Alltaf áskoranir í löggæslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 15:20 Halla Bergþóra Björnsdóttir er nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu. Dómsmálaráðherra skipaði Höllu Bergþóru í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún tekur við embætti þann 11. maí. Hún gegndi áður embætti sýslumanns en frá árinu 2015 hefur hún verið lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra. Sjá einnig: Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri „Það eru nú sambærileg verkefni, lögregluverkefnin hér og fyrir norðan, en það er bara auðvitað áherslan á að reyna að veita eins góða þjónustu og mögulegt er, ég mun leggja áherslu á það,“ segir Halla Bergþóra. Sem nýr stjórnandi eigi hún eflaust eftir að setja svip sinn á embættið en hún segir engar meiriháttar breytingar í farvatninu. „Ég á nú ekki von á að það verði einhver stefnubreyting en það er auðvitað bara þannig þegar nýr stjórnandi kemur þá verða kannski einhverjar áherslubreytingar en það verða engar miklar stefnubreytingar,“ segir Halla Bergþóra. „Það hafa auðvitað alltaf verið hugleikin hjá mér heimilisofbeldismál og ofbeldismál almennt. Það hefur nú verið áhersla á það í samfélaginu og ég hugsa að það verði bara áfram.“ Halla Bergþóra tekur við embætti af Sigríði Björk Guðjónsdóttur en Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra. „Það eru alltaf áskoranir í löggæslu, alltaf áskoranir að halda sér í takt við breytingar á samfélaginu og eflaust verða áskoranir margar á næstu árum,“ segir Halla Bergþóra. Lögregluþjónar eru meðal þeirra stétta sem enn hafa ekki náð saman við ríkið um gerð kjarasamnings. „Ég bara vona að það náist sem fyrst að lögreglumenn nái að semja við ríkið. Það væri farsælt fyrir alla,“ segir Halla Bergþóra. Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu. Dómsmálaráðherra skipaði Höllu Bergþóru í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún tekur við embætti þann 11. maí. Hún gegndi áður embætti sýslumanns en frá árinu 2015 hefur hún verið lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra. Sjá einnig: Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri „Það eru nú sambærileg verkefni, lögregluverkefnin hér og fyrir norðan, en það er bara auðvitað áherslan á að reyna að veita eins góða þjónustu og mögulegt er, ég mun leggja áherslu á það,“ segir Halla Bergþóra. Sem nýr stjórnandi eigi hún eflaust eftir að setja svip sinn á embættið en hún segir engar meiriháttar breytingar í farvatninu. „Ég á nú ekki von á að það verði einhver stefnubreyting en það er auðvitað bara þannig þegar nýr stjórnandi kemur þá verða kannski einhverjar áherslubreytingar en það verða engar miklar stefnubreytingar,“ segir Halla Bergþóra. „Það hafa auðvitað alltaf verið hugleikin hjá mér heimilisofbeldismál og ofbeldismál almennt. Það hefur nú verið áhersla á það í samfélaginu og ég hugsa að það verði bara áfram.“ Halla Bergþóra tekur við embætti af Sigríði Björk Guðjónsdóttur en Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra. „Það eru alltaf áskoranir í löggæslu, alltaf áskoranir að halda sér í takt við breytingar á samfélaginu og eflaust verða áskoranir margar á næstu árum,“ segir Halla Bergþóra. Lögregluþjónar eru meðal þeirra stétta sem enn hafa ekki náð saman við ríkið um gerð kjarasamnings. „Ég bara vona að það náist sem fyrst að lögreglumenn nái að semja við ríkið. Það væri farsælt fyrir alla,“ segir Halla Bergþóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira