Gríðarlega stolt af skólakerfinu sem hafi tæknivæðst á mettíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2020 13:01 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, heimsótti nokkra skóla nú í morgunsárið eftir að skólastarf hófst með hefðbundnum hætti. Hún kveðst stolt af íslenskum nemendum og kennurum sem hafi yfirstigið fjölmargar hindranir í samkomubanninu. Vísir Fjórði maí er runninn upp sem þýðir að samkomubannið, sem hefur verið í gildi, verður í dag að hluta til aflétt. Skólahald í leik-og grunnskólum hófst með hefðbundnum hætti í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra heimsótti nokkra skóla í morgunsárið og kvaðst vera gríðarlega stolt af því þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið. Það hafi tæknivæðst á mettíma í samkomubanninu. Í dag hófst skólastarf í leik-og grunnskólum með eðlilegum hætti. Í framhalds- og grunnskólum gildir meginreglan um hámark fimmtíu einstaklinga í sama rými. Byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, verða þá opnaðar að nýju. Lilja stödd í Seljaskóla þegar fréttastofa náði tali af henni en áður heimsótti hún Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mér finnst bara svo brýnt að við fáum það svona beint í æð, nákvæmlega það sem er að gerast í skólakerfinu og ég er gríðarlega stolt af þessu þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið á tímum samkomubanns.“ Lilja segir að taka þurfi tillit til þeirra aðstæðna sem séu uppi. Faraldurinn hafi mismunandi áhrif á börn en einnig foreldra. Þannig þurfi að sýna sveigjanleika en um leið festu. Lilja segir að þjóðin megi vera stolt af íslensku menntakerfi, vel hafi tekist til þrátt fyrir stórar og miklar áskoranir. „Allir hafa þurft að breyta því hvernig þeir nema og kenna og annað slíkt og það er álag en það eru líka tækifæri í þessu. Við erum búin að tæknivæðast á mjög skömmum tíma. Ég vil líka segja að það er tekið eftir þessu erlendis. Ég held að við séum eitt af mjög fáum ríkjum þar sem haldið verður námsmat. „Við erum öll tiltölulega glöð í hjartanu“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, minnir á skólaskylduna sem við lýði er í landinu. Hún bindur vonir við að skólastarf verði með hefðbundnum hætti út skólaárið. Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að flest börn hafi snúið aftur í skólann í morgun. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um að það er skólaskylda. Það er mikilvægt fyrir krakkana að koma inn núna. Það er stutt þangað til við förum í sumarfrí. Við teljum það, allavega hér í Háteigsskóla, vera mjög mikilvægt að við klárum skólaárið eins rútínukennt og hefðbundið og hægt er“ Arndís segir krakkana vera afar meðvitaða um hvernig beri að haga sér í faraldri með tilliti til sóttvarna. „Það er nú svo skemmtilegt að krakkarnir eru mjög sáttir og ánægðir með þetta. Ég held að við séum öll tiltölulega glöð í hjartanu. Hvað varðar allar fjarlægðartakmarkanir og allt þetta þá virðast allir vera mjög meðvitaðir. Krakkarnir eru meðvitaðir og fullorðna fólkið er meðvitað. En það er svona aðeins frjálslegra fas en það var fyrir helgina,“ segir Arndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30 Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fjórði maí er runninn upp sem þýðir að samkomubannið, sem hefur verið í gildi, verður í dag að hluta til aflétt. Skólahald í leik-og grunnskólum hófst með hefðbundnum hætti í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra heimsótti nokkra skóla í morgunsárið og kvaðst vera gríðarlega stolt af því þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið. Það hafi tæknivæðst á mettíma í samkomubanninu. Í dag hófst skólastarf í leik-og grunnskólum með eðlilegum hætti. Í framhalds- og grunnskólum gildir meginreglan um hámark fimmtíu einstaklinga í sama rými. Byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, verða þá opnaðar að nýju. Lilja stödd í Seljaskóla þegar fréttastofa náði tali af henni en áður heimsótti hún Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mér finnst bara svo brýnt að við fáum það svona beint í æð, nákvæmlega það sem er að gerast í skólakerfinu og ég er gríðarlega stolt af þessu þrekvirki sem íslenskt menntakerfi hefur unnið á tímum samkomubanns.“ Lilja segir að taka þurfi tillit til þeirra aðstæðna sem séu uppi. Faraldurinn hafi mismunandi áhrif á börn en einnig foreldra. Þannig þurfi að sýna sveigjanleika en um leið festu. Lilja segir að þjóðin megi vera stolt af íslensku menntakerfi, vel hafi tekist til þrátt fyrir stórar og miklar áskoranir. „Allir hafa þurft að breyta því hvernig þeir nema og kenna og annað slíkt og það er álag en það eru líka tækifæri í þessu. Við erum búin að tæknivæðast á mjög skömmum tíma. Ég vil líka segja að það er tekið eftir þessu erlendis. Ég held að við séum eitt af mjög fáum ríkjum þar sem haldið verður námsmat. „Við erum öll tiltölulega glöð í hjartanu“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, minnir á skólaskylduna sem við lýði er í landinu. Hún bindur vonir við að skólastarf verði með hefðbundnum hætti út skólaárið. Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að flest börn hafi snúið aftur í skólann í morgun. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð um að það er skólaskylda. Það er mikilvægt fyrir krakkana að koma inn núna. Það er stutt þangað til við förum í sumarfrí. Við teljum það, allavega hér í Háteigsskóla, vera mjög mikilvægt að við klárum skólaárið eins rútínukennt og hefðbundið og hægt er“ Arndís segir krakkana vera afar meðvitaða um hvernig beri að haga sér í faraldri með tilliti til sóttvarna. „Það er nú svo skemmtilegt að krakkarnir eru mjög sáttir og ánægðir með þetta. Ég held að við séum öll tiltölulega glöð í hjartanu. Hvað varðar allar fjarlægðartakmarkanir og allt þetta þá virðast allir vera mjög meðvitaðir. Krakkarnir eru meðvitaðir og fullorðna fólkið er meðvitað. En það er svona aðeins frjálslegra fas en það var fyrir helgina,“ segir Arndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30 Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Víðir með þeim fyrstu til að fara í klippingu Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 09:30
Þessir staðir opna á ný í dag Tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda tóku gildi nú á miðnætti, aðfaranótt 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns voru þannig hækkuð úr 20 í 50 manns og ýmiss konar þjónustu var þar með aftur gefið grænt ljós. 4. maí 2020 12:59
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04