Skyndihlýnun í austri vísbending um rólegri vetur á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 17:21 Óvíst er ennþá hvaða áhrif nákvæmlega skyndihlýnunin muni hafa á veðurfar á Íslandi. Vísir/Vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á því að nú um áramótin hafi skyndilega orðið vart við hlýnun í heiðhvolfinu yfir Austur Asíu. Um er að ræða þekkt fyrirbæri sem verður um það bil annan hvern vetur en Einar segir ekki alveg ljóst ennþá hvaða áhrif þessi skyndihlýnun muni hafa á veðurfar á Íslandi. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta hefur oftast nær í för með sér að það verður minna um lægðir, þær eru grynnri og stundum háþrýstingur yfir landinu. En það er mesta óvissan um hitann,“ segir Einar sem fjallar ítarlega um fyrirbærið í grein sem hann birti á vef sínum í dag. „Það fylgir þessu svona yfirleitt meiri rólegheit heldur en við eigum að venjast að vetrinum og raunar gæti þetta farið svo að veðrið yrði algjörlega andstætt því sem að var í fyrra þegar það var mikill gassagangur og lágur loftþrýstingur og djúpar lægðir,“ útskýrir Einar. Áhrif skyndihlýnunarinnar á veðurfar hér á landi muni koma í ljós eftir um það bil viku tíma. „Þetta er dálitla stund að ná niður.“ Er tilefni til bjartsýni, um að veturinn verði þá ekki svo harður? „Það fer eftir því hvað við köllum harðan vetur. Það er alla veganna bjartsýni á að næstu vikur, sem eru miðpunktur veturs, verði ekki rosalega stormasamar,“ svarar Einar. Spurður hvort eitthvað sé óvenjulegt við þessa skyndihlýnun nú, samanborið við það sem þekkist, segir hann ekkert vitað um það. Skyndihlýnun að vetri hafi þó á allra síðustu árum ekki endilega hitt á þennan árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Við fengum eina 2018 sem var seinna, þá var veður mjög einsleitt allan marsmánuð útaf þessu. En það sem að einkennir þetta oft og tíðum, þegar það hægir svona á hringrásinni, þá kólnar dálítið yfir meginlöndunum. Það kólnar dálítið yfir Vestur-Evrópu, það er algengt,“ útskýrir Einar. „Það verður líka oft og tíðum kalt í Norður-Ameríku, sums staðar í Bandaríkjunum, og svo auðvitað fylgja þessu gjarnan miklir kuldar í Síberíu,“ bætir hann við. „Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það verður með einhverjum hætti að það berst einhver varma- eða hreyfiorka af miðbaugssvæðum og það eru einhverjar bylgjur sem að rísa upp í heiðhvolfið og velta þar öllu við þannig að við getum sagt að það sé sparkað í hringrásina og hún truflast.“ Við þessa hlýnun í heiðhvolfinu slakni á öllu í einhverjar vikur en venjan sé sú að þetta sé árstíðabundið. „Það er öflugur heimsskautahvirfill alltaf að vetrinum á norðurhveli jarðar, og svo veikist hann og hann deyr alveg í kringum sumardaginn fyrsta,“ segir Einar. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta er náttúrulegur breytileiki sem að menn eru smám saman að læra að þekkja betur inn á og ég hef ekki séð neitt um það að þetta tengist loftslagsbreytingum með nokkrum hætti,“ segir Einar. Veður Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Þetta hefur oftast nær í för með sér að það verður minna um lægðir, þær eru grynnri og stundum háþrýstingur yfir landinu. En það er mesta óvissan um hitann,“ segir Einar sem fjallar ítarlega um fyrirbærið í grein sem hann birti á vef sínum í dag. „Það fylgir þessu svona yfirleitt meiri rólegheit heldur en við eigum að venjast að vetrinum og raunar gæti þetta farið svo að veðrið yrði algjörlega andstætt því sem að var í fyrra þegar það var mikill gassagangur og lágur loftþrýstingur og djúpar lægðir,“ útskýrir Einar. Áhrif skyndihlýnunarinnar á veðurfar hér á landi muni koma í ljós eftir um það bil viku tíma. „Þetta er dálitla stund að ná niður.“ Er tilefni til bjartsýni, um að veturinn verði þá ekki svo harður? „Það fer eftir því hvað við köllum harðan vetur. Það er alla veganna bjartsýni á að næstu vikur, sem eru miðpunktur veturs, verði ekki rosalega stormasamar,“ svarar Einar. Spurður hvort eitthvað sé óvenjulegt við þessa skyndihlýnun nú, samanborið við það sem þekkist, segir hann ekkert vitað um það. Skyndihlýnun að vetri hafi þó á allra síðustu árum ekki endilega hitt á þennan árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Við fengum eina 2018 sem var seinna, þá var veður mjög einsleitt allan marsmánuð útaf þessu. En það sem að einkennir þetta oft og tíðum, þegar það hægir svona á hringrásinni, þá kólnar dálítið yfir meginlöndunum. Það kólnar dálítið yfir Vestur-Evrópu, það er algengt,“ útskýrir Einar. „Það verður líka oft og tíðum kalt í Norður-Ameríku, sums staðar í Bandaríkjunum, og svo auðvitað fylgja þessu gjarnan miklir kuldar í Síberíu,“ bætir hann við. „Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það verður með einhverjum hætti að það berst einhver varma- eða hreyfiorka af miðbaugssvæðum og það eru einhverjar bylgjur sem að rísa upp í heiðhvolfið og velta þar öllu við þannig að við getum sagt að það sé sparkað í hringrásina og hún truflast.“ Við þessa hlýnun í heiðhvolfinu slakni á öllu í einhverjar vikur en venjan sé sú að þetta sé árstíðabundið. „Það er öflugur heimsskautahvirfill alltaf að vetrinum á norðurhveli jarðar, og svo veikist hann og hann deyr alveg í kringum sumardaginn fyrsta,“ segir Einar. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta er náttúrulegur breytileiki sem að menn eru smám saman að læra að þekkja betur inn á og ég hef ekki séð neitt um það að þetta tengist loftslagsbreytingum með nokkrum hætti,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira