Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Alexandra Helga Ívarsdóttir og hundurinn þeirra hafa það náðugt. INSTAGRAM/@ALEXANDRAHELGA Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. Enn er óvíst hvort og hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en Gylfi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Everton frá því að Carlo Ancelotti tók við því í desember. Hann var farinn að læra betur á sitt nýja hlutverk aftar á miðjunni þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. „Það er margt sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef ekki hugsað um áður. Þegar við sækjum þarf ég að halda mig aftar og tryggja að við getum varist ef við missum boltann. Það sem ég elska er að skora mörk og komast inn í vítateiginn, taka við fyrirgjöfum og vera á réttum stað þegar boltinn kemur. Það hefur alltaf verið mitt takmark að sækja og skora mörk. Það tók því nokkra leiki að venjast öðru hlutverki en ég er farinn að njóta þess,“ sagði Gylfi við vef Everton. Ekki verið ánægður í þessari stöðu fyrir fimm árum „Ef að þetta hefði gerst fyrir 5-6 árum þá hefði ég ekki verið ánægður. En þegar maður þroskast og fær meiri reynslu þá er það góð áskorun að spila í nýrri stöðu og hugsa um allt aðra hluti. Carlo er mjög reyndur og sigursæll stjóri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef að maður fær að spila þá er maður ánægður,“ sagði Gylfi. Gylfi er í löngu viðtali á vef Everton og talar meðal annars fallega um það hvernig félagið hefur hjálpað samfélaginu í Liverpool á þessum erfiðu tímum. Segir hann samband Everton við samfélagið á margan hátt einstakt. Lífið hjá íslenska landsliðsmanninum er rólegt þessa dagana eins og gefur að skilja en Gylfi kveðst heppinn að hafa líkamsræktaraðstöðu heima hjá sér og eiga þannig auðvelt með að fylgja æfingaáætlun. Hann geti hins vegar ekki æft langar sendingar og aukaspyrnur eins og hann sé vanur að gera. Gylfi segist hafa klárað allar helstu Netflix-seríurnar og er búinn að ná sér í Amazon Prime til að geta séð aðra sjónvarpsþætti. Hann gætir vel að mataræðinu í þessu ótímabundna fótboltahléi og er þar heppinn að vera giftur Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Konan mín er mjög góður kokkur og getur eldað hvað sem er, svo að ég er í góðum höndum,“ sagði Gylfi, en bætti við: „Ég borða mikið en eftir að við hættum að æfa [á liðsæfingum] hef ég ekki haft sömu matarlyst.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46 Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. Enn er óvíst hvort og hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en Gylfi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Everton frá því að Carlo Ancelotti tók við því í desember. Hann var farinn að læra betur á sitt nýja hlutverk aftar á miðjunni þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. „Það er margt sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef ekki hugsað um áður. Þegar við sækjum þarf ég að halda mig aftar og tryggja að við getum varist ef við missum boltann. Það sem ég elska er að skora mörk og komast inn í vítateiginn, taka við fyrirgjöfum og vera á réttum stað þegar boltinn kemur. Það hefur alltaf verið mitt takmark að sækja og skora mörk. Það tók því nokkra leiki að venjast öðru hlutverki en ég er farinn að njóta þess,“ sagði Gylfi við vef Everton. Ekki verið ánægður í þessari stöðu fyrir fimm árum „Ef að þetta hefði gerst fyrir 5-6 árum þá hefði ég ekki verið ánægður. En þegar maður þroskast og fær meiri reynslu þá er það góð áskorun að spila í nýrri stöðu og hugsa um allt aðra hluti. Carlo er mjög reyndur og sigursæll stjóri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef að maður fær að spila þá er maður ánægður,“ sagði Gylfi. Gylfi er í löngu viðtali á vef Everton og talar meðal annars fallega um það hvernig félagið hefur hjálpað samfélaginu í Liverpool á þessum erfiðu tímum. Segir hann samband Everton við samfélagið á margan hátt einstakt. Lífið hjá íslenska landsliðsmanninum er rólegt þessa dagana eins og gefur að skilja en Gylfi kveðst heppinn að hafa líkamsræktaraðstöðu heima hjá sér og eiga þannig auðvelt með að fylgja æfingaáætlun. Hann geti hins vegar ekki æft langar sendingar og aukaspyrnur eins og hann sé vanur að gera. Gylfi segist hafa klárað allar helstu Netflix-seríurnar og er búinn að ná sér í Amazon Prime til að geta séð aðra sjónvarpsþætti. Hann gætir vel að mataræðinu í þessu ótímabundna fótboltahléi og er þar heppinn að vera giftur Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Konan mín er mjög góður kokkur og getur eldað hvað sem er, svo að ég er í góðum höndum,“ sagði Gylfi, en bætti við: „Ég borða mikið en eftir að við hættum að æfa [á liðsæfingum] hef ég ekki haft sömu matarlyst.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46 Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30
Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46
Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn