Flýta heimildarmyndinni um Michael Jordan og 1997-98 Bullsliðið um tvo mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 10:00 Michael Jordan fagnar sjötta meistaratitli sínum með fólkinu í Chicago borg eftir sigurinn í lokaúrslitunum árið 1998. Getty/Steve Woltmann Íslenskir sem erlendir NBA-áhugamenn fagna örugglega fréttum næturinnar frá Bandaríkjunum þar sem að ein mest spennandi heimildarmynd um NBA í langan tíma kemur út eftir aðeins „nokkra“ daga í stað þess að koma út eftir meira en tvo mánuði. ESPN og ABC gefa út þessa tíu þátta heimildarmynd og hafa verið að auglýsa hana á síðustu misserum sem hefur um leið byggt upp mikinn spenning með áhugamanna. ABC's much-needed 10-part Michael Jordan documentary will air on April 19th, amid the #NBA's coronavirus suspension https://t.co/6aWspmsrOD— Sports Illustrated (@SInow) March 31, 2020 Það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir nýju íþróttaefni nú þegar kórónuveiran hefur stöðvað allar helstu íþróttadeildir og íþróttakappleiki heimsins. NBA-áhugamenn eru þar engin undantekning en á þessum tíma væri farið að styttast vel í úrslitakeppnina sem nær síðan vanalega hámarki í maí og júní. Fyrsti þátturinn af „The Last Dance“ heimildarmyndinni hefur nú verið færður til 19. apríl næstkomandi en áður var á áætlun að hefja sýningar í júní. Það hefur ekki verið gefið út hvernig framhaldið muni líta út. ESPN's long-awaited 10-part documentary on Michael Jordan and the 1997-98 Bulls originally scheduled to launch in June with the NBA Finals instead will make its debut on Sunday, April 19, a report says.https://t.co/eZfqBAVtV2— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) March 31, 2020 1997-98 tímabilið var það síðasta sem Michael Jordan spilaði með Chicago Bulls liðinu en á því vann hann sinn sjötta meistaratitil og endaði lokaleikinn á því að tryggja Bulls liðinu titilinn með síðasta skoti leiksins. Phil Jackson kallaði tímabilið „The Last Dance“ eða „Síðasta dansinn“ af því að hann vissi að liðið væri að fara að leysast upp eftir það enda voru svo margir leikmenn að renna út á samning. Svo fór að Chicago Bulls tefldi fram allt öðru og glænýju liði næsta tímabil á eftir og bæði Phil Jackson, Michael Jordan, Scottie Pippen og fleiri voru þar hvergi sjáanlegir. Heimildarmyndin mun sína gríðarlega mikið af óbirtu myndefni frá þessu 1997-98 tímabili og þá sérstaklega frá því sem gekk á bak við tjöldin. Það verða síðan fullt af viðtölum við alla sem komu að þessu liði og þar á meðal við Michael Jordan. Margir eru sérstaklega spenntir fyrir því hvort þeir fái að sjá meira af því hvernig Michael Jordan var á bak við tjöldin og hvernig hann hegðaði sér sem liðsfélagi. Hér fyrir neðan má sjá eina af auglýsingunum um heimildarmyndina þegar stefnan var á það að gefa hana út í júní. IT'S HAPPENING #TheLastDance | Coming in June pic.twitter.com/YSySzSNZIs— ESPN (@espn) December 24, 2019 NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Íslenskir sem erlendir NBA-áhugamenn fagna örugglega fréttum næturinnar frá Bandaríkjunum þar sem að ein mest spennandi heimildarmynd um NBA í langan tíma kemur út eftir aðeins „nokkra“ daga í stað þess að koma út eftir meira en tvo mánuði. ESPN og ABC gefa út þessa tíu þátta heimildarmynd og hafa verið að auglýsa hana á síðustu misserum sem hefur um leið byggt upp mikinn spenning með áhugamanna. ABC's much-needed 10-part Michael Jordan documentary will air on April 19th, amid the #NBA's coronavirus suspension https://t.co/6aWspmsrOD— Sports Illustrated (@SInow) March 31, 2020 Það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir nýju íþróttaefni nú þegar kórónuveiran hefur stöðvað allar helstu íþróttadeildir og íþróttakappleiki heimsins. NBA-áhugamenn eru þar engin undantekning en á þessum tíma væri farið að styttast vel í úrslitakeppnina sem nær síðan vanalega hámarki í maí og júní. Fyrsti þátturinn af „The Last Dance“ heimildarmyndinni hefur nú verið færður til 19. apríl næstkomandi en áður var á áætlun að hefja sýningar í júní. Það hefur ekki verið gefið út hvernig framhaldið muni líta út. ESPN's long-awaited 10-part documentary on Michael Jordan and the 1997-98 Bulls originally scheduled to launch in June with the NBA Finals instead will make its debut on Sunday, April 19, a report says.https://t.co/eZfqBAVtV2— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) March 31, 2020 1997-98 tímabilið var það síðasta sem Michael Jordan spilaði með Chicago Bulls liðinu en á því vann hann sinn sjötta meistaratitil og endaði lokaleikinn á því að tryggja Bulls liðinu titilinn með síðasta skoti leiksins. Phil Jackson kallaði tímabilið „The Last Dance“ eða „Síðasta dansinn“ af því að hann vissi að liðið væri að fara að leysast upp eftir það enda voru svo margir leikmenn að renna út á samning. Svo fór að Chicago Bulls tefldi fram allt öðru og glænýju liði næsta tímabil á eftir og bæði Phil Jackson, Michael Jordan, Scottie Pippen og fleiri voru þar hvergi sjáanlegir. Heimildarmyndin mun sína gríðarlega mikið af óbirtu myndefni frá þessu 1997-98 tímabili og þá sérstaklega frá því sem gekk á bak við tjöldin. Það verða síðan fullt af viðtölum við alla sem komu að þessu liði og þar á meðal við Michael Jordan. Margir eru sérstaklega spenntir fyrir því hvort þeir fái að sjá meira af því hvernig Michael Jordan var á bak við tjöldin og hvernig hann hegðaði sér sem liðsfélagi. Hér fyrir neðan má sjá eina af auglýsingunum um heimildarmyndina þegar stefnan var á það að gefa hana út í júní. IT'S HAPPENING #TheLastDance | Coming in June pic.twitter.com/YSySzSNZIs— ESPN (@espn) December 24, 2019
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira