Byggjum réttlátt þjóðfélag Drífa Snædal skrifar 1. maí 2020 07:00 Kæru félagar og landsmenn allir Um heim allan hefur flestu sem við höfum tekið sem gefnu verið ýtt til hliðar til að verja líf okkar og heilsu. Vinna, nám, félagslíf og samskipti hafa tekið stakkaskiptum og breytingarnar kunna að einhverju marki að vara til frambúðar. Framtíðin sem við höfum undirbúið okkur undir, með aukinni áherslu á tækni og grænar lausnir er allt í einu mætt nokkrum árum fyrr en áætlað var og við stöndum frammi fyrir spurningunni: hvernig ætlum við að hafa framtíðina? Allt er breytt. Möguleikum hefur snarfækkað og snarfjölgað. Hér á landi hefur nálgunin verið skynsamleg. Við höfum leitað til fólks sem besta þekkingu hefur á faröldrum og almannaöryggi og við sjáum fram á að geta andað aðeins léttar, þó fyrirvararnir séu enn margir og verði áfram. Alltaf búum við vel að því að eiga öflugt heilbrigðisstarfsfólk og sameiginlega innviði, en aldrei hefur það verið jafn ljóst og nú. Við erum komin í þá stöðu á undan flestum ríkjum að geta einhent okkur í uppbyggingu og næstu skref. Það er einkennandi að þau samfélög sem hafa náð að vernda fólk best gegn veirunni eru þau lönd þar sem samfélagshugsun er ríkjandi í stað þeirrar hugsunar að hver sé sjálfum sér næstur. Lönd sem hafa byggt upp heilbrigðiskerfi og aðra velferð sameiginlega og fyrir alla. Það er dýrmætt að eiga slíka sameign og aldrei sem nú, hana þurfum við að vernda og efla. Við stöndum frammi fyrir efnahagskreppu og þá reynir á samfélagshugsunina. Við erum ekki öll á sama báti, óhugnanlega margir hafa misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. En þó við séum ekki á sama báti getum við sannmælst um að tryggja framfærslu fólks, grunn hins siðmenntaða samfélags, að fólk hafi til hnífs og skeiðar, þak yfir höfuðið og geti notið lífsins gæða. Við stöndum frammi fyrir stórum ákvörðunum um framtíðina. Í mínum huga er það hvorki gerlegt né æskilegt að leita í sama farið. Leiðarstef okkar við uppbyggingu samfélagsins og atvinnulífsins á að vera að allir hafi framfærslu; vinnandi fólk, fólk í atvinnuleit, öryrkjar, aldraðir og námsmenn. Ef við tryggjum ekki framfærslu fólks verður kreppan dýpri og erfiðari bæði fyrir einstaklinga og okkur sem samfélag. Framfærslutrygging er því lykilatriði í vörn og viðspyrnu. Í öllum kreppum leita fjármagnseigendur tækifæra til að auka auð sinn og komast yfir fyrirtæki, stofnanir og jafnvel heimili á brunaútsölu. Eina aflið gegn slíkri græðgi er samstaða fólks og barátta fjöldahreyfinga. Við munum berjast gegn því að endurreisnin verði byggð á að sameignir okkar verði seldar eða að slegið verði af kröfum um laun og aðbúnað vinnandi fólks. Það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna að verja þau réttindi sem við höfum samið um. Við viljum ekki ástand þar sem atvinnulaust fólk er svo örvæntingafullt að það undirbýður hvert annað í þeirri von að fá einhvern pening í vasann. Eða að slakað sé á öryggi vinnandi fólks í skjóli ástandsins. Þetta er raunveruleg hætta hér á landi og um heim allan. Ísland er fyrirmynd annarra í viðbrögðum við faraldrinum og við skulum líka vera fyrirmynd í því hvernig við byggjum okkur upp að nýju. Við viljum byggja upp réttlátt þjóðfélag. Við skulum einsetja okkur að eftir eitt ár, fyrsta maí árið 2021, verði búið að útrýma atvinnuleysi með góðum og öruggum störfum. Hér verðum við í fullum gangi að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki í matvælaframleiðslu, heilbrigðisþjónustu, menntun, tækni og nýsköpun. Við höfum styrkt okkar innviði og sameiginlegar grunnstoðir. Við getum horft stolt til baka þar sem lífskjörin voru varin, komið var í veg fyrir að reikningnum væri velt yfir á heimilin og jöfnuður hafður að leiðarljósi. Við búum við lýðræðislegt og opið samfélag. Um þetta sameinumst við í dag, á baráttudegi verkalýðsins. Kæru félagar, það eru víða erfiðleikar en við munum komast í gegnum þá og verðum vonandi sterkari og jafnari og samfélagið réttlátara á eftir. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Kæru félagar og landsmenn allir Um heim allan hefur flestu sem við höfum tekið sem gefnu verið ýtt til hliðar til að verja líf okkar og heilsu. Vinna, nám, félagslíf og samskipti hafa tekið stakkaskiptum og breytingarnar kunna að einhverju marki að vara til frambúðar. Framtíðin sem við höfum undirbúið okkur undir, með aukinni áherslu á tækni og grænar lausnir er allt í einu mætt nokkrum árum fyrr en áætlað var og við stöndum frammi fyrir spurningunni: hvernig ætlum við að hafa framtíðina? Allt er breytt. Möguleikum hefur snarfækkað og snarfjölgað. Hér á landi hefur nálgunin verið skynsamleg. Við höfum leitað til fólks sem besta þekkingu hefur á faröldrum og almannaöryggi og við sjáum fram á að geta andað aðeins léttar, þó fyrirvararnir séu enn margir og verði áfram. Alltaf búum við vel að því að eiga öflugt heilbrigðisstarfsfólk og sameiginlega innviði, en aldrei hefur það verið jafn ljóst og nú. Við erum komin í þá stöðu á undan flestum ríkjum að geta einhent okkur í uppbyggingu og næstu skref. Það er einkennandi að þau samfélög sem hafa náð að vernda fólk best gegn veirunni eru þau lönd þar sem samfélagshugsun er ríkjandi í stað þeirrar hugsunar að hver sé sjálfum sér næstur. Lönd sem hafa byggt upp heilbrigðiskerfi og aðra velferð sameiginlega og fyrir alla. Það er dýrmætt að eiga slíka sameign og aldrei sem nú, hana þurfum við að vernda og efla. Við stöndum frammi fyrir efnahagskreppu og þá reynir á samfélagshugsunina. Við erum ekki öll á sama báti, óhugnanlega margir hafa misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. En þó við séum ekki á sama báti getum við sannmælst um að tryggja framfærslu fólks, grunn hins siðmenntaða samfélags, að fólk hafi til hnífs og skeiðar, þak yfir höfuðið og geti notið lífsins gæða. Við stöndum frammi fyrir stórum ákvörðunum um framtíðina. Í mínum huga er það hvorki gerlegt né æskilegt að leita í sama farið. Leiðarstef okkar við uppbyggingu samfélagsins og atvinnulífsins á að vera að allir hafi framfærslu; vinnandi fólk, fólk í atvinnuleit, öryrkjar, aldraðir og námsmenn. Ef við tryggjum ekki framfærslu fólks verður kreppan dýpri og erfiðari bæði fyrir einstaklinga og okkur sem samfélag. Framfærslutrygging er því lykilatriði í vörn og viðspyrnu. Í öllum kreppum leita fjármagnseigendur tækifæra til að auka auð sinn og komast yfir fyrirtæki, stofnanir og jafnvel heimili á brunaútsölu. Eina aflið gegn slíkri græðgi er samstaða fólks og barátta fjöldahreyfinga. Við munum berjast gegn því að endurreisnin verði byggð á að sameignir okkar verði seldar eða að slegið verði af kröfum um laun og aðbúnað vinnandi fólks. Það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna að verja þau réttindi sem við höfum samið um. Við viljum ekki ástand þar sem atvinnulaust fólk er svo örvæntingafullt að það undirbýður hvert annað í þeirri von að fá einhvern pening í vasann. Eða að slakað sé á öryggi vinnandi fólks í skjóli ástandsins. Þetta er raunveruleg hætta hér á landi og um heim allan. Ísland er fyrirmynd annarra í viðbrögðum við faraldrinum og við skulum líka vera fyrirmynd í því hvernig við byggjum okkur upp að nýju. Við viljum byggja upp réttlátt þjóðfélag. Við skulum einsetja okkur að eftir eitt ár, fyrsta maí árið 2021, verði búið að útrýma atvinnuleysi með góðum og öruggum störfum. Hér verðum við í fullum gangi að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki í matvælaframleiðslu, heilbrigðisþjónustu, menntun, tækni og nýsköpun. Við höfum styrkt okkar innviði og sameiginlegar grunnstoðir. Við getum horft stolt til baka þar sem lífskjörin voru varin, komið var í veg fyrir að reikningnum væri velt yfir á heimilin og jöfnuður hafður að leiðarljósi. Við búum við lýðræðislegt og opið samfélag. Um þetta sameinumst við í dag, á baráttudegi verkalýðsins. Kæru félagar, það eru víða erfiðleikar en við munum komast í gegnum þá og verðum vonandi sterkari og jafnari og samfélagið réttlátara á eftir. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er forseti ASÍ
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun