Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 12:00 Michael Jordan treður boltanum með tilþrifum í körfuna í leik með Chicago Bulls. Getty/Craig Hacker Madison Square Garden höllin hjá New York Knicks var í miklu uppáhaldi hjá Michael Jordan og þar átti hann marga af sínum bestu leikjum á NBA-ferlinum. Michael Jordan vissi að leikur hans í Madison Square Garden tímabilið 1997-98 yrði mögulega hans síðasti í húsinu og kappinn vildi halda upp á það með sérstökum hætti. Jordan talaði um þennan síðasta leik með Chicago Bulls í New York í fimmta þættinum af „The Last Dance“ en leikurinn fór fram 8. mars 1998. Jordan ákvað að draga fram fyrstu Air Jordan skóna sem höfðu slegið í gegn með svo eftirminnilegum hætti þegar hann kom inn í NBA-deildina 1984. Það kostaði hans hins vegar mikinn sársauka að spila í skóm sem hann hafði ekki spilað í svo lengi. "By halftime my feet are bleeding, but I'm having a good game, I don't want to take them off."In his final game at MSG as a Bull, MJ put on 14-year-old 'Chicago' Air Jordan 1s that were a size too small. He dropped 42. #TheLastDance pic.twitter.com/KQMP2G4Ajg— ESPN (@espn) April 28, 2020 „Það var farið að blæða út fótunum mínum fyrir hálfleik en ég var að spila vel og vildi ekki fara úr þeim,“ rifjaði Michael Jordan. Það er óhætt að segja að hann hafi átt góðan leik því Jordan endaði leikinn með 42 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Eftir leikinn var hins vegar komið að stund sannleikans. Uppátækið hans hafði haft sín áhrif á þessa verðmætu fætur. „Ég tók skóna af mér eins fljótt og ég gat. Þegar ég komst úr þeim þá voru sokkarnir gegndrepa af blóði,“ sagði Michael Jordan. I couldn t take those shoes off fast enough. And when I took the shoes off, my sock was soaked in blood, Michael Jordan said as quoted by ESPN. | @MarkGiongcoINQ https://t.co/9MoEAApBnz— INQUIRER Sports (@INQUIRERSports) April 29, 2020 „Það var gaman að koma hingað til að spila en rifja um leið upp gömlu góðu tímana sem ég hef átt í þessu húsi. Skórnir voru hluti af því. Ég er samt að drepast í fótunum,“ sagði Michael Jordan á blaðamannafundi eftir leikinn. Fæturnir voru ekki verra en það að tveimur dögum seinna þá skoraði Jordan 37 stig í sigri á Miami Heat. Michael Jordan var með 28,7 stig að meðaltali á lokaári sínu með Chicago Bulls. NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Madison Square Garden höllin hjá New York Knicks var í miklu uppáhaldi hjá Michael Jordan og þar átti hann marga af sínum bestu leikjum á NBA-ferlinum. Michael Jordan vissi að leikur hans í Madison Square Garden tímabilið 1997-98 yrði mögulega hans síðasti í húsinu og kappinn vildi halda upp á það með sérstökum hætti. Jordan talaði um þennan síðasta leik með Chicago Bulls í New York í fimmta þættinum af „The Last Dance“ en leikurinn fór fram 8. mars 1998. Jordan ákvað að draga fram fyrstu Air Jordan skóna sem höfðu slegið í gegn með svo eftirminnilegum hætti þegar hann kom inn í NBA-deildina 1984. Það kostaði hans hins vegar mikinn sársauka að spila í skóm sem hann hafði ekki spilað í svo lengi. "By halftime my feet are bleeding, but I'm having a good game, I don't want to take them off."In his final game at MSG as a Bull, MJ put on 14-year-old 'Chicago' Air Jordan 1s that were a size too small. He dropped 42. #TheLastDance pic.twitter.com/KQMP2G4Ajg— ESPN (@espn) April 28, 2020 „Það var farið að blæða út fótunum mínum fyrir hálfleik en ég var að spila vel og vildi ekki fara úr þeim,“ rifjaði Michael Jordan. Það er óhætt að segja að hann hafi átt góðan leik því Jordan endaði leikinn með 42 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Eftir leikinn var hins vegar komið að stund sannleikans. Uppátækið hans hafði haft sín áhrif á þessa verðmætu fætur. „Ég tók skóna af mér eins fljótt og ég gat. Þegar ég komst úr þeim þá voru sokkarnir gegndrepa af blóði,“ sagði Michael Jordan. I couldn t take those shoes off fast enough. And when I took the shoes off, my sock was soaked in blood, Michael Jordan said as quoted by ESPN. | @MarkGiongcoINQ https://t.co/9MoEAApBnz— INQUIRER Sports (@INQUIRERSports) April 29, 2020 „Það var gaman að koma hingað til að spila en rifja um leið upp gömlu góðu tímana sem ég hef átt í þessu húsi. Skórnir voru hluti af því. Ég er samt að drepast í fótunum,“ sagði Michael Jordan á blaðamannafundi eftir leikinn. Fæturnir voru ekki verra en það að tveimur dögum seinna þá skoraði Jordan 37 stig í sigri á Miami Heat. Michael Jordan var með 28,7 stig að meðaltali á lokaári sínu með Chicago Bulls.
NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn