Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 16:42 Orban forsætisráðherra mætir á þingfund þar sem samþykkt var að veita honum ótímabundin neyðarvöld í dag. AP/Zoltan Mathe/MTI Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. Neyðarástandi vegna faraldursins var lýst yfir í Ungverjalandi 11. mars. Samkvæmt opinberum tölum hafa 447 greinst smitaðir af veirunni þar og fimmtán hafa látið lífið. Ákvörðunin um að framlengja neyðarvöld ríkisstjórnarinnar ótímabundið er umdeild í Ungverjalandi og höfðu fleiri en 100.000 manns skrifað undir áksorun til mótmæla henni í dag. Peter Jakab, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik, segir að lögin sem þingið samþykkti í dag setji lýðræðið í Ungverjalandi í sóttkví. Fidesz-flokkur Orban er með meirihluta á þingi. Þingmenn hans og flokka sem styðja ríkisstjórnina greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Það var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 53. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Orban og mannréttindasamtök segja að í lögunum felist ákvæði um upplýsingafals sem gætu verið notuð til að fangelsa fréttamenn fyrir að sinna skyldum sínum. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda sé jafnframt afnumið. Herlögreglumenn ganga grímuklæddir um götur Búdapestar, höfuðborgar Ungverjalands. Þeir framfylgja ströngu útgöngubanni þar sem fólki er aðeins leyft að yfirgefa heimili sín til að vinna eða sækja nauðsynjar.AP/Zoltan Balogh/MTI Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur einnig lýst áhyggjum af ungversku neyðarlögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstöðumaður lýðræðisstofnana- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, segir skiljanlegt að ríki vilji geta gripið hratt til aðgerða til að verja borgara sína fyrir faraldrinum. „Hins vegar verður neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, að vera í samræmi við markmiðið og aðeins vera í gildi eins lengi og þess að algerlega þörf,“ segir hún. Ríkisstjórnin heldur því aftur á móti fram að hún vilji aðeins hafa frjálsar hendur til að bregðast við faraldrinum, hún ætli sér ekki að takmarka tjáningar- eða fjölmiðlafrelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Csaba Domotor, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Orban, segir að ekki hafi verið hægt að setja tímamörk á neyðarvöld ríkisstjórnarinnar því að ekki sé hægt að segja til um hversu marga mánuði það taki að ráða við faraldurinn og efnahagslegar afleiðingar hans, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Orban hefur verið sakaður um einræðistilburði. Hann aðhyllist að eigin sögn svokallað „ófrjálslynt lýðræði“. Í stjórnartíð hans hafa nær allir einkareknir fjölmiðlar færst á hendur bandamanna hans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. Neyðarástandi vegna faraldursins var lýst yfir í Ungverjalandi 11. mars. Samkvæmt opinberum tölum hafa 447 greinst smitaðir af veirunni þar og fimmtán hafa látið lífið. Ákvörðunin um að framlengja neyðarvöld ríkisstjórnarinnar ótímabundið er umdeild í Ungverjalandi og höfðu fleiri en 100.000 manns skrifað undir áksorun til mótmæla henni í dag. Peter Jakab, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik, segir að lögin sem þingið samþykkti í dag setji lýðræðið í Ungverjalandi í sóttkví. Fidesz-flokkur Orban er með meirihluta á þingi. Þingmenn hans og flokka sem styðja ríkisstjórnina greiddu frumvarpinu atkvæði sitt. Það var samþykkt með 137 atkvæðum gegn 53. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Orban og mannréttindasamtök segja að í lögunum felist ákvæði um upplýsingafals sem gætu verið notuð til að fangelsa fréttamenn fyrir að sinna skyldum sínum. Lýðræðislegt eftirlit með aðgerðum stjórnvalda sé jafnframt afnumið. Herlögreglumenn ganga grímuklæddir um götur Búdapestar, höfuðborgar Ungverjalands. Þeir framfylgja ströngu útgöngubanni þar sem fólki er aðeins leyft að yfirgefa heimili sín til að vinna eða sækja nauðsynjar.AP/Zoltan Balogh/MTI Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur einnig lýst áhyggjum af ungversku neyðarlögunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstöðumaður lýðræðisstofnana- og mannréttindaskrifstofu ÖSE, segir skiljanlegt að ríki vilji geta gripið hratt til aðgerða til að verja borgara sína fyrir faraldrinum. „Hins vegar verður neyðarástand, hvar sem því er lýst yfir og af hvaða ástæðu sem er, að vera í samræmi við markmiðið og aðeins vera í gildi eins lengi og þess að algerlega þörf,“ segir hún. Ríkisstjórnin heldur því aftur á móti fram að hún vilji aðeins hafa frjálsar hendur til að bregðast við faraldrinum, hún ætli sér ekki að takmarka tjáningar- eða fjölmiðlafrelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Csaba Domotor, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Orban, segir að ekki hafi verið hægt að setja tímamörk á neyðarvöld ríkisstjórnarinnar því að ekki sé hægt að segja til um hversu marga mánuði það taki að ráða við faraldurinn og efnahagslegar afleiðingar hans, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Orban hefur verið sakaður um einræðistilburði. Hann aðhyllist að eigin sögn svokallað „ófrjálslynt lýðræði“. Í stjórnartíð hans hafa nær allir einkareknir fjölmiðlar færst á hendur bandamanna hans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ungverjaland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira