Botna ekkert í yfirlýsingu HK: „Hlýtur að vera byggt á misskilningi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 13:28 Pétur Árni hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna. vísir/bára Stjörnumenn skilja lítið í yfirlýsingunni sem HK-ingar sendu frá sér í gær varðandi félagaskipti Péturs Árna Haukssonar og segja að líklegast sé um misskilning að ræða. Í yfirlýsingu HK segir að Pétur Árni hafi verið samningsbundinn félaginu til 2021 og Stjarnan hafi rætt við hann án leyfis. HK hefur sent inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. „Það jaðrar við að maður geti bara sagt „no comment“ því við botnum ekkert í þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. „Við vissum ekki betur en að Pétur Árni væri búinn að ganga frá öllum sínum málum gagnvart þeim og hann kemur af fjöllum. Ég hef heldur ekkert heyrt í HSÍ út af þessu. Ég held að þetta sé byggt á einhverjum misskilningi.“ Samningur Péturs Árna við HK var til 30. júní 2021. „Ég sá persónulega ekki um þetta en mér skilst að hann hafi verið með svokallaðan einn plús einn samning sem er með riftunarákvæði eftir eitt ár,“ sagði Pétur. Hann segir að hvorki HSÍ né HK hafi haft samband við Stjörnuna vegna máls Péturs Árna. „Fyrir utan þessa yfirlýsingu vorum við bara í myrkrinu því við höfum ekki heyrt HSÍ eða HK. Okkur finnst mjög einkennilegt að kvarta við okkur og HSÍ í gegnum blöðin. Þetta hefði kannski verið blaðamatur ef þeir hefðu haft samband við okkur og við svarað þeim með dónaskap. En það var ekki svoleiðis. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur sem muni leysast,“ sagði Pétur. Stjarnan verður fjórða liðið sem Pétur Árni leikur með hér á landi. Auk HK hefur hann leikið með Gróttu og ÍR. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður HK með 69 mörk. HK féll úr Olís-deildinni og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Stjarnan endaði hins vegar í 8. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV. Olís-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Stjörnumenn skilja lítið í yfirlýsingunni sem HK-ingar sendu frá sér í gær varðandi félagaskipti Péturs Árna Haukssonar og segja að líklegast sé um misskilning að ræða. Í yfirlýsingu HK segir að Pétur Árni hafi verið samningsbundinn félaginu til 2021 og Stjarnan hafi rætt við hann án leyfis. HK hefur sent inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. „Það jaðrar við að maður geti bara sagt „no comment“ því við botnum ekkert í þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. „Við vissum ekki betur en að Pétur Árni væri búinn að ganga frá öllum sínum málum gagnvart þeim og hann kemur af fjöllum. Ég hef heldur ekkert heyrt í HSÍ út af þessu. Ég held að þetta sé byggt á einhverjum misskilningi.“ Samningur Péturs Árna við HK var til 30. júní 2021. „Ég sá persónulega ekki um þetta en mér skilst að hann hafi verið með svokallaðan einn plús einn samning sem er með riftunarákvæði eftir eitt ár,“ sagði Pétur. Hann segir að hvorki HSÍ né HK hafi haft samband við Stjörnuna vegna máls Péturs Árna. „Fyrir utan þessa yfirlýsingu vorum við bara í myrkrinu því við höfum ekki heyrt HSÍ eða HK. Okkur finnst mjög einkennilegt að kvarta við okkur og HSÍ í gegnum blöðin. Þetta hefði kannski verið blaðamatur ef þeir hefðu haft samband við okkur og við svarað þeim með dónaskap. En það var ekki svoleiðis. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur sem muni leysast,“ sagði Pétur. Stjarnan verður fjórða liðið sem Pétur Árni leikur með hér á landi. Auk HK hefur hann leikið með Gróttu og ÍR. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður HK með 69 mörk. HK féll úr Olís-deildinni og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Stjarnan endaði hins vegar í 8. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV.
Olís-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita