Vonar að kjarasamningar náist fyrir þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Í síðustu aðgerðalotu hjá Eflingu þurfti að loka leikskólum og skólum vegna aðgerðanna, áður en þeim varð síðan frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist binda miklar vonir við að samningar náist fyrir þriðjudag. „Við bindum auðvitað mjög miklar vonir við það. Þetta er auðvitað bara mjög einfalt mál: Við förum fram á þessa einföldu réttlætisaðgerð, þessa leiðréttingu. Við förum fram á að við náum að skrifa undir fyrir þetta fólk eins samning og við gengum frá bæði við Reykjavíkurborg og ríkið og ef viljinn er fyrir hendi hjá viðsemjendum okkar þá er málið í rauninni bara tilbúið, það eina sem þarf er að skrifa undir.“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að þetta starfsfólk fái kjarasamninga. Það sé ólíðandi að það fái ekki eðlilega kjarasamninga vegna ógæfunnar sem hefur gengið yfir landið. „Þetta fólk sem hér um ræðir er svokallað ómissandi starfsfólk. Þetta er fólkið sem sinnir algjörum grundvallar störfum í þessu samfélagi: skólaliðar, heimaþjónusta. Það gengur ekki að sökum þess að hér hafi þessi ógæfa dunið yfir að þau fái ekki eðlilegan kjarasamning. Það er ólíðandi óréttlæti.“ Þá séu þessir einstaklingar einnig gríðarlega mikilvægir í þeirri vinnu að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. „Svo má auðvitað nota tækifærið og benda á það að í ástandi eins og þessu þá skiptir auðvitað mjög miklu máli að láglaunafólk hafi eitthvað á milli handanna svo að það geti sannarlega tekið hér þátt í því að koma hagkerfinu aftur í gang með neyslu sem á sér þá stað hér innanlands.“ Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Ölfus Hveragerði Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38 Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33 Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Í síðustu aðgerðalotu hjá Eflingu þurfti að loka leikskólum og skólum vegna aðgerðanna, áður en þeim varð síðan frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist binda miklar vonir við að samningar náist fyrir þriðjudag. „Við bindum auðvitað mjög miklar vonir við það. Þetta er auðvitað bara mjög einfalt mál: Við förum fram á þessa einföldu réttlætisaðgerð, þessa leiðréttingu. Við förum fram á að við náum að skrifa undir fyrir þetta fólk eins samning og við gengum frá bæði við Reykjavíkurborg og ríkið og ef viljinn er fyrir hendi hjá viðsemjendum okkar þá er málið í rauninni bara tilbúið, það eina sem þarf er að skrifa undir.“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að þetta starfsfólk fái kjarasamninga. Það sé ólíðandi að það fái ekki eðlilega kjarasamninga vegna ógæfunnar sem hefur gengið yfir landið. „Þetta fólk sem hér um ræðir er svokallað ómissandi starfsfólk. Þetta er fólkið sem sinnir algjörum grundvallar störfum í þessu samfélagi: skólaliðar, heimaþjónusta. Það gengur ekki að sökum þess að hér hafi þessi ógæfa dunið yfir að þau fái ekki eðlilegan kjarasamning. Það er ólíðandi óréttlæti.“ Þá séu þessir einstaklingar einnig gríðarlega mikilvægir í þeirri vinnu að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. „Svo má auðvitað nota tækifærið og benda á það að í ástandi eins og þessu þá skiptir auðvitað mjög miklu máli að láglaunafólk hafi eitthvað á milli handanna svo að það geti sannarlega tekið hér þátt í því að koma hagkerfinu aftur í gang með neyslu sem á sér þá stað hér innanlands.“
Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Ölfus Hveragerði Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38 Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33 Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38
Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33
Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent