Ásmundur á mölina Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 16:17 Flokkarnir eru nú í óða önn að skipuleggja framboðslista sína fyrir komandi kosningar. Framsóknarflokkurinn er þar engin undantekning. Nú rétt í þessu var Ásmundur Einar að tilkynna að hann vilji bjóða sig fram en hann hyggst færa sig um kjördæmi; úr Norðvesturkjördæmi í Reykjavík norður. Af orðum hans má ráða að frágengið sé að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni einnig bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að leggja allt undir og færa sig yfir á mölina úr til þess að gera öruggu þingsæti fyrir næstu kosningar. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, hefur ákveðið „að vel ígrunuðu máli“ að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Sennilega kemur það fæstum á óvart að Ásmundur vilji halda áfram í stjórnmálum en hins vegar vekur athygli hvar hann vill fara fram: Í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu sem hann birti á Facebooksíðu sinni fyrir skemmstu. Kæru vinir. Að vel i grunduðu ma li hef e g a kveðið að gefa kost a me r til forystu a framboðslista Framso knar i ...Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 Ásmundur Einar segir að Framsóknarflokkurinn verði að styrkja sig í þéttbýli og einkum í höfuðborginni. Og rétt er að þar hefur hann alla tíð átt undir högg að sækja og mælist þar örsmár í flestum skoðanakönnunum. „Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.“ Af orðum hans má ráða að frágengið sé jafnframt að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni skipa framboðssveit Framsóknarflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem að öllu óbreyttu munu fara fram næsta haust. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, hefur ákveðið „að vel ígrunuðu máli“ að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Sennilega kemur það fæstum á óvart að Ásmundur vilji halda áfram í stjórnmálum en hins vegar vekur athygli hvar hann vill fara fram: Í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu sem hann birti á Facebooksíðu sinni fyrir skemmstu. Kæru vinir. Að vel i grunduðu ma li hef e g a kveðið að gefa kost a me r til forystu a framboðslista Framso knar i ...Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 Ásmundur Einar segir að Framsóknarflokkurinn verði að styrkja sig í þéttbýli og einkum í höfuðborginni. Og rétt er að þar hefur hann alla tíð átt undir högg að sækja og mælist þar örsmár í flestum skoðanakönnunum. „Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.“ Af orðum hans má ráða að frágengið sé jafnframt að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni skipa framboðssveit Framsóknarflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem að öllu óbreyttu munu fara fram næsta haust.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira