Hafþór um bardagann gegn Hall: „Sé þetta fyrir mér að ég roti hann í fyrstu lotu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 20:00 Hafþór ætlar að ganga frá Eddie í 1. lotu í Las Vegas á næsta ári. vísir/s2s Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag. Hafþór bætti heimsmet Eddie um helgina en hann er einnig aflraunamaður. Hafþór og Eddie hafa lengi eldað grátt silfur saman og úr því varð þessi risabardagi en Hafþór greindi frá því um helgina að þetta væri sjö stafa tala sem hann fengi fyrir bardagann. Það er eðlilega spenningur í Hafþóri. „Þetta er „professional“ bardagi og þó að séum ekki „professional fighterarar“ þá gerum við þetta allt eftir þeirra reglum. Það eru sömu lotur og allt það. Núna taka við miklar æfingar og öðruvísi æfingar. Mikil tæknivinna og ég veit vel að ég er enginn boxari en ég er mikill íþróttamaður. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskylduna,“ sagði Hafþór en hann hefur fengið mörg spennandi tilboð á síðustu árum. „Ég er búinn að vinna allt sem ég get unnið í aflraunum. Næsta skref var í þessa áttina og ég var búinn að fá boð í restling, NFL og alls konar dót sem leit mjög vel út. Þetta leit best út svo ég tók þetta.“ Hafþór segir að hann sé enginn boxari en hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig. Vinir hans hafa einnig fengið að finna fyrir því, að sögn Hafþórs. „Við sjáum til. Nú hef ég ár til þess að undirbúa mig fyrir þetta. Ég ætla að æfa vel fyrir þetta. Ég er mikill íþróttamaður og með mikinn metnað. Ég mun vinna vel og æfa stíft svo sjáum við hvað ég get bætt mig mikið.“ „Ég hef leikið mér með strákunum. Ég veit vel að ég þarf að bæta mig en ég er reiðubúinn að leggja á mig þessa vinnu. Það er allt í vinnslu varðandi þjálfara og ég á einn góðan vin sem ég hef núna. Hann keppti lengi vel í boxi; bæði úti og hér heima og þjálfaði. Ég hef hann og mun byrja strax að æfa með honum. Síðan mun ég bæta við,“ en hversu stór er samningurinn sem hann skrifaði undir við Core Sport? „Hann er stór. Mjög spennandi.“ Köldu lofti andar á milli Hafþórs og Eddie en ólíklegt er að bardaginn fari í tólf lotur. „Ég sé þetta fyrir mér að ég rota hann í fyrstu lotu. Það er bara þannig. Ég hef armalengdina. Ég ætla að æfa vel og létta mig mikið. Úthaldið mun verða betra og ég veit hvað ég þarf að gera. Ég mun sanka að mér góðu liði til þess að geta æft mig 100% fyrir þetta og það er fullt af fólki sem heldur að við munum deyja í fyrstu lotu en það væri þvæla að fara mæta í þetta 200 kíló með ekkert úthald. Það er hægt að gera helling á rúmu ári. Það er fínn tími og hægt að æfa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Hafþór Júlíus um bardagann Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Box Sportið í dag Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag. Hafþór bætti heimsmet Eddie um helgina en hann er einnig aflraunamaður. Hafþór og Eddie hafa lengi eldað grátt silfur saman og úr því varð þessi risabardagi en Hafþór greindi frá því um helgina að þetta væri sjö stafa tala sem hann fengi fyrir bardagann. Það er eðlilega spenningur í Hafþóri. „Þetta er „professional“ bardagi og þó að séum ekki „professional fighterarar“ þá gerum við þetta allt eftir þeirra reglum. Það eru sömu lotur og allt það. Núna taka við miklar æfingar og öðruvísi æfingar. Mikil tæknivinna og ég veit vel að ég er enginn boxari en ég er mikill íþróttamaður. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskylduna,“ sagði Hafþór en hann hefur fengið mörg spennandi tilboð á síðustu árum. „Ég er búinn að vinna allt sem ég get unnið í aflraunum. Næsta skref var í þessa áttina og ég var búinn að fá boð í restling, NFL og alls konar dót sem leit mjög vel út. Þetta leit best út svo ég tók þetta.“ Hafþór segir að hann sé enginn boxari en hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig. Vinir hans hafa einnig fengið að finna fyrir því, að sögn Hafþórs. „Við sjáum til. Nú hef ég ár til þess að undirbúa mig fyrir þetta. Ég ætla að æfa vel fyrir þetta. Ég er mikill íþróttamaður og með mikinn metnað. Ég mun vinna vel og æfa stíft svo sjáum við hvað ég get bætt mig mikið.“ „Ég hef leikið mér með strákunum. Ég veit vel að ég þarf að bæta mig en ég er reiðubúinn að leggja á mig þessa vinnu. Það er allt í vinnslu varðandi þjálfara og ég á einn góðan vin sem ég hef núna. Hann keppti lengi vel í boxi; bæði úti og hér heima og þjálfaði. Ég hef hann og mun byrja strax að æfa með honum. Síðan mun ég bæta við,“ en hversu stór er samningurinn sem hann skrifaði undir við Core Sport? „Hann er stór. Mjög spennandi.“ Köldu lofti andar á milli Hafþórs og Eddie en ólíklegt er að bardaginn fari í tólf lotur. „Ég sé þetta fyrir mér að ég rota hann í fyrstu lotu. Það er bara þannig. Ég hef armalengdina. Ég ætla að æfa vel og létta mig mikið. Úthaldið mun verða betra og ég veit hvað ég þarf að gera. Ég mun sanka að mér góðu liði til þess að geta æft mig 100% fyrir þetta og það er fullt af fólki sem heldur að við munum deyja í fyrstu lotu en það væri þvæla að fara mæta í þetta 200 kíló með ekkert úthald. Það er hægt að gera helling á rúmu ári. Það er fínn tími og hægt að æfa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Hafþór Júlíus um bardagann Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Box Sportið í dag Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira