Mikið tjón í World Class og Lágafellslaug eftir vatnsleka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 12:15 Slökkviliðið sá um að dæla vatninu. Vísir/Jói K. Mikið tjón varð í húsnæði Lágafellslaugar og World Class í Mosfellsbæ vegna vatnsleka í nótt. Bilun í búnaði sundlaugarinnar olli því að vatni var áfram dælt eftir að aðallaugin fylltist. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Lárus Petersen, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru einhverjar græjur sem verið var að nota til að fylla aðallaugina. Á dælunni er rofi sem á að slá út þegar laugin er full. Hann virðist hafa bilað og þess vegna dældi í alla nótt,“ segir Lárus. Afleiðingin var talsvert vatnstjón í kjallara húsnæðis Lágafellslaugar, sem og í World Class-líkamsræktarstöðinni, sem er í sama húsi. Þegar fréttastofa náði tali af Lárusi var aðgerðum á vettvangi nýlokið. Notast var við stærðarinnar dælu, sem almennt er notuð við slökkvistarf, til þess að pumpa vatni úr húsinu og út á götu. Þannig var dregið úr álagi á niðurföll í húsinu sem gátu tekið það vatn sem eftir var. Lárus segir að á um 600 fermetra svæði kjallarans hafi meðaldýpt vatns verið í kring um 50 sentimetra. Þannig gæti vatnsmagnið í kjallaranum hafa verið í kring um 300 þúsund lítra. Vatninu var dælt út á götu, þaðan sem það fann leið sína í niðurföll Mosfellsbæjar.Vísir/Jói K. Þarf að skipta um gólf í World Class-stöðinni Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki búinn að fara sjálfur á stöðina í Mosfellsbæ þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann hafði þó fengið símtal frá sundlaugarstjóranum og verið upplýstur um stöðu mála. Björn segir að útlit sé fyrir að skipta þurfi um allt gólfið á neðri hæð stöðvarinnar. Hann segir þó að annar búnaður, á borð við líkamsræktartæki, hafi sloppið vel. „Það er auðvitað bara heilmikil vinna að færa öll tækin og skipta um þetta,“ segir Björn. Hann bætir þó við að búið verði að skipta um gólf áður en stöðin opnar aftur. Frá vettvangi.Vísir/Bjarni Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mosfellsbær Slökkvilið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira
Mikið tjón varð í húsnæði Lágafellslaugar og World Class í Mosfellsbæ vegna vatnsleka í nótt. Bilun í búnaði sundlaugarinnar olli því að vatni var áfram dælt eftir að aðallaugin fylltist. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Lárus Petersen, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru einhverjar græjur sem verið var að nota til að fylla aðallaugina. Á dælunni er rofi sem á að slá út þegar laugin er full. Hann virðist hafa bilað og þess vegna dældi í alla nótt,“ segir Lárus. Afleiðingin var talsvert vatnstjón í kjallara húsnæðis Lágafellslaugar, sem og í World Class-líkamsræktarstöðinni, sem er í sama húsi. Þegar fréttastofa náði tali af Lárusi var aðgerðum á vettvangi nýlokið. Notast var við stærðarinnar dælu, sem almennt er notuð við slökkvistarf, til þess að pumpa vatni úr húsinu og út á götu. Þannig var dregið úr álagi á niðurföll í húsinu sem gátu tekið það vatn sem eftir var. Lárus segir að á um 600 fermetra svæði kjallarans hafi meðaldýpt vatns verið í kring um 50 sentimetra. Þannig gæti vatnsmagnið í kjallaranum hafa verið í kring um 300 þúsund lítra. Vatninu var dælt út á götu, þaðan sem það fann leið sína í niðurföll Mosfellsbæjar.Vísir/Jói K. Þarf að skipta um gólf í World Class-stöðinni Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki búinn að fara sjálfur á stöðina í Mosfellsbæ þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann hafði þó fengið símtal frá sundlaugarstjóranum og verið upplýstur um stöðu mála. Björn segir að útlit sé fyrir að skipta þurfi um allt gólfið á neðri hæð stöðvarinnar. Hann segir þó að annar búnaður, á borð við líkamsræktartæki, hafi sloppið vel. „Það er auðvitað bara heilmikil vinna að færa öll tækin og skipta um þetta,“ segir Björn. Hann bætir þó við að búið verði að skipta um gólf áður en stöðin opnar aftur. Frá vettvangi.Vísir/Bjarni
Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mosfellsbær Slökkvilið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira