Ferðaþjónustan er aflvél framtíðar Jóhannes Þór Skúlason skrifar 23. apríl 2020 16:00 Þessa dagana birtast hér og þar frasar um að nú sé ferðaþjónustan horfin og þá verði Íslendingar bara að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Það gangi ekki að hafa eggin alltaf í einni körfu. Síðast mátti sjá Sigríði Benediktsdóttur og Jón Daníelsson tala á þessum nótum í Kveik í vikunni. En skoðum nú hversu líklegt þetta er í raun. Áratugum saman var það helsta ósk íslenskra stjórnmálamanna og efnahagsspekúlanta að atvinnulíf á Íslandi yrði fjölbreyttara, að við fengjum eitthvað fleira en fisk og ál – „eitthvað annað“. Og svo fengum við ýmsan tækniiðnað og nýsköpun í lok síðustu aldar sem var frábært, og uppbygging þeirra byggði ekki síst á tengslum við eldri greinar, t.d. sjávarútveg og á tækniþekkingu, sem er líka frábært. Efnahagstölur á Íslandi breyttust vissulega, en undirliggjandi hegðan efnahagskerfisins hélst í grunninn svipuð. Svo kom skellur árið 2008 og í kjölfar hans birtist ferðaþjónustan allt í einu, nánast yfir nótt, óx, fjárfesti og byggði upp og réði fólk í vinnu um allt land. Allt í einu fengu stjórnmálamenn og efnahagslífið þetta „eitthvað annað“ sem búið var að bíða eftir áratugum saman óvænt upp í hendurnar. Og ferðaþjónustan óx og óx, varð stærsta atvinnugrein landsins, varð mikilvægasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar með uppbyggingu atvinnutækifæra og lífsgæða um allt land. Hóf að sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið í stórum stíl og lagði þar með grunn að stöðugra gengi krónunnar, fór að skila jafnvirði heils Landsspítala á ári í nettó skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga og færði stjórnmálamönnum loks hinn heilaga gral íslensks efnahagslífs - viðvarandi jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð (sem hafði áður gerst einu sinni, árið 1947) - og þar með meiri stöðugleika. Íslenskt efnahagslíf var allt í einu orðið líkara Þýskalandi en Grikklandi. Og á grundvelli þess stöðugleika hefur orðið fordæmalaus kaupmáttaraukning og lífskjarabót undanfarin 10 ár. Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár - einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar. Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana birtast hér og þar frasar um að nú sé ferðaþjónustan horfin og þá verði Íslendingar bara að byggja upp annan atvinnuveg til að framfleyta sér. Það gangi ekki að hafa eggin alltaf í einni körfu. Síðast mátti sjá Sigríði Benediktsdóttur og Jón Daníelsson tala á þessum nótum í Kveik í vikunni. En skoðum nú hversu líklegt þetta er í raun. Áratugum saman var það helsta ósk íslenskra stjórnmálamanna og efnahagsspekúlanta að atvinnulíf á Íslandi yrði fjölbreyttara, að við fengjum eitthvað fleira en fisk og ál – „eitthvað annað“. Og svo fengum við ýmsan tækniiðnað og nýsköpun í lok síðustu aldar sem var frábært, og uppbygging þeirra byggði ekki síst á tengslum við eldri greinar, t.d. sjávarútveg og á tækniþekkingu, sem er líka frábært. Efnahagstölur á Íslandi breyttust vissulega, en undirliggjandi hegðan efnahagskerfisins hélst í grunninn svipuð. Svo kom skellur árið 2008 og í kjölfar hans birtist ferðaþjónustan allt í einu, nánast yfir nótt, óx, fjárfesti og byggði upp og réði fólk í vinnu um allt land. Allt í einu fengu stjórnmálamenn og efnahagslífið þetta „eitthvað annað“ sem búið var að bíða eftir áratugum saman óvænt upp í hendurnar. Og ferðaþjónustan óx og óx, varð stærsta atvinnugrein landsins, varð mikilvægasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar með uppbyggingu atvinnutækifæra og lífsgæða um allt land. Hóf að sækja gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið í stórum stíl og lagði þar með grunn að stöðugra gengi krónunnar, fór að skila jafnvirði heils Landsspítala á ári í nettó skatttekjur í sjóði ríkis og sveitarfélaga og færði stjórnmálamönnum loks hinn heilaga gral íslensks efnahagslífs - viðvarandi jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð (sem hafði áður gerst einu sinni, árið 1947) - og þar með meiri stöðugleika. Íslenskt efnahagslíf var allt í einu orðið líkara Þýskalandi en Grikklandi. Og á grundvelli þess stöðugleika hefur orðið fordæmalaus kaupmáttaraukning og lífskjarabót undanfarin 10 ár. Lærdómurinn af þessari sögu er einfaldur. Ferðaþjónustan er engin offjárfestingabóla. Ferðaþjónustan er fjölbreytnin í atvinnulífinu sem við biðum eftir áratugum saman, kvik grein sem hefur alla burði til að vera ein af stóru aflvélum efnahagskerfisins til framtíðar. Hún er þess vegna besta leiðin til að keyra íslenskt efnahagslíf í gang að nýju þegar þessari kórónakreppu lýkur og þar með besti möguleikinn sem við eigum til að verja með kjafti og klóm þær ótrúlegu lífskjarabætur sem við höfum byggt upp undanfarin 10 ár - einmitt á grundvelli ferðaþjónustunnar. Við viljum fjölbreytt atvinnulíf. Við viljum sterkan alþjóðageira, meiri nýsköpun, öflugan iðnað, stærri hátæknigeira, framsækinn sjávarútveg, hágæða þjónustugreinar o.s.frv. Það er afar mikilvægt að þetta vinni allt saman í fjölbreyttu atvinnulífi. Allt styður þetta hvert annað og ferðaþjónustan er á síðasta áratug orðin einn mikilvægasti hlekkurinn í því samspili sem byggir undir lífskjör og velferð á Íslandi. Það væri glapræði að taka ekki ákvarðanir núna sem tryggja að hún verði það áfram. Það mun nefnilega ekkert „eitthvað annað“ koma skyndilega í staðinn fyrir hana núna. Við biðum í áratugi, þið munið? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun