistúlkun á fjöldatakmörkun að ræða. „Eitt dæmið er verslun sem taldi sig vera hluta að undanþágunni um 100 manns en er það ekki. Það er búið að fara yfir það og það var móttekið og verslunin fylgir nú reglunum," segir Víðir. Nýjar tölur um smit verða birtar klukka eitt í dag en í gær voru þau 1.020 talsins. Þar af eru níu manns á gjörgæslu. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og hátt í níu hundruð í einangrun. Háar sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um sóttkí og einangrun. Lítið hefur borist af tilkynningum um slík brot og hefur sektum ekki verið beitt. Í hverfahópum á samfélagsmiðlum hefur verið nokkuð um kvartanir vegna partíhalds hjá ungmennum í heimahúsum um helgina. Víðir segir nokkuð af tilkynningum um það hafa borist. „Við erum að reyna aðeins að skerpa á þessum línum varðandi það að þessar reglur eiga við um alla. Við vitum það alveg að unga fólkið okkar skilur þetta alveg en það hafa kannski ekki allir verið að taka þetta til sín, út af þessum skilaboðum okkar, að við höfum verið að leggja áherslu á eldra fólk og að verja það. Þá hefur unga fólkið kannski hugsað að þetta snerti þau ekki, að þau séu ekki í hættu. Og þó þau smiti einhvern annan ungan að þá skipti það kannski minna máli." „Það er ekki góð hugsun en við þurfum kannski bara að vera skýrari í okkar leiðbeiningum," segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira