Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2021 11:48 Verulega er tekið að hitna í kolum á samfélagsmiðlum vegna fyrirhugaðrar sölu Bjarna á Íslandsbanka. Greina má stigvaxandi spennu og eru þeir Friðjón R. Friðjónsson og Davíð Þór Jónsson ágætir fulltrúar þeirra sem eru á öndverðum meiði í málinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. Málið er umdeilt, sjóðandi heitt ef marka má samfélagsmiðla og mun líklega reyna á stjórnarsamstarfið ef fram fer sem horfir. Bjarni hefur bent á að áformin um sölu á Íslandsbanka sé í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ekki er líklegt að Framsóknarmenn muni kippa sér mikið upp við það mun sennilega reyna á taugakerfi stuðningsmanna Vinstri grænna. Sér í lagi ef fram kemur í skoðanakönnunum almenn andstaða við þessar fyrirætlanir. Afstaða manna er með ýmsu móti. Einhverjir telja fráleitt að ríkið eigi banka og það beri að selja, einhverjir telja rétt að selja en að þetta sé ekki rétti tíminn og svo eru aðrir sem telja víst að þarna sé einfaldlega verið að gefa vildarvinum eigur almennings. Að koma eigum almennings í hendur auðmanna Þannig hefur Séra Davíð Þór Jónsson stuttan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni, pistil sem hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er ritað hafa hátt í átta hundruð manns gefið til kynna að þeim líki efni pistilsins og annað eins hefur deilt honum áfram. Séra Davíð Þór vill svipta af fegrun á fyrirbærinu og huga að merkingu þess sem um ræðir. Eða afrugla. „Vegna þess að ég heyrði ráðherra nýlega tala um nauðsyn þess að „setja eigur ríkisins á markað“ finnst mér nauðsynlegt að afrugla aðeins hvernig sagt er frá þessu. Hér eru tvö orð sem vert er að gefa gaum að merkingunni í og því hvernig þau eru notuð. Hið fyrra er „markaður“. Hverjir eru „markaðurinn“? Ég er ekki á þessum markaði og fólkið sem kemur hingað til að biðja um hjálp er það ekki heldur. Öryrkjar eru ekki á þessum markaði. Vegna þess að ég heyrði ráðherra nýlega tala um nauðsyn þess að "setja eigur ríkisins á markað" finnst mér nauðsynlegt...Posted by Davíð Þór Jónsson on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 „Markaður“ er nefnilega í raun fínt orð yfir það sem kallað er „fjármagnseigendur“, sem aftur er aðeins skrúðyrði yfir þá sem eiga peningana, þ.e. auðmenn. Hitt orðið er „ríkið“. Hverjir eiga „ríkið“? Það er í raun almenningur í þessu landi, þjóðin. Höfum þess vegna alveg á hreinu að þegar talað er um að setja eigur „ríkisins“ á „markað“ er í raun verið að tala um að koma eigum þjóðarinnar í hendur auðmanna.“ Efast um sérfræðinginn Úr hinni áttinni kemur svo eindreginn stuðningsmaður Bjarna, Friðjón R. Friðjónsson almannatengill. Hann vill setja spurningarmerki við nýlegt fréttaviðtal sem Haukur Hólm á Ríkisútvarpinu átti við Guðrúnu Johnsen hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. „Ég er enn hugsi yfir því sem Guðrún Johnsen fyrrverandi stjórnarmaður í Arion banka sagði í kvöldfréttum í gær þegar hún sagði óheppilegt að selja banka núna. Það væri ekki rétti tíminn. Við því má segja að nú er það svo að einn banki er á markaði og verð hlutabréfa hans er einmitt í hæsta móti sem hefur verið síðan hann fór á markað. Það er vísbending sem er raunveruleg, ekki fabúlasjónir,“ skrifar Friðjón á Facebooksíðu sína. Og hann heldur áfram og efast um að mikið mark sé á Guðrúnu takandi: Ég er enn hugsi yfir því sem Guðrún Johnsen fyrrverandi stjórnarmaður í Arion banka sagði í kvöldfréttum í gær þegar hún...Posted by Friðjón R Friðjónsson on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 „Svo ýjaði Guðrún að því að eitthvað álíka gæti gerst og gerðist með Glitni og Baug fyrir 13 árum. Annað hvort fylgdist hún ekki með þegar lögum um fjármálafyrirtæki var breytt ríflega 20 sinnum frá hruni, nýjar EES-reglugerðir teknar upp eða 3 nýjar evrópskar fjármáleftirlitsstofnanir settar á fót. Ef Guðrún er óupplýst um að snúningar eins og sá sem Baugur stundaði fyrir hrun sé ómögulegur þá er það áfellisdómur yfir henni sem fyrrverandi stjórnarmanni í fjármálafyrirtæki. En ef hún talaði gegn betri vitund þá er það líka áfellisdómur og um leið má leiða hugann að því hve áreiðanlegur álitsgjafi hún er um efnahagsmál og viðskipti.“ Þannig mega þeir Friðjón og Davíð Þór heita ágætir fulltrúar öndverðra sjónarmiða í þessu máli sem virðist ætla að reynast afar umdeilt. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur það gott skref ef hluti Íslandsbanka yrði gefinn þjóðinni Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það yrði gott skref ef hluti eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka yrði afhentur almenningi landsins. 10. janúar 2021 15:06 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Málið er umdeilt, sjóðandi heitt ef marka má samfélagsmiðla og mun líklega reyna á stjórnarsamstarfið ef fram fer sem horfir. Bjarni hefur bent á að áformin um sölu á Íslandsbanka sé í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ekki er líklegt að Framsóknarmenn muni kippa sér mikið upp við það mun sennilega reyna á taugakerfi stuðningsmanna Vinstri grænna. Sér í lagi ef fram kemur í skoðanakönnunum almenn andstaða við þessar fyrirætlanir. Afstaða manna er með ýmsu móti. Einhverjir telja fráleitt að ríkið eigi banka og það beri að selja, einhverjir telja rétt að selja en að þetta sé ekki rétti tíminn og svo eru aðrir sem telja víst að þarna sé einfaldlega verið að gefa vildarvinum eigur almennings. Að koma eigum almennings í hendur auðmanna Þannig hefur Séra Davíð Þór Jónsson stuttan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni, pistil sem hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er ritað hafa hátt í átta hundruð manns gefið til kynna að þeim líki efni pistilsins og annað eins hefur deilt honum áfram. Séra Davíð Þór vill svipta af fegrun á fyrirbærinu og huga að merkingu þess sem um ræðir. Eða afrugla. „Vegna þess að ég heyrði ráðherra nýlega tala um nauðsyn þess að „setja eigur ríkisins á markað“ finnst mér nauðsynlegt að afrugla aðeins hvernig sagt er frá þessu. Hér eru tvö orð sem vert er að gefa gaum að merkingunni í og því hvernig þau eru notuð. Hið fyrra er „markaður“. Hverjir eru „markaðurinn“? Ég er ekki á þessum markaði og fólkið sem kemur hingað til að biðja um hjálp er það ekki heldur. Öryrkjar eru ekki á þessum markaði. Vegna þess að ég heyrði ráðherra nýlega tala um nauðsyn þess að "setja eigur ríkisins á markað" finnst mér nauðsynlegt...Posted by Davíð Þór Jónsson on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 „Markaður“ er nefnilega í raun fínt orð yfir það sem kallað er „fjármagnseigendur“, sem aftur er aðeins skrúðyrði yfir þá sem eiga peningana, þ.e. auðmenn. Hitt orðið er „ríkið“. Hverjir eiga „ríkið“? Það er í raun almenningur í þessu landi, þjóðin. Höfum þess vegna alveg á hreinu að þegar talað er um að setja eigur „ríkisins“ á „markað“ er í raun verið að tala um að koma eigum þjóðarinnar í hendur auðmanna.“ Efast um sérfræðinginn Úr hinni áttinni kemur svo eindreginn stuðningsmaður Bjarna, Friðjón R. Friðjónsson almannatengill. Hann vill setja spurningarmerki við nýlegt fréttaviðtal sem Haukur Hólm á Ríkisútvarpinu átti við Guðrúnu Johnsen hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. „Ég er enn hugsi yfir því sem Guðrún Johnsen fyrrverandi stjórnarmaður í Arion banka sagði í kvöldfréttum í gær þegar hún sagði óheppilegt að selja banka núna. Það væri ekki rétti tíminn. Við því má segja að nú er það svo að einn banki er á markaði og verð hlutabréfa hans er einmitt í hæsta móti sem hefur verið síðan hann fór á markað. Það er vísbending sem er raunveruleg, ekki fabúlasjónir,“ skrifar Friðjón á Facebooksíðu sína. Og hann heldur áfram og efast um að mikið mark sé á Guðrúnu takandi: Ég er enn hugsi yfir því sem Guðrún Johnsen fyrrverandi stjórnarmaður í Arion banka sagði í kvöldfréttum í gær þegar hún...Posted by Friðjón R Friðjónsson on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 „Svo ýjaði Guðrún að því að eitthvað álíka gæti gerst og gerðist með Glitni og Baug fyrir 13 árum. Annað hvort fylgdist hún ekki með þegar lögum um fjármálafyrirtæki var breytt ríflega 20 sinnum frá hruni, nýjar EES-reglugerðir teknar upp eða 3 nýjar evrópskar fjármáleftirlitsstofnanir settar á fót. Ef Guðrún er óupplýst um að snúningar eins og sá sem Baugur stundaði fyrir hrun sé ómögulegur þá er það áfellisdómur yfir henni sem fyrrverandi stjórnarmanni í fjármálafyrirtæki. En ef hún talaði gegn betri vitund þá er það líka áfellisdómur og um leið má leiða hugann að því hve áreiðanlegur álitsgjafi hún er um efnahagsmál og viðskipti.“ Þannig mega þeir Friðjón og Davíð Þór heita ágætir fulltrúar öndverðra sjónarmiða í þessu máli sem virðist ætla að reynast afar umdeilt.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur það gott skref ef hluti Íslandsbanka yrði gefinn þjóðinni Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það yrði gott skref ef hluti eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka yrði afhentur almenningi landsins. 10. janúar 2021 15:06 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Telur það gott skref ef hluti Íslandsbanka yrði gefinn þjóðinni Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það yrði gott skref ef hluti eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka yrði afhentur almenningi landsins. 10. janúar 2021 15:06
Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10