Telja að aðgerðir um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmætar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2021 08:24 Það er mat tveggja lögfræðinga að aðgerðir íslenskra lögregluyfirvalda um borð í togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi verið ólögmætar. Vísir/Vilhelm Lögfræðingarnir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Hlín Gísladóttir telja að aðgerðir íslensku lögreglunnar um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi hvorki staðist íslensk lög né alþjóðalög. Handtaka Thomasar Møller Olsen, sem var svo ákærður og dæmdur fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, um borð í togaranum hafi þar hafa leiðandi hvorki staðist stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og vísað í nýja grein þeirra Bjarna Más og Hlínar í Tímariti lögfræðinga. Sjá einnig: Tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq „Um er að ræða eitt flóknasta lögsögumál í íslenskri réttarsögu. Í því reynir á fjölmörg grundvallaratriði alþjóðalaga og að okkar mati tókst ekki nógu vel upp hjá dómstólum,“ segir Bjarni Már í samtali við Fréttablaðið um ástæður þess að þau gerðu fræðilega úttekt á handtökunni. Að sögn Bjarna Más voru aðrar leiðir færar fyrir lögregluna sem hefðu verið lögmætar en þær hafi ekki verið farnar. Þá hafi Landsréttur heldur ekki staðist væntingar þegar hann kvað upp sinn dóm í málinu. Í grein þeirra Bjarna og Hlínar er sérstaklega fjallað um valdbeitingarheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni, hvaða gildi samþykki skipstjóra til aðgerða geti haft og hvort og þá hvaða þýðingu afskiptaleysi ríkis um þjóðréttarbrot hafi. Meginniðurstaða greinar fræðimannanna byggir á því að fánaríki hafi sérlögsögu yfir skipum á úthafinu og í mörgum tilfellum í efnahagslögsögunni einnig. Á þessu séu þó undantekningar. Helsta undantekningin sé sú að herflugvélar, herskip eða önnur sérstaklega auðkennd skip og loftför sem hafi skýrt umboð ríkis geti farið um borð í skipi á úthafi og innan efnahagslögsögunnar í ákveðnum tilvikum. Slíkt verði þó aðeins gert á grundvelli þjóðréttarsamnings nema grunur sé um þrælaviðskipti, sjórán, ólöglegar útvarpssendingar, skipið sé þjóðernislaust eða villi á sér heimildir og sé í raun af sama þjóðerni og skip ríkisins. Sjá einnig: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Segir í greininni að enginn samningur um lögregluaðgerðir sem þessar sé í gildi á milli Íslands og Grænlands eða Danmerkur. Þegar svo er sé talið heimilt að hefja aðgerðir þegar skýrt samþykki liggi fyrir þar um, áður en farið sé í aðgerðirnar. Slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir. Í greininni er því komist að þeirri niðurstöðu að handtakan um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmæt. Sú niðurstaða njóti meðal annars stuðnings í dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu. Er það mat Bjarna og Hlínar að Landsréttur hefði því átt að staldra lengur við þennan þátt málsins og gæta þannig að mannréttindum ákærða. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Handtaka Thomasar Møller Olsen, sem var svo ákærður og dæmdur fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, um borð í togaranum hafi þar hafa leiðandi hvorki staðist stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og vísað í nýja grein þeirra Bjarna Más og Hlínar í Tímariti lögfræðinga. Sjá einnig: Tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq „Um er að ræða eitt flóknasta lögsögumál í íslenskri réttarsögu. Í því reynir á fjölmörg grundvallaratriði alþjóðalaga og að okkar mati tókst ekki nógu vel upp hjá dómstólum,“ segir Bjarni Már í samtali við Fréttablaðið um ástæður þess að þau gerðu fræðilega úttekt á handtökunni. Að sögn Bjarna Más voru aðrar leiðir færar fyrir lögregluna sem hefðu verið lögmætar en þær hafi ekki verið farnar. Þá hafi Landsréttur heldur ekki staðist væntingar þegar hann kvað upp sinn dóm í málinu. Í grein þeirra Bjarna og Hlínar er sérstaklega fjallað um valdbeitingarheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni, hvaða gildi samþykki skipstjóra til aðgerða geti haft og hvort og þá hvaða þýðingu afskiptaleysi ríkis um þjóðréttarbrot hafi. Meginniðurstaða greinar fræðimannanna byggir á því að fánaríki hafi sérlögsögu yfir skipum á úthafinu og í mörgum tilfellum í efnahagslögsögunni einnig. Á þessu séu þó undantekningar. Helsta undantekningin sé sú að herflugvélar, herskip eða önnur sérstaklega auðkennd skip og loftför sem hafi skýrt umboð ríkis geti farið um borð í skipi á úthafi og innan efnahagslögsögunnar í ákveðnum tilvikum. Slíkt verði þó aðeins gert á grundvelli þjóðréttarsamnings nema grunur sé um þrælaviðskipti, sjórán, ólöglegar útvarpssendingar, skipið sé þjóðernislaust eða villi á sér heimildir og sé í raun af sama þjóðerni og skip ríkisins. Sjá einnig: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Segir í greininni að enginn samningur um lögregluaðgerðir sem þessar sé í gildi á milli Íslands og Grænlands eða Danmerkur. Þegar svo er sé talið heimilt að hefja aðgerðir þegar skýrt samþykki liggi fyrir þar um, áður en farið sé í aðgerðirnar. Slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir. Í greininni er því komist að þeirri niðurstöðu að handtakan um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmæt. Sú niðurstaða njóti meðal annars stuðnings í dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu. Er það mat Bjarna og Hlínar að Landsréttur hefði því átt að staldra lengur við þennan þátt málsins og gæta þannig að mannréttindum ákærða.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira