Ábyrg uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. janúar 2021 07:31 Þegar náttúruhamfarir skella á eru viðbrögðin fyrstu dagana og vikurnar oft óskipuleg og ná oft ekki að draga úr neyð allra á jafnan hátt, enda oft byggð á takmörkuðum gögnum um áhrif hamfaranna. En eftir því sem lengri tími líður, þá verður ástandið og þarfir þeirra sem urðu fyrir hamförunum ljósari og því hægt að bæta þær ákvarðanir sem teknar eru um hvernig hjálpa má fólki að komast aftur á réttan kjöl. Það að bregðast við heimsfaraldri eins og COVID-19 er að mörgu leyti svipað og að bregðast við náttúruhamförum. Við reynum að takmarka útbreiðsluna, að hlúa að þeim sem að sýkjast og að draga úr áhrifum hans á þjóðfélagið allt. Blessunarlega nýttum við Íslendingar okkur reynslu og þekkingu fólks sem er vant að takast á við náttúruhamfarir í þessari baráttu og bættum inn í það teymi fólk með mikla þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í hita leiksins eru oft teknar ákvarðanir sem síðar reynast mistök, en svo lengi sem þær voru teknar út frá bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma og svo lengi sem við lærum af þeim, þá er ekki um mistök að ræða, heldur lærdóm. Þetta höfum við séð gerast í viðbrögðum Íslands við COVID-19 og það hefur verið aðdáunarvert hversu vel þríeykið svokallaða hefur verið tilbúið til að viðurkenna þann lærdóm sem það hefur dregið af eigin ákvörðunum. En heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa ekki bara áhrif á heilsu fólks og möguleika heilbrigðiskerfisins að sinna þeim. Þeir hafa einnig mikil efnahagsleg áhrif, sér í lagi á landi eins og Íslandi sem hefur undanfarinn áratug reitt sig á ferðamannaiðnaðinn sem grunnstoð í vexti hagkerfisins. Þar að auki hafa takmarkanir á starfssemi ýmissa aðila í þjónustugeiranum orsakað gífurlegt tekjutap. Því miður er það þannig að þegar kemur að öðrum sviðum en sóttvörnum og heilsu fólks, þá eru það stjórnmálamenn með litla til enga reynslu af krísustjórnun sem ráða ferðinni. Þetta sést glöggt á því að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið ár einblína á það að setja vandamálin á frost. Margar af þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið nýtast fyrirtækjum og einstaklingum illa og sumar hafa jafnvel kynnt undir uppsagnir og atvinnuleysi. En ólíkt reyndum krísustjórnendum þá virðist flestum stjórnmálamönnum vera ómögulegt að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóma. Nú þegar við erum farin að sjá glitta í ljósið við enda ganganna og við þurfum ekki lengur að einblína á þá heilbrigðisvá sem átt hefur hug okkar síðastliðið ár, þá er mikilvægt að við hugsum af alvöru að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þau okkar sem hafa brugðist við fjölda náttúruhamfara í gegnum árin vitum að það er oft erfiðasti og mest krefjandi fasinn, fasi sem oft verður litaður af pólítískum vanmætti og spillingu. Við vitum líka að þegar kemur að uppbyggingu er mikilvægt að byggja ekki upp sama viðkvæma samfélagið upp aftur, heldur nýta tækifærið til að laga þá hluti sem betur mega fara, rétt eins og eftir jarðskjálfta byggjum við ekki upp sama viðkvæma húsið sem hrundi, heldur lærum af reynslunni og byggjum sterkara hús á betri stað. Það gleymist líka að COVID-19 faraldurinn er bara ein af mörgum krísum sem framundan eru fyrir mannkynið allt. Við erum á hraðri leið inn í vaxandi áhrif loftlagsbreytinga og hin öra tæknivæðing er að gera mörg þau störf úrelt sem við vinnum í dag. Þegar kemur að uppbyggingu eftir COVID-19 faraldurinn er mjög mikilvægt að við gerum okkar samfélag betur í stakk búið að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Næstu ár munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Tekst okkur að komast út úr þeirri djúpu efnahagslægð sem heimsfaraldurinn hefur orsakað og við erum aðeins rétt byrjuð að finna fyrir, eða munu stjórnmálamenn tala í galdralausnum og innantómum loforðum sem hafa lítil raunveruleg áhrif hafa á líf fólks. Það er á slíkum tímum sem það er mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem trúa á gagnsæi, ábyrgð, gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Stjórnmálamenn sem byggja ákvarðanir á gögnum en ekki sérhagsmunum. Stjórnmálamenn sem eru með hag þjóðarinnar allrar að leiðarjósi í stað eigin hagsmuna. Það eru þessi grunngildi sem Píratar hafa og gerir þá að þeim flokk á Íslandi sem best er til þess fallinn að tryggja ábyrga, vel upplýsta og sanngjarna uppbyggingu Íslands á komandi árum. Uppbyggingu þar sem raddir fólks fá að hljóma og hafa áhrif á það hvaða lausnir verða fyrir valinu. Uppbyggingu þar sem gögn eru nýtt til að öðlast skilning um möguleg áhrif þeirra lausna sem lagðar eru fram. Uppbyggingu þar sem jöfnuður og réttindi eru tryggð en ekki bara hagsmunir fámennra sérhagsmunahópa. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og höfundur bókarinnar Leiðtogi á neyðarstund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Þegar náttúruhamfarir skella á eru viðbrögðin fyrstu dagana og vikurnar oft óskipuleg og ná oft ekki að draga úr neyð allra á jafnan hátt, enda oft byggð á takmörkuðum gögnum um áhrif hamfaranna. En eftir því sem lengri tími líður, þá verður ástandið og þarfir þeirra sem urðu fyrir hamförunum ljósari og því hægt að bæta þær ákvarðanir sem teknar eru um hvernig hjálpa má fólki að komast aftur á réttan kjöl. Það að bregðast við heimsfaraldri eins og COVID-19 er að mörgu leyti svipað og að bregðast við náttúruhamförum. Við reynum að takmarka útbreiðsluna, að hlúa að þeim sem að sýkjast og að draga úr áhrifum hans á þjóðfélagið allt. Blessunarlega nýttum við Íslendingar okkur reynslu og þekkingu fólks sem er vant að takast á við náttúruhamfarir í þessari baráttu og bættum inn í það teymi fólk með mikla þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í hita leiksins eru oft teknar ákvarðanir sem síðar reynast mistök, en svo lengi sem þær voru teknar út frá bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma og svo lengi sem við lærum af þeim, þá er ekki um mistök að ræða, heldur lærdóm. Þetta höfum við séð gerast í viðbrögðum Íslands við COVID-19 og það hefur verið aðdáunarvert hversu vel þríeykið svokallaða hefur verið tilbúið til að viðurkenna þann lærdóm sem það hefur dregið af eigin ákvörðunum. En heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa ekki bara áhrif á heilsu fólks og möguleika heilbrigðiskerfisins að sinna þeim. Þeir hafa einnig mikil efnahagsleg áhrif, sér í lagi á landi eins og Íslandi sem hefur undanfarinn áratug reitt sig á ferðamannaiðnaðinn sem grunnstoð í vexti hagkerfisins. Þar að auki hafa takmarkanir á starfssemi ýmissa aðila í þjónustugeiranum orsakað gífurlegt tekjutap. Því miður er það þannig að þegar kemur að öðrum sviðum en sóttvörnum og heilsu fólks, þá eru það stjórnmálamenn með litla til enga reynslu af krísustjórnun sem ráða ferðinni. Þetta sést glöggt á því að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið ár einblína á það að setja vandamálin á frost. Margar af þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið nýtast fyrirtækjum og einstaklingum illa og sumar hafa jafnvel kynnt undir uppsagnir og atvinnuleysi. En ólíkt reyndum krísustjórnendum þá virðist flestum stjórnmálamönnum vera ómögulegt að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóma. Nú þegar við erum farin að sjá glitta í ljósið við enda ganganna og við þurfum ekki lengur að einblína á þá heilbrigðisvá sem átt hefur hug okkar síðastliðið ár, þá er mikilvægt að við hugsum af alvöru að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þau okkar sem hafa brugðist við fjölda náttúruhamfara í gegnum árin vitum að það er oft erfiðasti og mest krefjandi fasinn, fasi sem oft verður litaður af pólítískum vanmætti og spillingu. Við vitum líka að þegar kemur að uppbyggingu er mikilvægt að byggja ekki upp sama viðkvæma samfélagið upp aftur, heldur nýta tækifærið til að laga þá hluti sem betur mega fara, rétt eins og eftir jarðskjálfta byggjum við ekki upp sama viðkvæma húsið sem hrundi, heldur lærum af reynslunni og byggjum sterkara hús á betri stað. Það gleymist líka að COVID-19 faraldurinn er bara ein af mörgum krísum sem framundan eru fyrir mannkynið allt. Við erum á hraðri leið inn í vaxandi áhrif loftlagsbreytinga og hin öra tæknivæðing er að gera mörg þau störf úrelt sem við vinnum í dag. Þegar kemur að uppbyggingu eftir COVID-19 faraldurinn er mjög mikilvægt að við gerum okkar samfélag betur í stakk búið að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Næstu ár munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Tekst okkur að komast út úr þeirri djúpu efnahagslægð sem heimsfaraldurinn hefur orsakað og við erum aðeins rétt byrjuð að finna fyrir, eða munu stjórnmálamenn tala í galdralausnum og innantómum loforðum sem hafa lítil raunveruleg áhrif hafa á líf fólks. Það er á slíkum tímum sem það er mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem trúa á gagnsæi, ábyrgð, gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Stjórnmálamenn sem byggja ákvarðanir á gögnum en ekki sérhagsmunum. Stjórnmálamenn sem eru með hag þjóðarinnar allrar að leiðarjósi í stað eigin hagsmuna. Það eru þessi grunngildi sem Píratar hafa og gerir þá að þeim flokk á Íslandi sem best er til þess fallinn að tryggja ábyrga, vel upplýsta og sanngjarna uppbyggingu Íslands á komandi árum. Uppbyggingu þar sem raddir fólks fá að hljóma og hafa áhrif á það hvaða lausnir verða fyrir valinu. Uppbyggingu þar sem gögn eru nýtt til að öðlast skilning um möguleg áhrif þeirra lausna sem lagðar eru fram. Uppbyggingu þar sem jöfnuður og réttindi eru tryggð en ekki bara hagsmunir fámennra sérhagsmunahópa. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og höfundur bókarinnar Leiðtogi á neyðarstund.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar