Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á föstudag Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2020 10:44 Ríksistjórnarfundur og blaðamannafundur vegna samkomubanns Öllum þeim sem koma til landsins verður skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Samhliða því verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Reglurnar koma til framkvæmda föstudaginn 24. apríl og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí. Þetta kemur fram að í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins. Segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Á við um fólk sem kemur frá há-áhættusvæðum Krafan um sóttkví er sögð eiga við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur eigi það við um öll lönd. Reglulega verði endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgreiningu. „Eins og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis hefur að mestu tekist að ráða niðurlögum COVID-19 faraldursins hér á landi þannig að einungis nokkur tilfelli greinast daglega. Eitt mikilvægasta atriðið til að viðhalda stöðunni og koma í veg fyrir víðtækan faraldur hér á landi er að tryggja að smit berist ekki hingað frá öðrum löndum. Verkefnahópur undir stjórn ríkislögreglustjóra sem stofnaður var að beiðni sóttvarnalæknis hefur skilað tillögum sínum. Niðurstaða hópsins er sú að skynsamlegast sé að útvíkka reglur um sóttkví þannig að þær taki til allra sem koma til landsins en hingað til hefur það ekki gilt um ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Frá Keflavíkurflugvelli.Vísri/vilhelm Tímabundið landamæraeftirlit Ennfremur segir að til að framfylgja breyttum reglum um sóttkví þurfi að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í samræmi við útlendingalög og reglugerð um för yfir landamæri. „Gerð verður krafa til þeirra sem flytja farþega til landsins að þeir útfylli svokallað e. Public Health Passenger Locator eða sambærilegt form og munu farþegar þurfa að framvísa því við landamæraeftirlit. Með því er gert að skilyrði við komu fólks til landsins að fyrir liggi allar nauðsynlegar upplýsingar um hvar viðkomandi muni dvelja í sóttkví og hvernig henni verður háttað. Á fundi ríkisstjórnar í gær var samþykkt að starfshópur nokkurra ráðuneyta sem leiddur verður af forsætisráðuneytinu muni fjalla um möguleg næstu skref varðandi ferðalög milli landa. Ákvarðanir um hvert framhaldið verður munu ráðast af þróun faraldursins hérlendis og erlendis og taka mið af stefnu annarra ríkja í þessum efnum,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Öllum þeim sem koma til landsins verður skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Samhliða því verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Reglurnar koma til framkvæmda föstudaginn 24. apríl og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí. Þetta kemur fram að í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins. Segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Á við um fólk sem kemur frá há-áhættusvæðum Krafan um sóttkví er sögð eiga við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur eigi það við um öll lönd. Reglulega verði endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgreiningu. „Eins og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis hefur að mestu tekist að ráða niðurlögum COVID-19 faraldursins hér á landi þannig að einungis nokkur tilfelli greinast daglega. Eitt mikilvægasta atriðið til að viðhalda stöðunni og koma í veg fyrir víðtækan faraldur hér á landi er að tryggja að smit berist ekki hingað frá öðrum löndum. Verkefnahópur undir stjórn ríkislögreglustjóra sem stofnaður var að beiðni sóttvarnalæknis hefur skilað tillögum sínum. Niðurstaða hópsins er sú að skynsamlegast sé að útvíkka reglur um sóttkví þannig að þær taki til allra sem koma til landsins en hingað til hefur það ekki gilt um ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Frá Keflavíkurflugvelli.Vísri/vilhelm Tímabundið landamæraeftirlit Ennfremur segir að til að framfylgja breyttum reglum um sóttkví þurfi að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í samræmi við útlendingalög og reglugerð um för yfir landamæri. „Gerð verður krafa til þeirra sem flytja farþega til landsins að þeir útfylli svokallað e. Public Health Passenger Locator eða sambærilegt form og munu farþegar þurfa að framvísa því við landamæraeftirlit. Með því er gert að skilyrði við komu fólks til landsins að fyrir liggi allar nauðsynlegar upplýsingar um hvar viðkomandi muni dvelja í sóttkví og hvernig henni verður háttað. Á fundi ríkisstjórnar í gær var samþykkt að starfshópur nokkurra ráðuneyta sem leiddur verður af forsætisráðuneytinu muni fjalla um möguleg næstu skref varðandi ferðalög milli landa. Ákvarðanir um hvert framhaldið verður munu ráðast af þróun faraldursins hérlendis og erlendis og taka mið af stefnu annarra ríkja í þessum efnum,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59
Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. 20. apríl 2020 18:38