Sprautuðu alla keppendur með sótthreinsivökva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 11:30 Hnefaleikakappinn þurfti að fara í mjög sérstaka sturtu rétt fyrir bardagann sinn. Mynd/Instagram Flestar íþróttir hafa legið í dvala undanfarna mánuði á meðan heimurinn berst við útbreiðslu kórónuveirunnar en út í heimi eru sumir mótshaldarar eru tilbúnir að ganga ansi langt til að halda keppni gangandi. Hnefaleikakeppnin sem vakti heimsathygli um helgina fór fram í Níkaragva í Mið-Ameríku en það var þó ekki fyrir keppnina sjálfa heldur meðferðina á keppendunum sextán. Átta bardagar fóru fram þetta kvöld og það voru 800 áhorfendur í salnum. Áhorfendur þurftu ekki að borga sig inn í Alexis Arguello Sports höllina í Managua. Þeir þurftu aftur á móti að þola það að sótthreinsa sig, láta hitamæla sig við inngöngu og að sitja síðan í eins metra fjarlægð frá hverjum öðrum. Fighters sprayed with disinfectant as controvertial boxing card goes ahead in front of 800 fans. https://t.co/vhQXJyHzPn pic.twitter.com/sjrYMwCoye— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 Allt eru það skiljanlegar og þolanlegar kringumstæður nú þegar allir eru að reyna að halda kórónuveirunni í skefjum. Aðra sögu var að segja að keppendunum sjálfum því hnefaleikakapparnir þurftu að ganga í gegnum í furðulega meðferð áður en þeir fengu að stíga sinn í sjálfan hringinn. Þjálfarar og aðstoðarkonurnar þurftu öll að vera með grímu allan tímann og hnefaleikakapparnir voru með grímu allt þar til að þeir fóru inn í hringinn. Það sem hneykslaði þó fólk var að hnefaleikakapparnir voru sprautaðir með sótthreinsivökva áður en þeir fór inn í hringinn. Bardagarnir voru í beinni sjónvarpsútsendingu hjá bæði Canal 6 og ESPN Latin America og þaðan komu tekjurnar. View this post on Instagram 2020 Boxing can you imagine if your favorite fighter has to be cleaned before a fight ? What s your thoughts? #Boxeo #Boxing #COVID19 A post shared by TVBOXEO (@tvboxeo) on Apr 25, 2020 at 12:32pm PDT Rosendo Alvarez, tvöfaldur heimsmeistari, stóð fyrir keppninni og varði ákvörðun sína að halda bardagakvöldið þrátt fyrir ástandið. „Níkaragva er fátækt land og boxarar þurfa að borða. Þeir geta ekki verið innilokaðir í sínu húsi,“ sagði Rosendo Alvarez. Það hafa aðeins þrettán tilfelli af COVID-19 komið upp í Níkaragva og bæði fótbolta- og hafnarboltatímabilið er enn í fullum gangi í landinu. Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Flestar íþróttir hafa legið í dvala undanfarna mánuði á meðan heimurinn berst við útbreiðslu kórónuveirunnar en út í heimi eru sumir mótshaldarar eru tilbúnir að ganga ansi langt til að halda keppni gangandi. Hnefaleikakeppnin sem vakti heimsathygli um helgina fór fram í Níkaragva í Mið-Ameríku en það var þó ekki fyrir keppnina sjálfa heldur meðferðina á keppendunum sextán. Átta bardagar fóru fram þetta kvöld og það voru 800 áhorfendur í salnum. Áhorfendur þurftu ekki að borga sig inn í Alexis Arguello Sports höllina í Managua. Þeir þurftu aftur á móti að þola það að sótthreinsa sig, láta hitamæla sig við inngöngu og að sitja síðan í eins metra fjarlægð frá hverjum öðrum. Fighters sprayed with disinfectant as controvertial boxing card goes ahead in front of 800 fans. https://t.co/vhQXJyHzPn pic.twitter.com/sjrYMwCoye— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 Allt eru það skiljanlegar og þolanlegar kringumstæður nú þegar allir eru að reyna að halda kórónuveirunni í skefjum. Aðra sögu var að segja að keppendunum sjálfum því hnefaleikakapparnir þurftu að ganga í gegnum í furðulega meðferð áður en þeir fengu að stíga sinn í sjálfan hringinn. Þjálfarar og aðstoðarkonurnar þurftu öll að vera með grímu allan tímann og hnefaleikakapparnir voru með grímu allt þar til að þeir fóru inn í hringinn. Það sem hneykslaði þó fólk var að hnefaleikakapparnir voru sprautaðir með sótthreinsivökva áður en þeir fór inn í hringinn. Bardagarnir voru í beinni sjónvarpsútsendingu hjá bæði Canal 6 og ESPN Latin America og þaðan komu tekjurnar. View this post on Instagram 2020 Boxing can you imagine if your favorite fighter has to be cleaned before a fight ? What s your thoughts? #Boxeo #Boxing #COVID19 A post shared by TVBOXEO (@tvboxeo) on Apr 25, 2020 at 12:32pm PDT Rosendo Alvarez, tvöfaldur heimsmeistari, stóð fyrir keppninni og varði ákvörðun sína að halda bardagakvöldið þrátt fyrir ástandið. „Níkaragva er fátækt land og boxarar þurfa að borða. Þeir geta ekki verið innilokaðir í sínu húsi,“ sagði Rosendo Alvarez. Það hafa aðeins þrettán tilfelli af COVID-19 komið upp í Níkaragva og bæði fótbolta- og hafnarboltatímabilið er enn í fullum gangi í landinu.
Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira