Ekkert bendir til annars en að verkfall hefjist á þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2020 14:45 Samningarfundur Reykjavíkurborgar og Eflingar hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm „Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið til verkfalls sem hefst á þriðjudag komist Efling ekki að samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambandsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Viðar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið á síðustu dögum, hún hafi haldist sú sama frá síðasta fundi. Hann segir að farið verði inn á fundinn með von um að sambandið muni vera tilbúið að sýna vilja til að leysa úr deilunni á sömu forsendum og leyst var úr kjaradeilum við Reykjavíkurborg og ríkið og við Faxaflóahafnir. „Ég held að sambandið sé að verða mjög einangrað í afstöðu sinni,“ segir Viðar. Hann segist ekki geta sagt að mikið beri á milli samningsaðila. „Málið snýst um hóflega leiðréttingakröfu fyrir allra lægstu laun og sögulega vanmetnar kvennastéttir.“ „Þetta er lausn sem aðrir armar hins opinbera hafa þegar fallist á að gera í kjaraviðræðum við okkur á liðnum vikum. Ég held að það verði æ furðulegra hvers vegna sambandið sker sig úr með þessum hætti.“ Sérðu fyrir þér að þau breyti afstöðu sinni fyrir fundinn á morgun? „Það er þeirra að svara en auðvitað held ég að það verði allra hagur að fara að leysa úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst,“ segir Viðar. „Ég held að eina tæka lausnin á þessu máli sé á borðinu og hún er sú sem þegar hefur samist við ríkið og Reykjavíkurborg. Fjórum skólum verður lokað 6. maí hjá Kópavogsbæ, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný á morgun 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, það er Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51 Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið til verkfalls sem hefst á þriðjudag komist Efling ekki að samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambandsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Viðar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið á síðustu dögum, hún hafi haldist sú sama frá síðasta fundi. Hann segir að farið verði inn á fundinn með von um að sambandið muni vera tilbúið að sýna vilja til að leysa úr deilunni á sömu forsendum og leyst var úr kjaradeilum við Reykjavíkurborg og ríkið og við Faxaflóahafnir. „Ég held að sambandið sé að verða mjög einangrað í afstöðu sinni,“ segir Viðar. Hann segist ekki geta sagt að mikið beri á milli samningsaðila. „Málið snýst um hóflega leiðréttingakröfu fyrir allra lægstu laun og sögulega vanmetnar kvennastéttir.“ „Þetta er lausn sem aðrir armar hins opinbera hafa þegar fallist á að gera í kjaraviðræðum við okkur á liðnum vikum. Ég held að það verði æ furðulegra hvers vegna sambandið sker sig úr með þessum hætti.“ Sérðu fyrir þér að þau breyti afstöðu sinni fyrir fundinn á morgun? „Það er þeirra að svara en auðvitað held ég að það verði allra hagur að fara að leysa úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst,“ segir Viðar. „Ég held að eina tæka lausnin á þessu máli sé á borðinu og hún er sú sem þegar hefur samist við ríkið og Reykjavíkurborg. Fjórum skólum verður lokað 6. maí hjá Kópavogsbæ, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný á morgun 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, það er Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta.
Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51 Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51
Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18
Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29