Hver Íslendingur sóar að jafnaði níutíu kílóum af mat árlega Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2020 12:42 Niðurstöður benda til að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Vísir/vilhelm Ætla má að hver Íslendingur sói að meðaltali níutíu kílóum af mat árlega. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum hennar fóru tuttugu kíló af nýtanlegum mat, 25 kíló af ónýtanlegum matarafgöngum, 40 lítrar af drykkjum og 5 kíló af matarolíu og fitu til spillis á hefðbundnu íslensku heimili í fyrra. Níutíu heimili og áttatíu fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári. Matarsóun íslenskra heimila er samkvæmt þessu sambærileg því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að um þriðjungi framleiddra matvæla á heimsvísu sé sóað. Alls 7.152 tonn af nýtanlegum mat í ruslið Í heildina er áætlað að að íslensk heimili hendi samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju, um 9.130 tonnum af ónýtanlegum matarafgöngum, 14.670 tonnum af drykkjum og 1.840 tonnum af matarolíu og fitu. Sambærileg rannsókn var framkvæmd af Umhverfisstofnun árið 2016 og fannst ekki tölfræðilega marktækur munur á sóun milli tímabilanna tveggja. Niðurstöður fyrirtækjarannsóknarinnar benda til þess að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Þar af eru 22 kíló af nýtanlegum mat, 3,6 kíló af ónýtanlegum mat, 14,6 lítrar af drykkjum og 1,6 kíló af olíu og fitu. Lítið vitað um sóun matvælaframleiðslufyrirtækja Dræm þátttaka framleiðslufyrirtækja í rannsókninni er þó sögð gera það að verkum að niðurstöðurnar endurspegla bara neysluhlekk matvælakeðjunnar og veiti ekki innsýn inn í hversu mikið af hráefni og tilbúnum mat fari til spillis við frumframleiðslu og matvælaframleiðslu. Að sögn Umhverfisstofnunar liggja enn sem komið er ekki fyrir staðlaðar aðferðir við rannsóknir á matarsóun. Í rannsóknarskýrslunni eru þó lagðar fram tillögur að stöðluðum aðferðum við slíkar rannsóknir og þeim beint til Hagstofu Evrópusambandsins. Matur Umhverfismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Ætla má að hver Íslendingur sói að meðaltali níutíu kílóum af mat árlega. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum hennar fóru tuttugu kíló af nýtanlegum mat, 25 kíló af ónýtanlegum matarafgöngum, 40 lítrar af drykkjum og 5 kíló af matarolíu og fitu til spillis á hefðbundnu íslensku heimili í fyrra. Níutíu heimili og áttatíu fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári. Matarsóun íslenskra heimila er samkvæmt þessu sambærileg því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að um þriðjungi framleiddra matvæla á heimsvísu sé sóað. Alls 7.152 tonn af nýtanlegum mat í ruslið Í heildina er áætlað að að íslensk heimili hendi samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju, um 9.130 tonnum af ónýtanlegum matarafgöngum, 14.670 tonnum af drykkjum og 1.840 tonnum af matarolíu og fitu. Sambærileg rannsókn var framkvæmd af Umhverfisstofnun árið 2016 og fannst ekki tölfræðilega marktækur munur á sóun milli tímabilanna tveggja. Niðurstöður fyrirtækjarannsóknarinnar benda til þess að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Þar af eru 22 kíló af nýtanlegum mat, 3,6 kíló af ónýtanlegum mat, 14,6 lítrar af drykkjum og 1,6 kíló af olíu og fitu. Lítið vitað um sóun matvælaframleiðslufyrirtækja Dræm þátttaka framleiðslufyrirtækja í rannsókninni er þó sögð gera það að verkum að niðurstöðurnar endurspegla bara neysluhlekk matvælakeðjunnar og veiti ekki innsýn inn í hversu mikið af hráefni og tilbúnum mat fari til spillis við frumframleiðslu og matvælaframleiðslu. Að sögn Umhverfisstofnunar liggja enn sem komið er ekki fyrir staðlaðar aðferðir við rannsóknir á matarsóun. Í rannsóknarskýrslunni eru þó lagðar fram tillögur að stöðluðum aðferðum við slíkar rannsóknir og þeim beint til Hagstofu Evrópusambandsins.
Matur Umhverfismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira