„Stórt félag með mikla starfsemi og þar af leiðandi eru launin há“ Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 19:00 Börkur Edvardsson er formaður knattspyrnudeildar Vals. MYND/STÖÐ 2 Knattspyrnufélagið Valur hefur lækkað laun leikmanna í öllum greinum félagsins vegna ástandsins sem útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft. Launakostnaður Vals er sá langhæsti hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík var heildarlaunakostnaður Vals árið 2018 yfir 350 milljónir króna. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals benti á það í Sportpakkanum á Stöð 2 að hafa bæri í huga hve miklu afreksstarfi Valsmenn haldi úti: „Við erum með sex meistaraflokka; tvo í körfu, tvo í handbolta og tvo í fótbolta, og allt eru þetta afreksflokkar í efstu deild. Við erum með fullt af starfsmönnum í húsinu líka, þjálfara og fleiri, svo að þetta er stórt félag með mikla starfsemi og þar af leiðandi eru launin há,“ sagði Börkur við Guðjón Guðmundsson. Eins og fyrr segir hafa leikmenn í öllum greinum tekið á sig launaskerðingu vegna ástandsins. „Við erum að horfa á algjört tekjufall hjá félaginu, og hjá öllum íþróttafélögum um allan heim. Við erum að bregðast við og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel. Vonandi nær félagið að koma heilt út úr þessum hremmingum. Þetta mun eflaust hafa töluverð áhrif, bæði íþróttalega og fjárhagslega séð. Við getum ekki klárað mótin í körfubolta og handbolta, og vitum ekki hvenær fótboltinn fer af stað á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Fjárhagslega hafa félögin svo úr miklu minna að moða á næstu misserum og þar af leiðandi vilja menn ganga hægt um gleðinnar dyr og ná betra jafnvægi í rekstur sinn en verið hefur,“ sagði Börkur. Vonar að fyrirtækin sýni samfélagslega ábyrgð Telur Börkur ekki að fyrirtækin í landinu muni halda að sér höndum þegar kemur að því að styðja við íþróttalífið? „Ég vona ekki. Þetta er partur af samfélagslegri ábyrgð, að styðja við íþróttir og menningu og listir. Það er undirstaða þess að það sé byggilegt í þessu samfélagi, þannig að ég vona nú að fyrirtækin reyni nú að halda út þeim styrkjum og samstarfssamningum sem nú þegar eru í gildi og geri vonandi nýja líka,“ sagði Börkur, sem líkt og fleiri vonast til þess að stjórnvöld geti hjálpað íþróttafélögum í gegnum erfiðasta kaflann: „Já, það væri náttúrulega voðalega gott ef þau myndu stíga inn á þessum tíma. Þau styðja við íþróttir á ýmsan máta en núna þurfum við náttúrulega að fá hjálp í launagreiðslum og rekstrarkostnaði því það er nánast búið að setja öll félög í sóttkví. Það er búið að loka fyrir alla starfsemi og það eru þar af leiðandi engar tekjur, og þá er nokkuð hart að þurfa að standa skil á rekstrargjöldum og launum.“ Klippa: Sportpakkinn - Börkur hjá Val um stöðu félagsins Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Segir íþróttafélögin eiga að fá 70% en menningu og listir 30% Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins, að mati Jóns Rúnars Halldórssonar. 31. mars 2020 19:00 Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Valsmenn fara yfir síðasta tímabil í ársreikningi sínum sem þeir segja hafa verið langt frá þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins og þjálfara. 1. apríl 2020 17:00 Valur með mestan hagnað á árinu 2019 en FH-ingar töpuðu langmest Tekjur Valsmanna af knattspyrnudeild sinni minnkuðu um 68 milljónir á milli ára en þeir voru samt sú knattspyrnudeild, sem tekur þátt í Pepsi Max deild karla í sumar, sem var rekin með mestum hagnaði. Ársreikningar félaganna eru nú opinberar tölur. 1. apríl 2020 12:00 Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Knattspyrnufélagið Valur hefur lækkað laun leikmanna í öllum greinum félagsins vegna ástandsins sem útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft. Launakostnaður Vals er sá langhæsti hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík var heildarlaunakostnaður Vals árið 2018 yfir 350 milljónir króna. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals benti á það í Sportpakkanum á Stöð 2 að hafa bæri í huga hve miklu afreksstarfi Valsmenn haldi úti: „Við erum með sex meistaraflokka; tvo í körfu, tvo í handbolta og tvo í fótbolta, og allt eru þetta afreksflokkar í efstu deild. Við erum með fullt af starfsmönnum í húsinu líka, þjálfara og fleiri, svo að þetta er stórt félag með mikla starfsemi og þar af leiðandi eru launin há,“ sagði Börkur við Guðjón Guðmundsson. Eins og fyrr segir hafa leikmenn í öllum greinum tekið á sig launaskerðingu vegna ástandsins. „Við erum að horfa á algjört tekjufall hjá félaginu, og hjá öllum íþróttafélögum um allan heim. Við erum að bregðast við og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel. Vonandi nær félagið að koma heilt út úr þessum hremmingum. Þetta mun eflaust hafa töluverð áhrif, bæði íþróttalega og fjárhagslega séð. Við getum ekki klárað mótin í körfubolta og handbolta, og vitum ekki hvenær fótboltinn fer af stað á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Fjárhagslega hafa félögin svo úr miklu minna að moða á næstu misserum og þar af leiðandi vilja menn ganga hægt um gleðinnar dyr og ná betra jafnvægi í rekstur sinn en verið hefur,“ sagði Börkur. Vonar að fyrirtækin sýni samfélagslega ábyrgð Telur Börkur ekki að fyrirtækin í landinu muni halda að sér höndum þegar kemur að því að styðja við íþróttalífið? „Ég vona ekki. Þetta er partur af samfélagslegri ábyrgð, að styðja við íþróttir og menningu og listir. Það er undirstaða þess að það sé byggilegt í þessu samfélagi, þannig að ég vona nú að fyrirtækin reyni nú að halda út þeim styrkjum og samstarfssamningum sem nú þegar eru í gildi og geri vonandi nýja líka,“ sagði Börkur, sem líkt og fleiri vonast til þess að stjórnvöld geti hjálpað íþróttafélögum í gegnum erfiðasta kaflann: „Já, það væri náttúrulega voðalega gott ef þau myndu stíga inn á þessum tíma. Þau styðja við íþróttir á ýmsan máta en núna þurfum við náttúrulega að fá hjálp í launagreiðslum og rekstrarkostnaði því það er nánast búið að setja öll félög í sóttkví. Það er búið að loka fyrir alla starfsemi og það eru þar af leiðandi engar tekjur, og þá er nokkuð hart að þurfa að standa skil á rekstrargjöldum og launum.“ Klippa: Sportpakkinn - Börkur hjá Val um stöðu félagsins
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Segir íþróttafélögin eiga að fá 70% en menningu og listir 30% Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins, að mati Jóns Rúnars Halldórssonar. 31. mars 2020 19:00 Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Valsmenn fara yfir síðasta tímabil í ársreikningi sínum sem þeir segja hafa verið langt frá þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins og þjálfara. 1. apríl 2020 17:00 Valur með mestan hagnað á árinu 2019 en FH-ingar töpuðu langmest Tekjur Valsmanna af knattspyrnudeild sinni minnkuðu um 68 milljónir á milli ára en þeir voru samt sú knattspyrnudeild, sem tekur þátt í Pepsi Max deild karla í sumar, sem var rekin með mestum hagnaði. Ársreikningar félaganna eru nú opinberar tölur. 1. apríl 2020 12:00 Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Segir íþróttafélögin eiga að fá 70% en menningu og listir 30% Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins, að mati Jóns Rúnars Halldórssonar. 31. mars 2020 19:00
Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Valsmenn fara yfir síðasta tímabil í ársreikningi sínum sem þeir segja hafa verið langt frá þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins og þjálfara. 1. apríl 2020 17:00
Valur með mestan hagnað á árinu 2019 en FH-ingar töpuðu langmest Tekjur Valsmanna af knattspyrnudeild sinni minnkuðu um 68 milljónir á milli ára en þeir voru samt sú knattspyrnudeild, sem tekur þátt í Pepsi Max deild karla í sumar, sem var rekin með mestum hagnaði. Ársreikningar félaganna eru nú opinberar tölur. 1. apríl 2020 12:00
Leikmenn og þjálfarar Vals taka á sig launalækkun að eigin frumkvæði Laun leikmanna, þjálfara og starfsfólk meistaraflokka karla og kvenna í fótbolta í Val hafa verið lækkuð vegna kórónuveirufaraldursins. 1. apríl 2020 14:33