Ástæða þess að stefnumótun er það besta í krísu Stefán Sigurðsson skrifar 2. apríl 2020 15:00 Dagarnir undanfarið og óvissan sem þeim hefur fylgt minna mig á bankahrunið haustið 2008. Ég tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka nánast daginn eftir að bankarnir féllu. Þetta var stærsta stjórnendaábyrgð ferilsins, en ég fékk hinsvegar lítinn tíma til að gleðjast yfir titlinum þar sem allt var í óreiðu og rugli og fullkomin óvissa um framhaldið. Hlutirnir voru svo slæmir að það þótti góður brandari á gólfinu að ég hefði þegið starfið. Sem teymi vorum við í eignastýringunni hinsvegar ákveðin í að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Minn tími fór aðallega í að hlaupa á milli fundaherbergja til að slökkva elda: peningar týndir í útlöndum, óvissa um eignaverð, lokaðir sjóðir, flókin álitaefni tengd uppgjörum, málsóknir og viðskiptavinir brjálaðir og kröfðust svara. Fyrir starfsmenn var auðvelt að detta í að verða hálf dofnir og dagarnir fóru í að bregðast við miklu neikvæðu áreiti milli þess sem hægt var að endurhlaða nýjum neikvæðum fréttum á vefmiðlum. Við vorum föst í martröð, ekkert ljós við endann á göngunum enda óvissan algjör. Ég var enn eftir einhverjar vikur upp fyrir haus við að ná tökum á aðstæðunum, en mjög fljótlega fór Birna bankastjóri samt að ræða að nú yrði ég að fara í stefnumótun! Mín viðbrögð voru ákveðin, maður færi ekki í stefnumótun í miðju brunaútkalli! Viðbrögð Birnu voru enn harðari á móti, hún skipaði mér einfaldlega að finna tíma. Ég fann að ég kæmist ekki upp með neinn moðreyk og tók frá tíma fyrir stefnuvinnu með starfsmönnum þrátt fyrir að allt væri á öðrum endanum. Eftir á að hyggja var þetta algjör vendipunktur fyrir okkur í baráttunni við krísuna. Stefnumótunin bjó til ferli fyrir okkur til að koma saman, ræða og skilja stöðuna, skapa sameiginlega sýn á framhaldið og setja okkur stefnumið til framtíðar miðað við nýjar aðstæður. Í kjölfarið kviknaði ljós við enda ganganna og fólk sameinaði kraftana til að komast þangað. Ferlið leysti úr læðingi jákvæða orku, samkennd jókst og trú á verkefninu sem varð eftir á að hyggja grunnurinn að jákvæðri endurreisn. Að fenginni þessari reynslu get ég fullyrt að stefnumótun getur verið eitt af því besta sem teymi gera við þær aðstæður óvissu sem við lifum nú. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Dagarnir undanfarið og óvissan sem þeim hefur fylgt minna mig á bankahrunið haustið 2008. Ég tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka nánast daginn eftir að bankarnir féllu. Þetta var stærsta stjórnendaábyrgð ferilsins, en ég fékk hinsvegar lítinn tíma til að gleðjast yfir titlinum þar sem allt var í óreiðu og rugli og fullkomin óvissa um framhaldið. Hlutirnir voru svo slæmir að það þótti góður brandari á gólfinu að ég hefði þegið starfið. Sem teymi vorum við í eignastýringunni hinsvegar ákveðin í að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Minn tími fór aðallega í að hlaupa á milli fundaherbergja til að slökkva elda: peningar týndir í útlöndum, óvissa um eignaverð, lokaðir sjóðir, flókin álitaefni tengd uppgjörum, málsóknir og viðskiptavinir brjálaðir og kröfðust svara. Fyrir starfsmenn var auðvelt að detta í að verða hálf dofnir og dagarnir fóru í að bregðast við miklu neikvæðu áreiti milli þess sem hægt var að endurhlaða nýjum neikvæðum fréttum á vefmiðlum. Við vorum föst í martröð, ekkert ljós við endann á göngunum enda óvissan algjör. Ég var enn eftir einhverjar vikur upp fyrir haus við að ná tökum á aðstæðunum, en mjög fljótlega fór Birna bankastjóri samt að ræða að nú yrði ég að fara í stefnumótun! Mín viðbrögð voru ákveðin, maður færi ekki í stefnumótun í miðju brunaútkalli! Viðbrögð Birnu voru enn harðari á móti, hún skipaði mér einfaldlega að finna tíma. Ég fann að ég kæmist ekki upp með neinn moðreyk og tók frá tíma fyrir stefnuvinnu með starfsmönnum þrátt fyrir að allt væri á öðrum endanum. Eftir á að hyggja var þetta algjör vendipunktur fyrir okkur í baráttunni við krísuna. Stefnumótunin bjó til ferli fyrir okkur til að koma saman, ræða og skilja stöðuna, skapa sameiginlega sýn á framhaldið og setja okkur stefnumið til framtíðar miðað við nýjar aðstæður. Í kjölfarið kviknaði ljós við enda ganganna og fólk sameinaði kraftana til að komast þangað. Ferlið leysti úr læðingi jákvæða orku, samkennd jókst og trú á verkefninu sem varð eftir á að hyggja grunnurinn að jákvæðri endurreisn. Að fenginni þessari reynslu get ég fullyrt að stefnumótun getur verið eitt af því besta sem teymi gera við þær aðstæður óvissu sem við lifum nú. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar