Söfnuðu á augabragði fyrir fjörutíu spjaldtölvum fyrir sjúklinga á Landakoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 17:06 Söfnunin gengur mjög vel. Þegar hefur verið safnað fyrir rúmlega fjörutíu spjaldtölvum en ljóst er að þær verða umtalsvert fleiri auk heyrnartóla. Vísir/Vilhelm Söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti hefur gengið vonum framar. Upphaflegt markmið náðist á innan við sólarhring og skipuleggjendur eru í skýjunum og hvergi nærri hættir. „Við erum bara hrærð og ótrúlega þakklát,“ segir María Björk Steinarsdóttir líffræðingur sem starfar með iðjuþjálfum á Landakoti. Hún stendur fyrir söfnuninni á Karolina Fund ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra á Landspítalanum. Spjaldtölvur geta stytt sjúklingum stundir í leikju, vafri á neti, hlustun á hlaðvörp og tónlist fyrir utan að geta haft samskipti við vini og ættingja í mynd. Eitthvað sem er dýrmætt á tímum sem þessu, Aldrei staðið í neinu svona María Björk segir söfnunina hafa farið af stað í gærkvöldi. Markmiðið, söfnun fyrir fjörutíu spjaldtölvum af ódýrustu gerð, náðist í dag en þær halda söfnun áfram. „Við höfum aldrei staðið í einhverju svona. Við ákváðum að hafa samband við Karolina fund. Vildum hafa söfnunina hóflega en gera samt eins mikið og við ímynduðum okkur að hægt væri að safna,“ segir María Björk. Það er auðheyrt á henni að hún er verulega ánægð með viðbrögðin. 81 pláss er á Landakoti þar sem gömlu fólki er sinnt. Landakot hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar eftir að smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti í dag að aftur væri opið fyrir innlagnir frá og með deginum í dag. María Björk segir ástandið vissulega hafa haft sín áhrif á sjúkraþjálfun sjúklinga, þó fólk fái alla þá þjónustu sem mögulega sé hægt að veita. Óumflýjanlega skapast hins vegar meiri frítími hjá sjúklingum, sem geta ekki fengið heimsóknir, og kærkomið að kenna þeim á spjaldtölvur. Tækni sem sumir reiknuðu aldrei með að kynnast „Komast í Sudoku, leiki og alla þess hluti. Og geta farið á netið! Iðjuþjálfarnir eru að fara að kenna þessu fólki og það verður gaman enda sumir líklega aldrei hugsað sér að geta tileinkað sér þessa tækni. Það verður mikið að gera hjá okkur að kenna fólkinu og aðstoða en við gerum allt af gleði og mikilli ánægju.“ Markmiðið hefur verið hækkað, í 250 prósent af upphaflegu markmiði. „Upphaflega ætluðum við að byrja á einni deild og safna fyrir öllum þar, sem voru átján sjúklingar,“ segir María. En svo hafi þeim liðið illa með að skilja aðrar deildir út undan og því hafi verið ákveðið að safna fyrir allar deildir spítalans. Þær hafi séð þennan ótrúlega meðbyr og nú vilja þær líka safna fyrir gamla fólkið sem dvelur á Vífilsstöðum. Þá þarf líka að safna fyrir heyrnartólum til að hjálpa fólki að hlusta og eiga samkskipti við fjölskyldu og vini. Vel á aðra milljón króna hefur safnast á innan við sólarhring og þakkar María Björk Karolina fund kærlega fyrir skjót viðbrögð og þjónustu. Þar hafi allir verið tilbúnir að bregðast skjótt við og leggja hönd á plóg. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti hefur gengið vonum framar. Upphaflegt markmið náðist á innan við sólarhring og skipuleggjendur eru í skýjunum og hvergi nærri hættir. „Við erum bara hrærð og ótrúlega þakklát,“ segir María Björk Steinarsdóttir líffræðingur sem starfar með iðjuþjálfum á Landakoti. Hún stendur fyrir söfnuninni á Karolina Fund ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra á Landspítalanum. Spjaldtölvur geta stytt sjúklingum stundir í leikju, vafri á neti, hlustun á hlaðvörp og tónlist fyrir utan að geta haft samskipti við vini og ættingja í mynd. Eitthvað sem er dýrmætt á tímum sem þessu, Aldrei staðið í neinu svona María Björk segir söfnunina hafa farið af stað í gærkvöldi. Markmiðið, söfnun fyrir fjörutíu spjaldtölvum af ódýrustu gerð, náðist í dag en þær halda söfnun áfram. „Við höfum aldrei staðið í einhverju svona. Við ákváðum að hafa samband við Karolina fund. Vildum hafa söfnunina hóflega en gera samt eins mikið og við ímynduðum okkur að hægt væri að safna,“ segir María Björk. Það er auðheyrt á henni að hún er verulega ánægð með viðbrögðin. 81 pláss er á Landakoti þar sem gömlu fólki er sinnt. Landakot hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar eftir að smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti í dag að aftur væri opið fyrir innlagnir frá og með deginum í dag. María Björk segir ástandið vissulega hafa haft sín áhrif á sjúkraþjálfun sjúklinga, þó fólk fái alla þá þjónustu sem mögulega sé hægt að veita. Óumflýjanlega skapast hins vegar meiri frítími hjá sjúklingum, sem geta ekki fengið heimsóknir, og kærkomið að kenna þeim á spjaldtölvur. Tækni sem sumir reiknuðu aldrei með að kynnast „Komast í Sudoku, leiki og alla þess hluti. Og geta farið á netið! Iðjuþjálfarnir eru að fara að kenna þessu fólki og það verður gaman enda sumir líklega aldrei hugsað sér að geta tileinkað sér þessa tækni. Það verður mikið að gera hjá okkur að kenna fólkinu og aðstoða en við gerum allt af gleði og mikilli ánægju.“ Markmiðið hefur verið hækkað, í 250 prósent af upphaflegu markmiði. „Upphaflega ætluðum við að byrja á einni deild og safna fyrir öllum þar, sem voru átján sjúklingar,“ segir María. En svo hafi þeim liðið illa með að skilja aðrar deildir út undan og því hafi verið ákveðið að safna fyrir allar deildir spítalans. Þær hafi séð þennan ótrúlega meðbyr og nú vilja þær líka safna fyrir gamla fólkið sem dvelur á Vífilsstöðum. Þá þarf líka að safna fyrir heyrnartólum til að hjálpa fólki að hlusta og eiga samkskipti við fjölskyldu og vini. Vel á aðra milljón króna hefur safnast á innan við sólarhring og þakkar María Björk Karolina fund kærlega fyrir skjót viðbrögð og þjónustu. Þar hafi allir verið tilbúnir að bregðast skjótt við og leggja hönd á plóg.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent