Vinnuskólinn í Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir skrifar 21. apríl 2020 10:30 Það er fátt mikilvægara í lífinu en að fá vinnu, við eigum það flest sameiginlegt sem erum að nálgast miðjan aldur að við byrjuðum á því að vinna við að snyrta umhverfið í kringum okkur. Það var ólýsanleg tilfinning að fá fyrsta launaumslagið í hendurnar, það sem ég var stolt af sjálfri mér og því sjálfstæði sem ég hafði öðlast þegar ég tók á móti fyrsta launaumslaginu. Það að fá að vera í vinnu með bestu vinum sínum og kynnast síðan öðrum krökkum og læra allt aðra hluti heldur en manni voru kenndir í skólanum var stór hluti af því að þroskast. Mikilvægi vinnuskólans er margfalt meira núna en áður Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Þar sem hörð samkeppni mun verða í sumar um laus störf og allar líkur á því að ungmenni munu ekki fá mikla vinnu hjá einkaaðilum þá verður Reykjavíkurborg að gera mun meira en undanfarin ár fyrir ungmenni sem vilja vinna í vinnuskólanum. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Það er því mikilvægt að skoðaðar verði leiðir til þess að lengja það tímabil sem ungmenni geta fengið að vinna. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem ungmenni fá að vinna í vinnuskóla reykjavíkur er stór þáttur í því. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg þarf að hjálpa til við það að auka virkni ungmenna sem núna hafa farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis. Þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á fjölda ungmenna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt mikilvægara í lífinu en að fá vinnu, við eigum það flest sameiginlegt sem erum að nálgast miðjan aldur að við byrjuðum á því að vinna við að snyrta umhverfið í kringum okkur. Það var ólýsanleg tilfinning að fá fyrsta launaumslagið í hendurnar, það sem ég var stolt af sjálfri mér og því sjálfstæði sem ég hafði öðlast þegar ég tók á móti fyrsta launaumslaginu. Það að fá að vera í vinnu með bestu vinum sínum og kynnast síðan öðrum krökkum og læra allt aðra hluti heldur en manni voru kenndir í skólanum var stór hluti af því að þroskast. Mikilvægi vinnuskólans er margfalt meira núna en áður Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Þar sem hörð samkeppni mun verða í sumar um laus störf og allar líkur á því að ungmenni munu ekki fá mikla vinnu hjá einkaaðilum þá verður Reykjavíkurborg að gera mun meira en undanfarin ár fyrir ungmenni sem vilja vinna í vinnuskólanum. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Það er því mikilvægt að skoðaðar verði leiðir til þess að lengja það tímabil sem ungmenni geta fengið að vinna. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem ungmenni fá að vinna í vinnuskóla reykjavíkur er stór þáttur í því. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg þarf að hjálpa til við það að auka virkni ungmenna sem núna hafa farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis. Þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á fjölda ungmenna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar