Spánverjar mega æfa á mánudag og keppni gæti hafist snemma í júní Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 21:00 Það styttist vonandi í að Lionel Messi og aðrir geti hafið æfingar að nýju. VÍSIR/GETTY Spænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að afreksíþróttafólk í landinu geti hafið einstaklingsæfingar 4. maí. Slakað verður á skilyrðum í nokkrum skrefum og standa vonir til að hægt verði að spila fótboltaleiki snemma í júní. Keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta var stöðvuð um miðjan mars vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var 27 umferðum af 38 lokið. Samkvæmt AS er stefnt að því að þráðurinn verði tekinn upp að nýju 5. eða 12. júní. Leikmenn mega mæta á æfingasvæði síns félags frá og með 4. maí og æfa með bolta úti á velli, en þó ekki í hópum. Þann 18. maí á að leyfa allt að sex manna hópum að æfa saman, og stækka hópana í átta manns viku síðar. Ekki mega fleiri en tíu manns, að meðtöldum þjálfurum, vera á sama velli á sama tíma. Þann 1. júní er stefnt að því að venjulegar liðsæfingar á Spáni geti hafist að nýju. Samkvæmt AS er ætlast til þess að leikmenn haldi sig einangruðum frá öðrum en liðsfélögum sínum, með það í huga að hægt verði að spila fótbolta að nýju og klára tímabilið, en leikmenn hafa til þessa hafnað þeirri hugmynd. Frakkar hafa ákveðið að aflýsa sínu tímabili en Ítalir horfa til sams konar áætlunar og Spánverjar nú. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi ensku úrvalsdeildina en vonir standa til að hægt verði að spila í júní. Keppni í Þýskalandi hefst hins vegar að nýju 9. maí ef að þýsk stjórnvöld gefa grænt ljós. Hvergi stendur til að áhorfendur verði á leikjunum. Spænski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Spænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að afreksíþróttafólk í landinu geti hafið einstaklingsæfingar 4. maí. Slakað verður á skilyrðum í nokkrum skrefum og standa vonir til að hægt verði að spila fótboltaleiki snemma í júní. Keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta var stöðvuð um miðjan mars vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var 27 umferðum af 38 lokið. Samkvæmt AS er stefnt að því að þráðurinn verði tekinn upp að nýju 5. eða 12. júní. Leikmenn mega mæta á æfingasvæði síns félags frá og með 4. maí og æfa með bolta úti á velli, en þó ekki í hópum. Þann 18. maí á að leyfa allt að sex manna hópum að æfa saman, og stækka hópana í átta manns viku síðar. Ekki mega fleiri en tíu manns, að meðtöldum þjálfurum, vera á sama velli á sama tíma. Þann 1. júní er stefnt að því að venjulegar liðsæfingar á Spáni geti hafist að nýju. Samkvæmt AS er ætlast til þess að leikmenn haldi sig einangruðum frá öðrum en liðsfélögum sínum, með það í huga að hægt verði að spila fótbolta að nýju og klára tímabilið, en leikmenn hafa til þessa hafnað þeirri hugmynd. Frakkar hafa ákveðið að aflýsa sínu tímabili en Ítalir horfa til sams konar áætlunar og Spánverjar nú. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi ensku úrvalsdeildina en vonir standa til að hægt verði að spila í júní. Keppni í Þýskalandi hefst hins vegar að nýju 9. maí ef að þýsk stjórnvöld gefa grænt ljós. Hvergi stendur til að áhorfendur verði á leikjunum.
Spænski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45
Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00
Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00