Andað léttara - en hvað með Icelandair Group? Þórir Garðarsson skrifar 29. apríl 2020 14:35 Tekjulítil og tekjulaus fyrirtæki í ferðaþjónustu anda léttara eftir að ríkisstjórnin kynnti björgunaraðgerðir sínar í gær. Án tekna voru fyrirtækin í þeirri klemmu að geta hvorki haft starfsfólk í vinnu né sagt því upp og greitt laun á samningsbundnum uppsagnartíma. Útspil ríkisins leysir þennan hnút og fyrir þá framsýni ber að þakka. Fyrir þá sem sagt verður upp störfum skiptir aðstoð ríkisins ekki síst miklu. Viðkomandi einstaklingar fá laun sín og orlof greidd að fullu á uppsagnartímanum. Ekki síður er jákvætt að settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Enginn vafi leikur á því að flestöll fyrirtæki í ferðaþjónustu munu nýta tímann sem framundan er til að hagræða og búa sig undir endurkomu ferðamanna. Það leiðir hugann að stöðu Icelandair Group. Innan grúppunnar er ekki aðeins flugfélagið Icelandair, heldur einnig ferðaskrifstofurnar Vita og Iceland Travel, flugafgreiðslufyrirtækið IGS og viðhaldsfyrirtækið ITS. Til skamms tíma átti Icelandair Group einnig hótelkeðju. Almenn sátt er um það að flugfélagið Icelandair er þjóðhagslega mikilvægt. Fyrir ferðaþjónustuna hefur Icelandair reynst akkerið. Rætt er um að gripið er til sértækra ráðstafana til að Icelandair lifi af hremmingarnar. En hvað með hin fyrirtækin innan grúppunnar? Nær sá stuðningur þá líka til þeirra? Þessi fyrirtæki starfa á öflugum samkeppnismarkaði, við önnur viðhaldsfyrirtæki, flugafgreiðslufyrirtæki og ferðaskrifstofur. Hvar liggja mörkin? Er verið að hjálpa Icelandair eða Icelandair Group? Til að gæta allrar sanngirni í núverandi aðstæðum er full ástæða til að skörp skil verði gerð á milli rekstrar flugfélagsins Icelandair og annarra fyrirtækja undir hatti grúppunnar. Engin ástæða er til að skapa tortryggni af hálfu samkeppnisaðila, hvað þá af hálfu skattgreiðenda. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi og hluthafi í Icelandair Group Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Tekjulítil og tekjulaus fyrirtæki í ferðaþjónustu anda léttara eftir að ríkisstjórnin kynnti björgunaraðgerðir sínar í gær. Án tekna voru fyrirtækin í þeirri klemmu að geta hvorki haft starfsfólk í vinnu né sagt því upp og greitt laun á samningsbundnum uppsagnartíma. Útspil ríkisins leysir þennan hnút og fyrir þá framsýni ber að þakka. Fyrir þá sem sagt verður upp störfum skiptir aðstoð ríkisins ekki síst miklu. Viðkomandi einstaklingar fá laun sín og orlof greidd að fullu á uppsagnartímanum. Ekki síður er jákvætt að settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Enginn vafi leikur á því að flestöll fyrirtæki í ferðaþjónustu munu nýta tímann sem framundan er til að hagræða og búa sig undir endurkomu ferðamanna. Það leiðir hugann að stöðu Icelandair Group. Innan grúppunnar er ekki aðeins flugfélagið Icelandair, heldur einnig ferðaskrifstofurnar Vita og Iceland Travel, flugafgreiðslufyrirtækið IGS og viðhaldsfyrirtækið ITS. Til skamms tíma átti Icelandair Group einnig hótelkeðju. Almenn sátt er um það að flugfélagið Icelandair er þjóðhagslega mikilvægt. Fyrir ferðaþjónustuna hefur Icelandair reynst akkerið. Rætt er um að gripið er til sértækra ráðstafana til að Icelandair lifi af hremmingarnar. En hvað með hin fyrirtækin innan grúppunnar? Nær sá stuðningur þá líka til þeirra? Þessi fyrirtæki starfa á öflugum samkeppnismarkaði, við önnur viðhaldsfyrirtæki, flugafgreiðslufyrirtæki og ferðaskrifstofur. Hvar liggja mörkin? Er verið að hjálpa Icelandair eða Icelandair Group? Til að gæta allrar sanngirni í núverandi aðstæðum er full ástæða til að skörp skil verði gerð á milli rekstrar flugfélagsins Icelandair og annarra fyrirtækja undir hatti grúppunnar. Engin ástæða er til að skapa tortryggni af hálfu samkeppnisaðila, hvað þá af hálfu skattgreiðenda. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi og hluthafi í Icelandair Group
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar