Aðgerðapakkinn vonbrigði fyrir leiðsögumenn sem koma undan tekjulitlum vetri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. apríl 2020 12:26 Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna. Facebook Formaður stéttarfélags leiðsögumanna segir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Hann breyti engu fyrir leiðsögumenn. Leiðsögumenn séu mjög áhyggjufullir og sumir eigi engan pening eftir. Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Þeir eiga rétt á atvinnuleysisbótum en vandinn er að þær eru ekki í takti við tekjurnar þar sem starfshlutfall og verkefni eru árstíðabundin. Þá eru leiðsögumenn sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í fyrradag mikil vonbrigði. „Því við vorum búin að vekja athygli á okkar málstað og búin að fá skilning á því þannig ég varð fyrir vonbrigðum að það væri ekki neitt þarna sem gagnaðist okkur og í stærra samhengi hvorki ferðaþjónustunni né þeim sem eru sjálfstætt starfandi í ýmsum öðrum greinum. Aðgerðarpakkinn er fínn svo langt sem hann nær, sérstaklega með litlu fyrirtækin, og það eru einhverjir í okkar hópi sem geta nýtt sér það. En fyrir leiðsögumenn, strangt til tekið, gat ég ekki séð neitt sem breytir einhverju,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn hafa sent erindi til Vinnumálastofnunar og farið fram á að miðað sé við tekjur ársins 2019 og að menn fái í bætur hlutfall af því sem þeir höfðu að meðaltali í laun á mánuði það ár. Pétur Gauti segir hljóðið farið að þyngjast í leiðsögumönnum. „Við vorum fyrsta stéttin til að missa alla vinnu og verðum kannski með þeim síðustu til að fara mikið í vinnu aftur því ég get ekki séð að ferðatakmarkanir fari að breytast eitthvað á næstunni. Þessi vetur var erfiður út af veðrinu. Það var oft sem ferðum var aflýst vegna veðurs, þannig fólk var að missa vinnu út af því. Síðan kom faraldurinn og þá dró úr öllu og síðan í mars þá bara dró fyrir allt. Þannig fólk er búið að vera tekjulaust í einn og hálfan mánuð og við erum ekki búin að fá hrein svör frá Vinnumálastofnun og það lítur út fyrir að það sé mjög dimmt framundan þannig okkar fólk er bara mjög áhyggjufullt og sumir eiga bara ekki neinn pening eftir," segir Pétur Gauti. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 „Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Formaður stéttarfélags leiðsögumanna segir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Hann breyti engu fyrir leiðsögumenn. Leiðsögumenn séu mjög áhyggjufullir og sumir eigi engan pening eftir. Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Þeir eiga rétt á atvinnuleysisbótum en vandinn er að þær eru ekki í takti við tekjurnar þar sem starfshlutfall og verkefni eru árstíðabundin. Þá eru leiðsögumenn sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í fyrradag mikil vonbrigði. „Því við vorum búin að vekja athygli á okkar málstað og búin að fá skilning á því þannig ég varð fyrir vonbrigðum að það væri ekki neitt þarna sem gagnaðist okkur og í stærra samhengi hvorki ferðaþjónustunni né þeim sem eru sjálfstætt starfandi í ýmsum öðrum greinum. Aðgerðarpakkinn er fínn svo langt sem hann nær, sérstaklega með litlu fyrirtækin, og það eru einhverjir í okkar hópi sem geta nýtt sér það. En fyrir leiðsögumenn, strangt til tekið, gat ég ekki séð neitt sem breytir einhverju,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn hafa sent erindi til Vinnumálastofnunar og farið fram á að miðað sé við tekjur ársins 2019 og að menn fái í bætur hlutfall af því sem þeir höfðu að meðaltali í laun á mánuði það ár. Pétur Gauti segir hljóðið farið að þyngjast í leiðsögumönnum. „Við vorum fyrsta stéttin til að missa alla vinnu og verðum kannski með þeim síðustu til að fara mikið í vinnu aftur því ég get ekki séð að ferðatakmarkanir fari að breytast eitthvað á næstunni. Þessi vetur var erfiður út af veðrinu. Það var oft sem ferðum var aflýst vegna veðurs, þannig fólk var að missa vinnu út af því. Síðan kom faraldurinn og þá dró úr öllu og síðan í mars þá bara dró fyrir allt. Þannig fólk er búið að vera tekjulaust í einn og hálfan mánuð og við erum ekki búin að fá hrein svör frá Vinnumálastofnun og það lítur út fyrir að það sé mjög dimmt framundan þannig okkar fólk er bara mjög áhyggjufullt og sumir eiga bara ekki neinn pening eftir," segir Pétur Gauti.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 „Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20
Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37
„Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent