Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 23:16 Hvergi hafa fleiri dáið á dvalarheimilum en í New York. AP/John Minchillo Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að sannfæra embættismenn ríkja um að veita dvalarheimilum undanþágu gegn lögsóknum. Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. Þessi vinna virðist hafa skilað árangri. AP fréttaveitan segir ráðamenn í minnst fimmtán ríkjum hafa brugðið skildi yfir dvalarheimili vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York, þar sem flestir skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið, skrifuðu málafylgjumenn iðnaðarins stóran hluta frumvarp sem skýlir dvalarheimilum frá bæði lögsóknum og ákærum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skrifaði undir frumvarpið. Forsvarsmenn iðnaðarins eru nú að beita ráðamenn annarra ríkja þrýstingi. Meðal annars segja þeir aðstæðurnar í dag vera fordæmalausar og ekki eigi að vera hægt að lögsækja dvalarheimilin vegna aðstæðna sem forsvarsmenn þeirra hafa enga stjórn á. Til að mynda vegna skorts á hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni, misvísandi skilaboða frá yfirvöldum og veikinda starfsfólks. Mögulega lögsóknir eina leiðin til að tryggja öryggi skjólstæðinga Aðrir segja ótækt að veita dvalarheimilum skjól. Dómskerfið sé mögulega eina leiðin til að draga fyrirtækin til ábyrgðar og tryggja öryggi skjólstæðinga. Nærri því 70 prósent þeirra rúmlega fimmtán þúsund dvalarheimila sem starfrækt eru í Bandaríkjunum eru í rekin af fyrirtækjum og með hagnað í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á undanförnum árum hafa hundruð þeirra verið keypt og seld af fjárfestingarsjóðum. Mark Dark, sem er lögmaður samtaka í Kaliforníu sem berjast fyrir umbótum í rekstri dvalarheimila, segir iðnaðinn alltaf hafa sóst eftir undanþágum eins og þeim sem þeir fara nú fram á. Nú séu þeir hins vegar að nýta sér faraldurinn. „Þetta hefur lítið með það erfiða starf sem heilbrigðisstarfsfólk er að vinna og mikið með það að verja fjárhagslega hagsmuni stærstu fyrirtækjanna,“ sagði Dark. Dregið úr eftirliti Aðrir sem beita sér fyrir umbótum óttast ástandið þegar fjölskyldumeðlimum skjólstæðinga er ekki leyft að heimsækja ættingja sína og þegar búið er að draga úr eftirliti með dvalarheimilum í forvarnarskyni. „Það er enginn að fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Toby Edelman frá samtökunum Center for Medicare Advocacy, við AP. „Það er ekki hægt að kenna Covid-19 um allt. Aðrir hræðilegir hlutir geta gerst. Það að segja að vegna faraldursins sé allt leyfilegt er of langt gengið.“ Frumvarpið í New York, sem skrifað er um hér að ofan, er runnið undan rifjum samtaka sem kallast Greater New York Hospital Association. Þau samtök eru áhrifamikil og styrktu til að mynda Demókrataflokkinn í New York, sem Cuomo tilheyrir, um rúma milljón árið 2018. Samtökin hafa varið minnst sjö milljónum dala í að ýta undir hagsmunamál meðlima samtakanna á undanförnum þremur árum. Lögin verja fyrirtæki ekki gegn óstjórn eða vanrækslu en veita dvalarheimilum þrátt fyrir það mikið skjól gegn lögsóknum og þá sérstaklega á grundvelli skorts á búnaði og starfsfólki. Talsmaður Cuomo segir lögin hafa verið nauðsynleg til að tryggja samvinnu allra kima heilbrigðiskerfis ríkisins og bjarga mannslífum. Hann sagði vangaveltur um að frumvarpið hafi verið gert að lögum að öðrum ástæðum vera fáránlegar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að sannfæra embættismenn ríkja um að veita dvalarheimilum undanþágu gegn lögsóknum. Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. Þessi vinna virðist hafa skilað árangri. AP fréttaveitan segir ráðamenn í minnst fimmtán ríkjum hafa brugðið skildi yfir dvalarheimili vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York, þar sem flestir skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið, skrifuðu málafylgjumenn iðnaðarins stóran hluta frumvarp sem skýlir dvalarheimilum frá bæði lögsóknum og ákærum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skrifaði undir frumvarpið. Forsvarsmenn iðnaðarins eru nú að beita ráðamenn annarra ríkja þrýstingi. Meðal annars segja þeir aðstæðurnar í dag vera fordæmalausar og ekki eigi að vera hægt að lögsækja dvalarheimilin vegna aðstæðna sem forsvarsmenn þeirra hafa enga stjórn á. Til að mynda vegna skorts á hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni, misvísandi skilaboða frá yfirvöldum og veikinda starfsfólks. Mögulega lögsóknir eina leiðin til að tryggja öryggi skjólstæðinga Aðrir segja ótækt að veita dvalarheimilum skjól. Dómskerfið sé mögulega eina leiðin til að draga fyrirtækin til ábyrgðar og tryggja öryggi skjólstæðinga. Nærri því 70 prósent þeirra rúmlega fimmtán þúsund dvalarheimila sem starfrækt eru í Bandaríkjunum eru í rekin af fyrirtækjum og með hagnað í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á undanförnum árum hafa hundruð þeirra verið keypt og seld af fjárfestingarsjóðum. Mark Dark, sem er lögmaður samtaka í Kaliforníu sem berjast fyrir umbótum í rekstri dvalarheimila, segir iðnaðinn alltaf hafa sóst eftir undanþágum eins og þeim sem þeir fara nú fram á. Nú séu þeir hins vegar að nýta sér faraldurinn. „Þetta hefur lítið með það erfiða starf sem heilbrigðisstarfsfólk er að vinna og mikið með það að verja fjárhagslega hagsmuni stærstu fyrirtækjanna,“ sagði Dark. Dregið úr eftirliti Aðrir sem beita sér fyrir umbótum óttast ástandið þegar fjölskyldumeðlimum skjólstæðinga er ekki leyft að heimsækja ættingja sína og þegar búið er að draga úr eftirliti með dvalarheimilum í forvarnarskyni. „Það er enginn að fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Toby Edelman frá samtökunum Center for Medicare Advocacy, við AP. „Það er ekki hægt að kenna Covid-19 um allt. Aðrir hræðilegir hlutir geta gerst. Það að segja að vegna faraldursins sé allt leyfilegt er of langt gengið.“ Frumvarpið í New York, sem skrifað er um hér að ofan, er runnið undan rifjum samtaka sem kallast Greater New York Hospital Association. Þau samtök eru áhrifamikil og styrktu til að mynda Demókrataflokkinn í New York, sem Cuomo tilheyrir, um rúma milljón árið 2018. Samtökin hafa varið minnst sjö milljónum dala í að ýta undir hagsmunamál meðlima samtakanna á undanförnum þremur árum. Lögin verja fyrirtæki ekki gegn óstjórn eða vanrækslu en veita dvalarheimilum þrátt fyrir það mikið skjól gegn lögsóknum og þá sérstaklega á grundvelli skorts á búnaði og starfsfólki. Talsmaður Cuomo segir lögin hafa verið nauðsynleg til að tryggja samvinnu allra kima heilbrigðiskerfis ríkisins og bjarga mannslífum. Hann sagði vangaveltur um að frumvarpið hafi verið gert að lögum að öðrum ástæðum vera fáránlegar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira