Draumalið Domino´s deildar karla | Myndskeið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 20:30 Draumalið Benedikts Guðmundssonar. Körfuboltakvöld/Skjáskot Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar í síðasta þætti sem var jafnframt síðasti þáttur vetrarins. Lið þeirra voru nær alveg eins. Liði Benedikts er eftirfarandi: Dominykas Milka [Keflavík[, Mike Craion [KR], Georgi Boyanov [ÍR], Ægir Þór Steinarsson [Stjarnan] og Hörður Axel Vilhjálmsson [Keflavík]. Benedikt rökstuddi lið sitt á skemmtilegan hátt. „Þetta var auðvelt val með Milka. Hann er langbesta „fimman“ í deildinni og er fyrsti maður á blað.“ Hinn 27 ára gamli Milka var með 20.9 stig að meðaltali í leik, 12.1 frákast og 3.1 stoðsendingu. „Herra Bankastræti, Craion, kemur þarna inn sem eini Kaninn og mér fannst Kanarnir í vetur ekkert spes. Þetta er ekki okkar besta tímabil með Kana, Craion var „solid“ en hvort hann hafi unnið fyrir öllum laununum sínum veit ég ekki.“ Craion var með 19 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og 3.8 stoðsendingar. „Svo erum við með Boyanov. Þetta er eitt skýrasta dæmi sem ég hef séð um hvernig einn maður getur svínvirkað í einu kerfi og verið eins og kjáni í öðru. Hann kemur til Keflavíkur og er látinn fara á undirbúningstímabilinu, hann passaði engan veginn inn þar. Svo kemur hann inn í ÍR þar sem besta skipulagið er sem minnst skipulag. Þar svínvirkar hann og átti alveg sóðalegt tímabil.“ Bojanov var með 20.6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók að meðaltali 10.2 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar. Eini munur liðanna er sá að Kristinn velur Mario Matasovic, leikmann Njarðvíkur, í staðinn fyrir Boyanov. Matasovic er með 14.4 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og tvær stoðsendingar. „Ég er mjög hrifinn af þessum strák. Alveg sama hvernig Njarðvík spilaði þá var hann alltaf góður. Ég hef heyrt það að ef þú ætlar að spila kerfi þá tekuru Boyanov út af,“ sagði Kristinn um val sitt á Matasovic. „Ég er ekki að fara láta þetta lið spila nein kerfi,“ svaraði Benedikt um hæl. Að lokum voru báðir með landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Hörð Axel Vilhjálmsson. Þó báðir séu leikstjórnendur þá getur Hörður Axel vel spilað „án þess að hafa boltann“ eins og Kristinn orðaði það. Ægir Þór var með 13.3 stig að meðaltali í leik, 7.8 stoðsendingar og 4.9 fráköst. Hörður var með 11.5 stig að meðaltali í leik, 9.0 stoðsendingar og 3.9 fráköst. Draumalið Kristins Friðrikssonar var nær alveg eins og lið Benedikts.Körfuboltakvöld/Skjáskot Að lokum birti Kjartan Atli sitt draumalið en það var langt því frá að vera líkt og hin tvö. Umræðuna og lið Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Draumalið Domino´s Körfuboltakvölds Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson tveir af álitsgjafar Domino´s Körfuboltakvölds völdu draumalið leiktíðarinnar í síðasta þætti sem var jafnframt síðasti þáttur vetrarins. Lið þeirra voru nær alveg eins. Liði Benedikts er eftirfarandi: Dominykas Milka [Keflavík[, Mike Craion [KR], Georgi Boyanov [ÍR], Ægir Þór Steinarsson [Stjarnan] og Hörður Axel Vilhjálmsson [Keflavík]. Benedikt rökstuddi lið sitt á skemmtilegan hátt. „Þetta var auðvelt val með Milka. Hann er langbesta „fimman“ í deildinni og er fyrsti maður á blað.“ Hinn 27 ára gamli Milka var með 20.9 stig að meðaltali í leik, 12.1 frákast og 3.1 stoðsendingu. „Herra Bankastræti, Craion, kemur þarna inn sem eini Kaninn og mér fannst Kanarnir í vetur ekkert spes. Þetta er ekki okkar besta tímabil með Kana, Craion var „solid“ en hvort hann hafi unnið fyrir öllum laununum sínum veit ég ekki.“ Craion var með 19 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og 3.8 stoðsendingar. „Svo erum við með Boyanov. Þetta er eitt skýrasta dæmi sem ég hef séð um hvernig einn maður getur svínvirkað í einu kerfi og verið eins og kjáni í öðru. Hann kemur til Keflavíkur og er látinn fara á undirbúningstímabilinu, hann passaði engan veginn inn þar. Svo kemur hann inn í ÍR þar sem besta skipulagið er sem minnst skipulag. Þar svínvirkar hann og átti alveg sóðalegt tímabil.“ Bojanov var með 20.6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók að meðaltali 10.2 fráköst og gaf 2.5 stoðsendingar. Eini munur liðanna er sá að Kristinn velur Mario Matasovic, leikmann Njarðvíkur, í staðinn fyrir Boyanov. Matasovic er með 14.4 stig að meðaltali í leik, 9.8 fráköst og tvær stoðsendingar. „Ég er mjög hrifinn af þessum strák. Alveg sama hvernig Njarðvík spilaði þá var hann alltaf góður. Ég hef heyrt það að ef þú ætlar að spila kerfi þá tekuru Boyanov út af,“ sagði Kristinn um val sitt á Matasovic. „Ég er ekki að fara láta þetta lið spila nein kerfi,“ svaraði Benedikt um hæl. Að lokum voru báðir með landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Hörð Axel Vilhjálmsson. Þó báðir séu leikstjórnendur þá getur Hörður Axel vel spilað „án þess að hafa boltann“ eins og Kristinn orðaði það. Ægir Þór var með 13.3 stig að meðaltali í leik, 7.8 stoðsendingar og 4.9 fráköst. Hörður var með 11.5 stig að meðaltali í leik, 9.0 stoðsendingar og 3.9 fráköst. Draumalið Kristins Friðrikssonar var nær alveg eins og lið Benedikts.Körfuboltakvöld/Skjáskot Að lokum birti Kjartan Atli sitt draumalið en það var langt því frá að vera líkt og hin tvö. Umræðuna og lið Kjartans má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Draumalið Domino´s Körfuboltakvölds
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira