Telur það gott skref ef hluti Íslandsbanka yrði gefinn þjóðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 15:06 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það yrði gott skref ef hluti eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka yrði afhentur almenningi landsins. Til stendur að selja hlut íslenska ríkisins í bankanum, þannig að meirihluti eða mögulega allir hlutir ríkisins í Íslandsbanka verði seldir á hlutabréfamarkaði. Til að byrja með verður allt að 25 prósenta hluti ríkisins í bankanum seldur og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagt að ákjósanlegt væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi ársins. „Við viljum fara lengra og ég held að það sé mjög gott í þessu árferði þegar margir eiga um sárt að binda í kjölfar kórónuveirufaraldursins og það sér ekki fyrir endann á honum. Það sér ekki fyrir endann á afleiðingum faraldursins,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segist vilja sjá að meðfram sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum verði hluta þess dreift til almennings. „Ég held að það gæti bæði styrkt stöðuna fyrir söluna og ég held að þetta verði í mörgu tilliti, frá margvíslegu sjónarhorni gott. Almenningur verður þarna virkur á hlutabréfamarkaði og hlutabréfamarkaðurinn fær á sama tíma innspýtingu,“ segir Sigríður. Telur að gjöfin gæti leitt til meiri auðsöfnunar á færri höndum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segist ósammála Sigríði. Hún segir ýmis lagaákvæði sem ráði gegn þessu og svo sé mörgum spurningum ósvarað um þessi mál. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að horfa á það að þeir sem hafi áhuga á því eigi að fjárfesta og við eigum að fá verð sem skiptir máli, líka fyrir þessi 25 prósent,“ segir Bjarkey. „Ég hef áhyggjur af því að auðsöfnun gæti verið á enn færri höndum með þessu fyrirkomulagi,“ segir Bjarkey. Hún bendir á það að ef 25 prósenta hlut í bankanum yrði skipt niður á alla Íslendinga hefði hver og einn engin áhrif og völd í umsýslu bankans. Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15 Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Til stendur að selja hlut íslenska ríkisins í bankanum, þannig að meirihluti eða mögulega allir hlutir ríkisins í Íslandsbanka verði seldir á hlutabréfamarkaði. Til að byrja með verður allt að 25 prósenta hluti ríkisins í bankanum seldur og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagt að ákjósanlegt væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi ársins. „Við viljum fara lengra og ég held að það sé mjög gott í þessu árferði þegar margir eiga um sárt að binda í kjölfar kórónuveirufaraldursins og það sér ekki fyrir endann á honum. Það sér ekki fyrir endann á afleiðingum faraldursins,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segist vilja sjá að meðfram sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum verði hluta þess dreift til almennings. „Ég held að það gæti bæði styrkt stöðuna fyrir söluna og ég held að þetta verði í mörgu tilliti, frá margvíslegu sjónarhorni gott. Almenningur verður þarna virkur á hlutabréfamarkaði og hlutabréfamarkaðurinn fær á sama tíma innspýtingu,“ segir Sigríður. Telur að gjöfin gæti leitt til meiri auðsöfnunar á færri höndum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segist ósammála Sigríði. Hún segir ýmis lagaákvæði sem ráði gegn þessu og svo sé mörgum spurningum ósvarað um þessi mál. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að horfa á það að þeir sem hafi áhuga á því eigi að fjárfesta og við eigum að fá verð sem skiptir máli, líka fyrir þessi 25 prósent,“ segir Bjarkey. „Ég hef áhyggjur af því að auðsöfnun gæti verið á enn færri höndum með þessu fyrirkomulagi,“ segir Bjarkey. Hún bendir á það að ef 25 prósenta hlut í bankanum yrði skipt niður á alla Íslendinga hefði hver og einn engin áhrif og völd í umsýslu bankans. Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15 Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15
Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01
Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10