Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2021 13:41 Mörg hús skemmdust mikið eða alveg í aurskriðunum í desember. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Ekki liggur fyrir endanleg kostnaðaráætlun en ætla má að uppgröftur og hreinsunarstarf sem nú er hafið í bænum komi til með að kosta á bilinu 300-600 milljónir miðað við grófa áætlun að ræða varðandi tiltekna þætti hreinsunarstarfsins, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ýmsa þætti þurfi að skoða hvað varðar aðkomu ríkisins af eftirmálum skriðunnar. Skipaður hefur verið starfshópur, undir forystu forsætisráðuneytisins, sem ætlað að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný. „Þarna eru mörg friðuð hús þar sem er mikið tjón fyrir utan Tækniminjasafnið. Mennta- og menningamálaráðuneytið mun koma inn í þessa vinnu vegna þessa mikla minjagildis sem þarna er“, segir Katrín. Í minnisblaði forsætisráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í morgun segir að umfangsmikið starf sé fram undan við að tryggja öryggi í bænum til frambúðar en uppbygging ofanflóðavarna og vöktun Veðurstofunnar var einnig til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Aðspurð um heildartjón vegna hamfaranna segir Katrín að Náttúruhamfaratrygginar Íslands séu að vinna að því að meta tjónið. „Við getum séð að það er mikið,“ segir Katrín. „Við höfum rætt það að það geti hlaupið á einum til tveimur milljörðum að minnsta kosti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. 3. janúar 2021 12:58 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Ekki liggur fyrir endanleg kostnaðaráætlun en ætla má að uppgröftur og hreinsunarstarf sem nú er hafið í bænum komi til með að kosta á bilinu 300-600 milljónir miðað við grófa áætlun að ræða varðandi tiltekna þætti hreinsunarstarfsins, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ýmsa þætti þurfi að skoða hvað varðar aðkomu ríkisins af eftirmálum skriðunnar. Skipaður hefur verið starfshópur, undir forystu forsætisráðuneytisins, sem ætlað að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný. „Þarna eru mörg friðuð hús þar sem er mikið tjón fyrir utan Tækniminjasafnið. Mennta- og menningamálaráðuneytið mun koma inn í þessa vinnu vegna þessa mikla minjagildis sem þarna er“, segir Katrín. Í minnisblaði forsætisráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í morgun segir að umfangsmikið starf sé fram undan við að tryggja öryggi í bænum til frambúðar en uppbygging ofanflóðavarna og vöktun Veðurstofunnar var einnig til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Aðspurð um heildartjón vegna hamfaranna segir Katrín að Náttúruhamfaratrygginar Íslands séu að vinna að því að meta tjónið. „Við getum séð að það er mikið,“ segir Katrín. „Við höfum rætt það að það geti hlaupið á einum til tveimur milljörðum að minnsta kosti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. 3. janúar 2021 12:58 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. 3. janúar 2021 12:58
Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23
Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00